„Látum oft eins og íþróttir snúist um líf og dauða en þetta er sannarlega málefni sem er upp á líf og dauða“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. mars 2021 14:01 Valsmennirnir hans Finns Freys Stefánssonar eru komnir upp í 6. sæti Domino's deildar karla. vísir/hulda margrét Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn á Tindastóli í gær og ekki síður með daginn en leikurinn á Hlíðarenda var styrktarleikur fyrir Píeta samtökin sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. Allur ágóði af miðasölu leiksins í gær rann óskiptur til Píeta samtakanna og þá var, og er enn hægt, að styrkja þau með frjálsum framlögum. Valur vann leikinn með ellefu stiga mun, 90-79, en þetta var þriðji sigur liðsins í Domino's deild karla í röð. „Ég er bara ánægður með sigurinn og að ná tveimur góðum stigum. Þetta hefur verið brösugt það sem af er vetri hjá báðum liðum og þau á sama stað í töflunni þannig að það var gríðarlega mikilvægt að landa þessum tveimur stigum,“ sagði Finnur við Vísi í gær. Sigurinn gladdi ekki bara Finn heldur einnig allt í kringum leikinn í gær. „Þetta er frábært málefni. Strákarnir í liðinu hafa staðið fyrir þessu í samstarfi við Píeta samtökin. Bergur Ástráðsson hefur leitt þetta áfram og gert það vel,“ sagði Finnur. Klippa: Viðtal við Finn Frey „Við látum oft eins og körfubolti og íþróttir snúist um líf og dauða en þetta er sannarlega málefni sem er upp á líf og dauða. Við fórum á fund með Kristínu [Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra Píeta samtakanna] í aðdraganda leiksins og það sem sló mann er að maður heldur að það sé einhver staðalímynd fólks sem lendir í þessu. En þetta er bara venjulegt fólk eins og ég og þú.“ Málefnið snertir liðin sem mættust í gær, meðal annars í gegnum Lárus Dag Pálsson sem lék með þeim báðum. Rætt var við ekkju hans í útsendingu Stöðvar 2 Sports fyrir leikinn í gær. „Þetta mál snertir þessi félög mikið. Þau hafa misst góða syni alltof snemma. Það var mjög fallegt að geta vakið athygli á þessu,“ sagði Finnur sem hvetur fólk sem líður illa og glímir við sjálfsvíg til að leita sér hjálpar. „Menn þurfa ekkert að skammast sín fyrir að leita til Píeta samtakanna. Þetta er ekkert tabú. Ef þú ert með einhverjar hugsanir, hafðu samband. Fólk er þarna til að hjálpa þér. Við rífum hvorn annan upp og höldum áfram með lífið.“ Hægt er að leggja Píeta samtökunum lið með því leggja inn á reikning 301-26-041041, kennitala: 410416-0690. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is. Dominos-deild karla Valur Tengdar fréttir Pavel: Uppgötvuðum að þetta er bara eins og hver önnur vinna Pavel Ermolinskij, leikmaður Vals, var ánægður með sigurinn á Tindastóli í kvöld. Valsmenn hafa nú unnið þrjá leiki í röð eftir brösugt gengi framan af tímabilinu. 18. mars 2021 23:13 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Tindastóll 90-79 | Þriðji sigur Valsmanna í röð Valur vann 11 stiga sigur á Tindastól er liðin mættust í Dominos-deild karla í kvöld, lokatölur 90-79. Valsmenn nú unnið þrjá leiki í röð. 18. mars 2021 23:00 „Viss um að þetta verður fallegur dagur“ Jón Arnór Stefánsson hlakkar til leiks Vals og Tindastóls í Domino's deild karla í kvöld. Leikurinn er styrktarleikur fyrir Píeta samtökin sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. 18. mars 2021 13:01 Styrktarleikur fyrir Píeta samtökin í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport Leikur Vals og Tindastóls í Origo-höllinni í Domino's deild karla annað kvöld er styrktarleikur fyrir Píeta samtökin sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. 17. mars 2021 11:11 Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira
Allur ágóði af miðasölu leiksins í gær rann óskiptur til Píeta samtakanna og þá var, og er enn hægt, að styrkja þau með frjálsum framlögum. Valur vann leikinn með ellefu stiga mun, 90-79, en þetta var þriðji sigur liðsins í Domino's deild karla í röð. „Ég er bara ánægður með sigurinn og að ná tveimur góðum stigum. Þetta hefur verið brösugt það sem af er vetri hjá báðum liðum og þau á sama stað í töflunni þannig að það var gríðarlega mikilvægt að landa þessum tveimur stigum,“ sagði Finnur við Vísi í gær. Sigurinn gladdi ekki bara Finn heldur einnig allt í kringum leikinn í gær. „Þetta er frábært málefni. Strákarnir í liðinu hafa staðið fyrir þessu í samstarfi við Píeta samtökin. Bergur Ástráðsson hefur leitt þetta áfram og gert það vel,“ sagði Finnur. Klippa: Viðtal við Finn Frey „Við látum oft eins og körfubolti og íþróttir snúist um líf og dauða en þetta er sannarlega málefni sem er upp á líf og dauða. Við fórum á fund með Kristínu [Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra Píeta samtakanna] í aðdraganda leiksins og það sem sló mann er að maður heldur að það sé einhver staðalímynd fólks sem lendir í þessu. En þetta er bara venjulegt fólk eins og ég og þú.“ Málefnið snertir liðin sem mættust í gær, meðal annars í gegnum Lárus Dag Pálsson sem lék með þeim báðum. Rætt var við ekkju hans í útsendingu Stöðvar 2 Sports fyrir leikinn í gær. „Þetta mál snertir þessi félög mikið. Þau hafa misst góða syni alltof snemma. Það var mjög fallegt að geta vakið athygli á þessu,“ sagði Finnur sem hvetur fólk sem líður illa og glímir við sjálfsvíg til að leita sér hjálpar. „Menn þurfa ekkert að skammast sín fyrir að leita til Píeta samtakanna. Þetta er ekkert tabú. Ef þú ert með einhverjar hugsanir, hafðu samband. Fólk er þarna til að hjálpa þér. Við rífum hvorn annan upp og höldum áfram með lífið.“ Hægt er að leggja Píeta samtökunum lið með því leggja inn á reikning 301-26-041041, kennitala: 410416-0690. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Dominos-deild karla Valur Tengdar fréttir Pavel: Uppgötvuðum að þetta er bara eins og hver önnur vinna Pavel Ermolinskij, leikmaður Vals, var ánægður með sigurinn á Tindastóli í kvöld. Valsmenn hafa nú unnið þrjá leiki í röð eftir brösugt gengi framan af tímabilinu. 18. mars 2021 23:13 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Tindastóll 90-79 | Þriðji sigur Valsmanna í röð Valur vann 11 stiga sigur á Tindastól er liðin mættust í Dominos-deild karla í kvöld, lokatölur 90-79. Valsmenn nú unnið þrjá leiki í röð. 18. mars 2021 23:00 „Viss um að þetta verður fallegur dagur“ Jón Arnór Stefánsson hlakkar til leiks Vals og Tindastóls í Domino's deild karla í kvöld. Leikurinn er styrktarleikur fyrir Píeta samtökin sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. 18. mars 2021 13:01 Styrktarleikur fyrir Píeta samtökin í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport Leikur Vals og Tindastóls í Origo-höllinni í Domino's deild karla annað kvöld er styrktarleikur fyrir Píeta samtökin sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. 17. mars 2021 11:11 Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira
Pavel: Uppgötvuðum að þetta er bara eins og hver önnur vinna Pavel Ermolinskij, leikmaður Vals, var ánægður með sigurinn á Tindastóli í kvöld. Valsmenn hafa nú unnið þrjá leiki í röð eftir brösugt gengi framan af tímabilinu. 18. mars 2021 23:13
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Tindastóll 90-79 | Þriðji sigur Valsmanna í röð Valur vann 11 stiga sigur á Tindastól er liðin mættust í Dominos-deild karla í kvöld, lokatölur 90-79. Valsmenn nú unnið þrjá leiki í röð. 18. mars 2021 23:00
„Viss um að þetta verður fallegur dagur“ Jón Arnór Stefánsson hlakkar til leiks Vals og Tindastóls í Domino's deild karla í kvöld. Leikurinn er styrktarleikur fyrir Píeta samtökin sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. 18. mars 2021 13:01
Styrktarleikur fyrir Píeta samtökin í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport Leikur Vals og Tindastóls í Origo-höllinni í Domino's deild karla annað kvöld er styrktarleikur fyrir Píeta samtökin sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. 17. mars 2021 11:11
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti