Telja skólann myglulausan og enginn hefur kvartað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. mars 2021 16:20 Korpuskóli sem áður var hluti af Kelduskóla. Vísir/SigurjónÓ Aldrei hefur greinst mygla í byggingu Korpuskóla og engar kvartanir eða ábendingar borist vegna rakaskemmda eða loftgæða í Korpuskóla frá árinu 2018 þegar leki kom upp í húsinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg vegna flutnings nemenda við Fossvogsskóla í Korpuskóla. Nemendur fara í kynningu á skólanum á morgun og skólastarf hefst á miðvikudaginn. Í tilkynningunni er vísað til umræðu um heilnæmi húsnæðis Korpuskóla og vísað til fréttar í Morgunblaðinu í kjölfar vettvangsferðar starfsfólks og skólaráðs Fossvogsskóla í Korpuskóla í síðustu viku. „Við gátum auðvitað ekki mælt neitt þarna, en þarna voru útfellingar á plötuskilum, þrútnar loftaplötur, kíttistaumar á milli loftaplatna, sem láku niður en það gefur til kynna að þar hafi eitthvað gengið á áður,“ sagði Karl Óskar Þráinsson, formaður Foreldrafélags Fossvogsskóla, í Morgunblaðinu í dag. „Í það minnsta kosti einn starfsmaður í skólanum hefur fundið fyrir einkennum þarna í skólahúsinu.“ Reykjavíkurborg segist í framhaldi af þessu hafa ráðist í ítarlega rýni á sögu byggingarinnar. Aflað hafi verið upplýsinga frá fasteignastjóra byggingarinnar á umhverfis- og skipulagssviði, frá fyrrum skólastjórnendum og umsjónarmanni fasteignar Korpuskóla sem hefur starfað við skólann frá upphafi. Staðan á húsnæðinu •Aldrei hefur greinst mygla í byggingu Korpuskóla. •Engar kvartanir, ábendingar eða athugasemdir hafa borist vegna rakaskemmda eða loftgæða í Korpuskóla frá árinu 2018 þegar upp kom leki í húsnæðinu. Saga byggingarinnar •Árið 2005, á framkvæmdatíma skólans, kom vatn í loftaplötur í kjölfar leka og var lekinn strax upprættur. •Árið 2008 kom upp mygla í færanlegum kennslustofum á lóð skólans og sama ár voru kennslustofurnar fjarlægðar af lóðinni og þeim fargað. •Árið 2017 kom upp leki í byggingunni og framkvæmdum vegna hans lauk sama ár. •Eftir að framkvæmdum lauk var verkið tekið út af fagaðilum með þeirri niðurstöðu að ekki væri um myglu í húsnæðinu að ræða. •Raki getur komið upp í eignum borgarinnar fyrirvaralaust líkt og í öðrum mannvirkjum. Ef ábendingar koma um raka er strax brugðist við þeim. •Þá skal þess getið að Korpuskóla hefur verið haldið við, líkt og öðrum eignum borgarinnar í gegnum árin. Framkvæmdir nú um helgina •Um helgina var unnið að lagfæringu sýnilegra rakaskemmda í loftaklæðningu í íþróttahúsi og áhaldageymslu þess. •Um helgina var unnið að því að mála valin svæði í Korpuskóla. •Um helgina var Korpuskóli þrifinn hátt og lágt. Skólaráð Fossvogsskóla hefur farið fram á að fá ítarlegri upplýsingar um byggingu Korpuskóla og er það í vinnslu að sögn Reykjavíkurborgar. Reykjavík Grunnskólar Mygla í Fossvogsskóla Skóla - og menntamál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg vegna flutnings nemenda við Fossvogsskóla í Korpuskóla. Nemendur fara í kynningu á skólanum á morgun og skólastarf hefst á miðvikudaginn. Í tilkynningunni er vísað til umræðu um heilnæmi húsnæðis Korpuskóla og vísað til fréttar í Morgunblaðinu í kjölfar vettvangsferðar starfsfólks og skólaráðs Fossvogsskóla í Korpuskóla í síðustu viku. „Við gátum auðvitað ekki mælt neitt þarna, en þarna voru útfellingar á plötuskilum, þrútnar loftaplötur, kíttistaumar á milli loftaplatna, sem láku niður en það gefur til kynna að þar hafi eitthvað gengið á áður,“ sagði Karl Óskar Þráinsson, formaður Foreldrafélags Fossvogsskóla, í Morgunblaðinu í dag. „Í það minnsta kosti einn starfsmaður í skólanum hefur fundið fyrir einkennum þarna í skólahúsinu.“ Reykjavíkurborg segist í framhaldi af þessu hafa ráðist í ítarlega rýni á sögu byggingarinnar. Aflað hafi verið upplýsinga frá fasteignastjóra byggingarinnar á umhverfis- og skipulagssviði, frá fyrrum skólastjórnendum og umsjónarmanni fasteignar Korpuskóla sem hefur starfað við skólann frá upphafi. Staðan á húsnæðinu •Aldrei hefur greinst mygla í byggingu Korpuskóla. •Engar kvartanir, ábendingar eða athugasemdir hafa borist vegna rakaskemmda eða loftgæða í Korpuskóla frá árinu 2018 þegar upp kom leki í húsnæðinu. Saga byggingarinnar •Árið 2005, á framkvæmdatíma skólans, kom vatn í loftaplötur í kjölfar leka og var lekinn strax upprættur. •Árið 2008 kom upp mygla í færanlegum kennslustofum á lóð skólans og sama ár voru kennslustofurnar fjarlægðar af lóðinni og þeim fargað. •Árið 2017 kom upp leki í byggingunni og framkvæmdum vegna hans lauk sama ár. •Eftir að framkvæmdum lauk var verkið tekið út af fagaðilum með þeirri niðurstöðu að ekki væri um myglu í húsnæðinu að ræða. •Raki getur komið upp í eignum borgarinnar fyrirvaralaust líkt og í öðrum mannvirkjum. Ef ábendingar koma um raka er strax brugðist við þeim. •Þá skal þess getið að Korpuskóla hefur verið haldið við, líkt og öðrum eignum borgarinnar í gegnum árin. Framkvæmdir nú um helgina •Um helgina var unnið að lagfæringu sýnilegra rakaskemmda í loftaklæðningu í íþróttahúsi og áhaldageymslu þess. •Um helgina var unnið að því að mála valin svæði í Korpuskóla. •Um helgina var Korpuskóli þrifinn hátt og lágt. Skólaráð Fossvogsskóla hefur farið fram á að fá ítarlegri upplýsingar um byggingu Korpuskóla og er það í vinnslu að sögn Reykjavíkurborgar.
Reykjavík Grunnskólar Mygla í Fossvogsskóla Skóla - og menntamál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent