Það er komið vor Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 24. mars 2021 20:26 Því miður erum við enn á ný að hlaupa í skjól. Við fórum úr jólakúlunni í að halda okkur í páskaeggi næstu þrjár vikur. Íslenska þjóðin er vön því að búa við óútreiknanlegt veður. Þessi faraldur hagar sér með svipuðu móti. Nú er ekkert annað í boði en að tryggja aðstæður, fara í skjól og standa af sér veðrið. Lengi skal manninn reyna, sagði Megas. Þessi lína skýtur upp kollinum þegar maður fer yfir undanfarin misseri. Lífið hefur verið lyftuhús en þjóðin hefur sýnt mikla þrautseigju og samstöðu í baráttunni við heimsfaraldurinn síðastliðið ár. Við höfum öll þurft að færa einhverjar fórnir og aðlaga okkur að þeim aðstæðunum sem ríkja hverju sinni. Staðan er viðkvæm og lítið má út af bregða eins og dagurinn í dag sýnir. Við megum ekki gleyma því, en enn glittir í ljósið við enda gangana. Bólusetning þjóðarinnar er komin á skrið. Áætlanir gera ráð fyrir að meginþorri þjóðarinnar verði bólusettur um mitt sumar. Ríkisstjórnin hefur brugðist við efnahagslegum afleiðingum faraldursins með fjölmörgum og fjölbreyttum aðgerðum. Hlutabótaleiðin, tekjufallsstyrkir, lokunarstyrkir, tekjutengdar atvinnuleysisbætur og margt fleira. Þessar aðgerðir hafa sannað gildi sitt undanfarið ár og dempað höggið. Staðan er viðkvæm en traust Því miður er staðan ennþá erfið og faraldurinn hefur dregist á langinn. Við höfum þó verið lánsöm hér á landi síðustu vikur, en þegar atvinnuleysið er komið þá getur tognað úr því í annan endann. Það skiptir verulegu máli að draga ekki úr aðgerðum of snemma. Það getur haft alvarlegar efnahagslegar afleiðingar þegar litið er til lengri tíma. Við getum sótt í reynslubanka fyrri ára. Við vitum hvað virkar og hvað þarf að gera. Atvinnulífið þarf að vera í stakk búið til að taka þátt í viðspyrnunni í kjölfar bólusetninga. Það er afar mikilvægt að halda áfram efnahagslegum aðgerðum ríkisstjórnarinnar og bæta í. Sérstöku atvinnuátaki hefur verið hrint af stað undir yfirskriftinni „hefjum störf“. Markmiðið með átakinu er að skapa allt að 7.000 tímabundin störf í samvinnu við atvinnulífið, opinberar stofnanir, sveitarfélög og félagasamtök. Til þessa aðgerða er ráðgert að verja um 4.500 – 5.000 milljónum króna. Fleiri aðgerðum má koma í gang, t.d. sumarstörf fyrir námsmenn, aðgerðir við að koma atvinnuleitendum í virkni, framlenging hlutabótaleiðarinnar, vegleg ferðaávísun fyrir sumarið. Allt eru þetta aðgerðir sem draga úr langtímaáhrifum heimsfaraldursins á efnahagslífið. Við gefum ekki eftir á örlagastundu sem þessari. Klárum leikinn. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Halla Signý Kristjánsdóttir Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Því miður erum við enn á ný að hlaupa í skjól. Við fórum úr jólakúlunni í að halda okkur í páskaeggi næstu þrjár vikur. Íslenska þjóðin er vön því að búa við óútreiknanlegt veður. Þessi faraldur hagar sér með svipuðu móti. Nú er ekkert annað í boði en að tryggja aðstæður, fara í skjól og standa af sér veðrið. Lengi skal manninn reyna, sagði Megas. Þessi lína skýtur upp kollinum þegar maður fer yfir undanfarin misseri. Lífið hefur verið lyftuhús en þjóðin hefur sýnt mikla þrautseigju og samstöðu í baráttunni við heimsfaraldurinn síðastliðið ár. Við höfum öll þurft að færa einhverjar fórnir og aðlaga okkur að þeim aðstæðunum sem ríkja hverju sinni. Staðan er viðkvæm og lítið má út af bregða eins og dagurinn í dag sýnir. Við megum ekki gleyma því, en enn glittir í ljósið við enda gangana. Bólusetning þjóðarinnar er komin á skrið. Áætlanir gera ráð fyrir að meginþorri þjóðarinnar verði bólusettur um mitt sumar. Ríkisstjórnin hefur brugðist við efnahagslegum afleiðingum faraldursins með fjölmörgum og fjölbreyttum aðgerðum. Hlutabótaleiðin, tekjufallsstyrkir, lokunarstyrkir, tekjutengdar atvinnuleysisbætur og margt fleira. Þessar aðgerðir hafa sannað gildi sitt undanfarið ár og dempað höggið. Staðan er viðkvæm en traust Því miður er staðan ennþá erfið og faraldurinn hefur dregist á langinn. Við höfum þó verið lánsöm hér á landi síðustu vikur, en þegar atvinnuleysið er komið þá getur tognað úr því í annan endann. Það skiptir verulegu máli að draga ekki úr aðgerðum of snemma. Það getur haft alvarlegar efnahagslegar afleiðingar þegar litið er til lengri tíma. Við getum sótt í reynslubanka fyrri ára. Við vitum hvað virkar og hvað þarf að gera. Atvinnulífið þarf að vera í stakk búið til að taka þátt í viðspyrnunni í kjölfar bólusetninga. Það er afar mikilvægt að halda áfram efnahagslegum aðgerðum ríkisstjórnarinnar og bæta í. Sérstöku atvinnuátaki hefur verið hrint af stað undir yfirskriftinni „hefjum störf“. Markmiðið með átakinu er að skapa allt að 7.000 tímabundin störf í samvinnu við atvinnulífið, opinberar stofnanir, sveitarfélög og félagasamtök. Til þessa aðgerða er ráðgert að verja um 4.500 – 5.000 milljónum króna. Fleiri aðgerðum má koma í gang, t.d. sumarstörf fyrir námsmenn, aðgerðir við að koma atvinnuleitendum í virkni, framlenging hlutabótaleiðarinnar, vegleg ferðaávísun fyrir sumarið. Allt eru þetta aðgerðir sem draga úr langtímaáhrifum heimsfaraldursins á efnahagslífið. Við gefum ekki eftir á örlagastundu sem þessari. Klárum leikinn. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun