Bandaríkjamenn og Íranir hefja viðræður um kjarnorkusamning Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. apríl 2021 23:33 Óformlegar viðræður milli Bandaríkjanna og Íran til þess að endurvekja kjarnorkusamning ríkjanna frá 2015 munu hefjast á þriðjudag í Vín. Vísir/Getty Óformlegar viðræður milli Bandaríkjanna og Íran til þess að endurvekja kjarnorkusamning ríkjanna frá 2015 munu hefjast á þriðjudag í Vín. Yfirvöld í Teheran hafa neitað að setjast formlega við samningsborðið en Bandaríkin segja fundinn marka jákvætt skref. Stefnt er að því að ríkin komist að samkomulagi um stefnu samningsins á næstu tveimur mánuðum að sögn starfsmanns Evrópusambandsins, sem verður tengiliður ríkjanna í viðræðunum. Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, dró Bandaríkin einhliða úr samningnum árið 2018 og lagði viðskiptaþvinganir á Íran að nýju. Í kjölfarið braut Íran fjölda skilyrða sem fylgdu samningnum, sem var gerður til þess að takmarka kjarnorkuumsvif ríkisins. Joe Biden, arftaki Trumps, hefur unnið að því frá því að hann tók við embætti í janúar að blása lífi í samninginn að nýju. Yfirvöld í Teheran og Washington hafa hins vegar ekki sammælst um það hvort ríkið ætti að taka fyrstu skref í átt að samkomulagi. „Íran og Bandaríkin verða í sama bænum en ekki í sama herberginu,“ sagði heimildamaður hjá Evrópusambandinu í samtali við fréttastofu Reuters. Viðræðurnar munu fara þannig fram að sendinefndir hvors lands fyrir sig munu ræða við milligöngumann á vegum Evrópusambandsins, sem muni svo koma skilaboðum hvors ríkis áfram til hins. Aðildarríki kjarnorkusamningsins frá árinu 2015 voru ekki aðeins Bandaríkin og Íran heldur Bretland, Rússland, Frakkland, Kína og Þýskaland. Eftir að Bandaríkin drógu sig úr samningnum árið 2018 reyndu hin ríkin ítrekað að blása lífi í samninginn að nýju en ekkert gekk fyrr en nú. Bandaríkin beittu Íran miklum viðskiptaþvingunum sem leiddu til mikillar spennu á svæðinu. Voru meðal annars bresk skip kyrrsett á Persaflóa og Bretar gerðu slíkt hið sama við írönsk olíuflutningaskip. Bandaríkin Íran Evrópusambandið Kjarnorka Tengdar fréttir Eldflaugum skotið að bandarískri herstöð í Írak Minnst tíu eldflaugum hefur verið skotið að herstöð í vesturhluta Íraks þar sem bandarískir hermenn og írakskir halda til. Írakski herinn segir árásina ekki hafa valdið miklum skaða. 3. mars 2021 08:32 Sakar Íran um árás á flutningaskip Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur gengið hart fram gegn ráðamönnum í Íran á undanförnum dögum. Hann hefur sakaði Íran um árás á ísraelskt flutningaskip í Ómansflóa í síðustu viku. 1. mars 2021 10:43 Úranauðgun Íran hafin Yfirvöld í Íran segja 20 prósenta úranauðgun vera hafna innan landamæra ríkisins. IRNA fréttaveitan sem er í eigu ríkisins segir að Hassan Rouhani, forseti, hafi gefið skipunina í dag. Auðgunin fer fram í leynilegu neðanjarðarbyrgi sem kallast Fordo. 4. janúar 2021 14:06 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Mafíósar dæmdir til dauða Erlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Stefnt er að því að ríkin komist að samkomulagi um stefnu samningsins á næstu tveimur mánuðum að sögn starfsmanns Evrópusambandsins, sem verður tengiliður ríkjanna í viðræðunum. Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, dró Bandaríkin einhliða úr samningnum árið 2018 og lagði viðskiptaþvinganir á Íran að nýju. Í kjölfarið braut Íran fjölda skilyrða sem fylgdu samningnum, sem var gerður til þess að takmarka kjarnorkuumsvif ríkisins. Joe Biden, arftaki Trumps, hefur unnið að því frá því að hann tók við embætti í janúar að blása lífi í samninginn að nýju. Yfirvöld í Teheran og Washington hafa hins vegar ekki sammælst um það hvort ríkið ætti að taka fyrstu skref í átt að samkomulagi. „Íran og Bandaríkin verða í sama bænum en ekki í sama herberginu,“ sagði heimildamaður hjá Evrópusambandinu í samtali við fréttastofu Reuters. Viðræðurnar munu fara þannig fram að sendinefndir hvors lands fyrir sig munu ræða við milligöngumann á vegum Evrópusambandsins, sem muni svo koma skilaboðum hvors ríkis áfram til hins. Aðildarríki kjarnorkusamningsins frá árinu 2015 voru ekki aðeins Bandaríkin og Íran heldur Bretland, Rússland, Frakkland, Kína og Þýskaland. Eftir að Bandaríkin drógu sig úr samningnum árið 2018 reyndu hin ríkin ítrekað að blása lífi í samninginn að nýju en ekkert gekk fyrr en nú. Bandaríkin beittu Íran miklum viðskiptaþvingunum sem leiddu til mikillar spennu á svæðinu. Voru meðal annars bresk skip kyrrsett á Persaflóa og Bretar gerðu slíkt hið sama við írönsk olíuflutningaskip.
Bandaríkin Íran Evrópusambandið Kjarnorka Tengdar fréttir Eldflaugum skotið að bandarískri herstöð í Írak Minnst tíu eldflaugum hefur verið skotið að herstöð í vesturhluta Íraks þar sem bandarískir hermenn og írakskir halda til. Írakski herinn segir árásina ekki hafa valdið miklum skaða. 3. mars 2021 08:32 Sakar Íran um árás á flutningaskip Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur gengið hart fram gegn ráðamönnum í Íran á undanförnum dögum. Hann hefur sakaði Íran um árás á ísraelskt flutningaskip í Ómansflóa í síðustu viku. 1. mars 2021 10:43 Úranauðgun Íran hafin Yfirvöld í Íran segja 20 prósenta úranauðgun vera hafna innan landamæra ríkisins. IRNA fréttaveitan sem er í eigu ríkisins segir að Hassan Rouhani, forseti, hafi gefið skipunina í dag. Auðgunin fer fram í leynilegu neðanjarðarbyrgi sem kallast Fordo. 4. janúar 2021 14:06 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Mafíósar dæmdir til dauða Erlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Eldflaugum skotið að bandarískri herstöð í Írak Minnst tíu eldflaugum hefur verið skotið að herstöð í vesturhluta Íraks þar sem bandarískir hermenn og írakskir halda til. Írakski herinn segir árásina ekki hafa valdið miklum skaða. 3. mars 2021 08:32
Sakar Íran um árás á flutningaskip Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur gengið hart fram gegn ráðamönnum í Íran á undanförnum dögum. Hann hefur sakaði Íran um árás á ísraelskt flutningaskip í Ómansflóa í síðustu viku. 1. mars 2021 10:43
Úranauðgun Íran hafin Yfirvöld í Íran segja 20 prósenta úranauðgun vera hafna innan landamæra ríkisins. IRNA fréttaveitan sem er í eigu ríkisins segir að Hassan Rouhani, forseti, hafi gefið skipunina í dag. Auðgunin fer fram í leynilegu neðanjarðarbyrgi sem kallast Fordo. 4. janúar 2021 14:06