Durant sektaður vegna einkaskilaboða á Twitter Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. apríl 2021 11:31 Durant á það til að eyða frítíma sínum í að rífast við fólk á samfélagsmiðlum. Elsa/Getty Images Kevin Durant, leikmaður Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta, var sektaður um 50 þúsund dollara í gær, föstudag, fyrir að urða yfir leikarann Michael Rapaport í einkaskilaboðum á Twitter. Durant lét gamminn geysa – eða fingurna öllu heldur – á Twitter í samtali sem nær aftur til síðasta árs. Hinn 51 árs gamli Rapaport gerði garðinn frægan í þáttunum Boston Public og svo í stórmyndum á borð við Deep Blue Sea en hefur fært sig yfir í hlaðvörp á undanförnum misserum. Rapaport er stuðningsmaður New York Knicks og hefur því nýtt tækifærið til að grafa undan einum besta leikmanni Brooklyn Nets þegar tækifæri gafst, og eftir að Durant fór yfir strikið. I receive threats and disgusting messages DAILY, but never in my wildest dreams did I think @KDTrey5 would be among them. The himself is now threatening me, bringing up my wife and wants to fight. This is supposed to be America s sweetheart right? #ImDaRealMVP pic.twitter.com/l1VQfGMMRF— MichaelRapaport (@MichaelRapaport) March 30, 2021 Durant kallaði leikarann öllum illum nöfnum ásamt því að móðga eiginkonu hans. Var sumt af því sem Durant lét falla túlkað sem hómófóbískt og það er ekki boðlegt af hálfu NBA-deildarinnar. Durant þarf nú að borga 50 þúsund Bandaríkjadali í sekt eða rúmar 6.3 milljónir íslenskra króna. Eftir að samskiptin voru opinberuð hefur Durant beðist afsökunar en samt sem áður bent á að hann og „Mike“ tali reglulega saman og þá sé það mun verra en það sem leikarinn birti. I m sorry that people seen that language I used. That s not really what I want people to see and hear from me KD addresses his social media exchanges with Michael Rapaport(via @SNYNets)pic.twitter.com/mUnIxWFNzd— Bleacher Report (@BleacherReport) April 1, 2021 Durant hefur lengi verið umdeildur á samfélagsmiðlum en hann er duglegur að svara fyrir sig og þá viðurkenndi leikmaðurinn að hann ætti „burner“ aðgang sem hann notaði til að verja sig fyrir gagnrýni. Hinn 32 ára gamli Durant samdi við ofurlið Nets sumarið 2019 í þeirri von um að landa sínum þriðja meistaratitli. Hann var frá allt síðasta tímabil eftir að hafa slitið hásin tímabilið á undan. Hann hefur spilað einkar vel það sem af er þessari leiktíð, það er þegar hann er heill. Durant er með 29 stig, 7.3 fráköst og 5.3 stoðsendingar að meðaltali í þeim 19 leikjum sem hann hefur spilað á leiktíðinni. Hann hefur hins vegar ekki spilað síðan 13. febrúar vegna meiðsla aftan í læri. Körfubolti NBA Tengdar fréttir Jazz setti félagsmet, Suns sjóðandi, Giannis geggjaður og Kuzma skaut Kings í kaf Alls fóru tíu leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og það er af nægu að taka. 3. apríl 2021 10:16 Sögulegur sigur Toronto Raptors Toronto Raptors vann í nótt sinn stærsta sigur frá upphafi í NBA-deildinni í körfubolta. Liðið lagði Golden State Warriors með 53 stiga mun hvorki meira né minna, lokatölur 130-77. Golden State hefur nú tapað sjö af síðustu átta leikjum sínum. 3. apríl 2021 09:46 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Sjá meira
Durant lét gamminn geysa – eða fingurna öllu heldur – á Twitter í samtali sem nær aftur til síðasta árs. Hinn 51 árs gamli Rapaport gerði garðinn frægan í þáttunum Boston Public og svo í stórmyndum á borð við Deep Blue Sea en hefur fært sig yfir í hlaðvörp á undanförnum misserum. Rapaport er stuðningsmaður New York Knicks og hefur því nýtt tækifærið til að grafa undan einum besta leikmanni Brooklyn Nets þegar tækifæri gafst, og eftir að Durant fór yfir strikið. I receive threats and disgusting messages DAILY, but never in my wildest dreams did I think @KDTrey5 would be among them. The himself is now threatening me, bringing up my wife and wants to fight. This is supposed to be America s sweetheart right? #ImDaRealMVP pic.twitter.com/l1VQfGMMRF— MichaelRapaport (@MichaelRapaport) March 30, 2021 Durant kallaði leikarann öllum illum nöfnum ásamt því að móðga eiginkonu hans. Var sumt af því sem Durant lét falla túlkað sem hómófóbískt og það er ekki boðlegt af hálfu NBA-deildarinnar. Durant þarf nú að borga 50 þúsund Bandaríkjadali í sekt eða rúmar 6.3 milljónir íslenskra króna. Eftir að samskiptin voru opinberuð hefur Durant beðist afsökunar en samt sem áður bent á að hann og „Mike“ tali reglulega saman og þá sé það mun verra en það sem leikarinn birti. I m sorry that people seen that language I used. That s not really what I want people to see and hear from me KD addresses his social media exchanges with Michael Rapaport(via @SNYNets)pic.twitter.com/mUnIxWFNzd— Bleacher Report (@BleacherReport) April 1, 2021 Durant hefur lengi verið umdeildur á samfélagsmiðlum en hann er duglegur að svara fyrir sig og þá viðurkenndi leikmaðurinn að hann ætti „burner“ aðgang sem hann notaði til að verja sig fyrir gagnrýni. Hinn 32 ára gamli Durant samdi við ofurlið Nets sumarið 2019 í þeirri von um að landa sínum þriðja meistaratitli. Hann var frá allt síðasta tímabil eftir að hafa slitið hásin tímabilið á undan. Hann hefur spilað einkar vel það sem af er þessari leiktíð, það er þegar hann er heill. Durant er með 29 stig, 7.3 fráköst og 5.3 stoðsendingar að meðaltali í þeim 19 leikjum sem hann hefur spilað á leiktíðinni. Hann hefur hins vegar ekki spilað síðan 13. febrúar vegna meiðsla aftan í læri.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Jazz setti félagsmet, Suns sjóðandi, Giannis geggjaður og Kuzma skaut Kings í kaf Alls fóru tíu leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og það er af nægu að taka. 3. apríl 2021 10:16 Sögulegur sigur Toronto Raptors Toronto Raptors vann í nótt sinn stærsta sigur frá upphafi í NBA-deildinni í körfubolta. Liðið lagði Golden State Warriors með 53 stiga mun hvorki meira né minna, lokatölur 130-77. Golden State hefur nú tapað sjö af síðustu átta leikjum sínum. 3. apríl 2021 09:46 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Sjá meira
Jazz setti félagsmet, Suns sjóðandi, Giannis geggjaður og Kuzma skaut Kings í kaf Alls fóru tíu leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og það er af nægu að taka. 3. apríl 2021 10:16
Sögulegur sigur Toronto Raptors Toronto Raptors vann í nótt sinn stærsta sigur frá upphafi í NBA-deildinni í körfubolta. Liðið lagði Golden State Warriors með 53 stiga mun hvorki meira né minna, lokatölur 130-77. Golden State hefur nú tapað sjö af síðustu átta leikjum sínum. 3. apríl 2021 09:46