Borgarlína á að vera hagkvæm Elías B. Elíasson skrifar 3. apríl 2021 12:01 Þau ánægjulegu tíðindi hafa gerst að konur hafa stokkið fram á ritvöllinn og rofið þá einokun sem nokkrir karlar voru farnir að telja sig hafa á skrifum í dagblöð um Borgarlínu. Fengur er að skrifum þeirra en sárt er þegar kjörnir fulltrúar hundsa öll efnahagsleg rök auk þess að snúa út úr skrifum annarra málstað sínum til framdráttar. Þetta henti Söru Dögg Svanhildardóttur í grein í Vísi 31/3 s.l. Þar rangtúlkar hún orð mín þess efnis að hjóla- og göngustígar hefðu jöfn áhrif á bæði strætó og Borgarlínu og því væru engar tillögur frá ÁS (Áhugafólk um samgöngur fyrir alla) þar um. Taldi hún þetta sýna að ÁS hefði fyrst og fremst áhuga á auknu flæði einkabílsins. Sara Dögg skautar síðan yfir helsta áhugamál ÁS, sem er að fara vel með fé sem varið er til samgöngumála og nýta af hagsýni. Það er sárt að horfa upp á kjörinn fulltrúa í sveitarfélagi tala um svo viðamikla fjárfestingu sem Borgarlína er eins og hagkvæmni skipti ekki máli. Fyrst búið er að setja kostnaðaráætlun á fylgiblað samgöngusáttmála telur hún að horfa eigi fram hjá mögulegum sparnaði upp á 80 milljarða króna þó sömu markmiðum sé að mestu náð með léttri Borgarlínu fyrir aðeins kringum 20 milljarða að tillögu ÁS. Merkilegur málflutningur það. Þegar samgöngusáttmálinn var gerður hefði þessi möguleiki átt að liggja á borðinu við hlið þungu Borgarlínunnar fyrir alt að 100 milljarða en svo virðist ekki hafa verið. Sara Dögg skautar einnig yfir þann kostnaðarlið sem ef til vill skiptir mestu þegar upp er staðið en það er kostnaður þjóðarbúsins af umferðartöfum. Þetta er raunverulegur kostnaður sem atvinnurekstur þjóðarinnar finnur fyrir. Eins og hún mun hafa lesið í grein minni er þessi kostnaður að líkum kominn langt yfir 20 milljarða á ári og vex hratt, tvöfalt hraðar en umferðin. Þessi kostnaður gæti án aðgerða farið yfir 50 milljarða á ári um 2030 og hann safnast upp. þessar upphæðir eru ekki mörg ár að safnast upp í hundruð milljarða og eru þegar farnar að ógna þjóðarhag. Þetta er eitt af því sem kjörnir fulltrúar almennings eiga að hafa auga með. Framleiðsla þjóðarinnar á verðmætum, vörum eða þjónustu byggir á því að fólk safnast saman og sameinar krafta sína að morgni vinnudags. Í lok vinnudags sundrast fólk síðan hvert til síns heima og félagslegra starfa, þar með talið barnauppeldi, sem eru þjóðinni ekki síður mikilvæg. Vegna þessa og vöruflutninga stendur hið opinbera fyrir uppbyggingu samgönguinnviða. Til að virkja þá þjóðfélagsþegna sem eiga ekki kost á öðrum fararmáta eru reknar öflugar almenningssamgöngur, oftast niðurgreiddar. Allt er þetta hluti og aðeins hluti af því sem gert er til að skapa gott og réttlátt þjóðfélag. Sé ekki á þessu sviði allrar hagkvæmni gætt í meðferð bæði fjármuna og umhverfisgilda verður minna eftir til annarra þeirra hluta sem skapa okkur enn betra og réttlátara þjóðfélag. Hvað sóun umhverfisgilda, sérstaklega kolefnislosun varðar er lítill munur á léttri og þungri Borgarlínu, sú létta er þó sveigjanlegri og þannig heldur skárri. Munurinn er meiri þegar kemur að fjármunum. Þunga Borgarlínan er margfalt dýrari og megin hluti stofnkostnaðar hennar er hrein sóun. Létta Borgarlínan er auk þess mun fljótlegri í framkvæmd. Bæði þunga og létta Borgarlínan munu tefja aðra umferð en sú þunga verulega miklu meira. Hvorug mun þó leggja mikið af mörkum til að minnka umferðatafir, sem er eitt mest aðkallandi verkefnið á höfuðborgarsvæðinu. Þetta sýna þeir útreikningar sem þegar hafa verið gerðir með umferðarlíkönum á vegum SSH. Fólk hættir ekki að ferðast til vinnu með einkabílnum fyrr en umferðartafirnar hafa margfaldast og kostnaður vegna þeirra kominn úr böndum. Sara Dögg segir í grein sinni: „Lausnin við hversdagslegu umferðartöfunum er ekki að neyða fólk úr einkabílnum. Og það er ekki á dagskrá með Borgarlínu.“ Þetta er rétt hjá henni út af fyrir sig. Hitt er greinilega á dagskrá boðbera Borgarlínu að gera ekkert sem tefur nákvæmlega þessa lausn. Fyrir þá virðist þjóðhagslegur kostnaður umferðatafa ekki skipta máli. ÁS telur þann kostnaðarlið mikilvægan og hefur því sett fram margar tillögur um hagkvæmar framkvæmdir á vegum til að minnka hann. Þessar tillögur þarf vonandi ekki að framkvæma allar, en þær má nota til að halda töfunum í skefjum meðan þjóðinni fjölgar á næstu áratugum Því er spáð að sú fjölgun hægi á sér og þar með vex umferðin hægar og tafirnar líka. Aukin fjarvinna virkar í sömu átt og getur gert Borgarlínu óþarfa. Þær tillögur sem Ás hefur lagt fram duga vonandi þar til fólksfjölgun hér er orðin lítil sem engin, en í lokaútfærslu verða þær gerðar eins umhverfisvænar og kostur er. Með því að taka kjöri til sveitarstjórnar skuldbatt Sara Dögg og aðrir fulltrúar sig til að hafa eftirlit með framkvæmdum á borð við Borgarlínu. Henni ber að krefjast þess að lagðar verði fram sambærilegar áætlanir um umferðatafir, kostnað og ábata fyrir bæði létta og þunga Borgarlínu. Endanleg ákvörðun byggi á þeim grunni ásamt umhverfissjónarmiðum. Höfundur er verkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Samgöngur Skipulag Mest lesið Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Sjá meira
Þau ánægjulegu tíðindi hafa gerst að konur hafa stokkið fram á ritvöllinn og rofið þá einokun sem nokkrir karlar voru farnir að telja sig hafa á skrifum í dagblöð um Borgarlínu. Fengur er að skrifum þeirra en sárt er þegar kjörnir fulltrúar hundsa öll efnahagsleg rök auk þess að snúa út úr skrifum annarra málstað sínum til framdráttar. Þetta henti Söru Dögg Svanhildardóttur í grein í Vísi 31/3 s.l. Þar rangtúlkar hún orð mín þess efnis að hjóla- og göngustígar hefðu jöfn áhrif á bæði strætó og Borgarlínu og því væru engar tillögur frá ÁS (Áhugafólk um samgöngur fyrir alla) þar um. Taldi hún þetta sýna að ÁS hefði fyrst og fremst áhuga á auknu flæði einkabílsins. Sara Dögg skautar síðan yfir helsta áhugamál ÁS, sem er að fara vel með fé sem varið er til samgöngumála og nýta af hagsýni. Það er sárt að horfa upp á kjörinn fulltrúa í sveitarfélagi tala um svo viðamikla fjárfestingu sem Borgarlína er eins og hagkvæmni skipti ekki máli. Fyrst búið er að setja kostnaðaráætlun á fylgiblað samgöngusáttmála telur hún að horfa eigi fram hjá mögulegum sparnaði upp á 80 milljarða króna þó sömu markmiðum sé að mestu náð með léttri Borgarlínu fyrir aðeins kringum 20 milljarða að tillögu ÁS. Merkilegur málflutningur það. Þegar samgöngusáttmálinn var gerður hefði þessi möguleiki átt að liggja á borðinu við hlið þungu Borgarlínunnar fyrir alt að 100 milljarða en svo virðist ekki hafa verið. Sara Dögg skautar einnig yfir þann kostnaðarlið sem ef til vill skiptir mestu þegar upp er staðið en það er kostnaður þjóðarbúsins af umferðartöfum. Þetta er raunverulegur kostnaður sem atvinnurekstur þjóðarinnar finnur fyrir. Eins og hún mun hafa lesið í grein minni er þessi kostnaður að líkum kominn langt yfir 20 milljarða á ári og vex hratt, tvöfalt hraðar en umferðin. Þessi kostnaður gæti án aðgerða farið yfir 50 milljarða á ári um 2030 og hann safnast upp. þessar upphæðir eru ekki mörg ár að safnast upp í hundruð milljarða og eru þegar farnar að ógna þjóðarhag. Þetta er eitt af því sem kjörnir fulltrúar almennings eiga að hafa auga með. Framleiðsla þjóðarinnar á verðmætum, vörum eða þjónustu byggir á því að fólk safnast saman og sameinar krafta sína að morgni vinnudags. Í lok vinnudags sundrast fólk síðan hvert til síns heima og félagslegra starfa, þar með talið barnauppeldi, sem eru þjóðinni ekki síður mikilvæg. Vegna þessa og vöruflutninga stendur hið opinbera fyrir uppbyggingu samgönguinnviða. Til að virkja þá þjóðfélagsþegna sem eiga ekki kost á öðrum fararmáta eru reknar öflugar almenningssamgöngur, oftast niðurgreiddar. Allt er þetta hluti og aðeins hluti af því sem gert er til að skapa gott og réttlátt þjóðfélag. Sé ekki á þessu sviði allrar hagkvæmni gætt í meðferð bæði fjármuna og umhverfisgilda verður minna eftir til annarra þeirra hluta sem skapa okkur enn betra og réttlátara þjóðfélag. Hvað sóun umhverfisgilda, sérstaklega kolefnislosun varðar er lítill munur á léttri og þungri Borgarlínu, sú létta er þó sveigjanlegri og þannig heldur skárri. Munurinn er meiri þegar kemur að fjármunum. Þunga Borgarlínan er margfalt dýrari og megin hluti stofnkostnaðar hennar er hrein sóun. Létta Borgarlínan er auk þess mun fljótlegri í framkvæmd. Bæði þunga og létta Borgarlínan munu tefja aðra umferð en sú þunga verulega miklu meira. Hvorug mun þó leggja mikið af mörkum til að minnka umferðatafir, sem er eitt mest aðkallandi verkefnið á höfuðborgarsvæðinu. Þetta sýna þeir útreikningar sem þegar hafa verið gerðir með umferðarlíkönum á vegum SSH. Fólk hættir ekki að ferðast til vinnu með einkabílnum fyrr en umferðartafirnar hafa margfaldast og kostnaður vegna þeirra kominn úr böndum. Sara Dögg segir í grein sinni: „Lausnin við hversdagslegu umferðartöfunum er ekki að neyða fólk úr einkabílnum. Og það er ekki á dagskrá með Borgarlínu.“ Þetta er rétt hjá henni út af fyrir sig. Hitt er greinilega á dagskrá boðbera Borgarlínu að gera ekkert sem tefur nákvæmlega þessa lausn. Fyrir þá virðist þjóðhagslegur kostnaður umferðatafa ekki skipta máli. ÁS telur þann kostnaðarlið mikilvægan og hefur því sett fram margar tillögur um hagkvæmar framkvæmdir á vegum til að minnka hann. Þessar tillögur þarf vonandi ekki að framkvæma allar, en þær má nota til að halda töfunum í skefjum meðan þjóðinni fjölgar á næstu áratugum Því er spáð að sú fjölgun hægi á sér og þar með vex umferðin hægar og tafirnar líka. Aukin fjarvinna virkar í sömu átt og getur gert Borgarlínu óþarfa. Þær tillögur sem Ás hefur lagt fram duga vonandi þar til fólksfjölgun hér er orðin lítil sem engin, en í lokaútfærslu verða þær gerðar eins umhverfisvænar og kostur er. Með því að taka kjöri til sveitarstjórnar skuldbatt Sara Dögg og aðrir fulltrúar sig til að hafa eftirlit með framkvæmdum á borð við Borgarlínu. Henni ber að krefjast þess að lagðar verði fram sambærilegar áætlanir um umferðatafir, kostnað og ábata fyrir bæði létta og þunga Borgarlínu. Endanleg ákvörðun byggi á þeim grunni ásamt umhverfissjónarmiðum. Höfundur er verkfræðingur.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun