Naumur sigur Bucks og fjöldi stórsigra í nótt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. apríl 2021 09:15 Þessir tveir áttu góða leiki í nótt. Jrue Holiday tryggði Bucks sigur á meðan Russell Westbrook var eini leikmaður Wizards með lífsmarki í stóru tapi. EPA-EFE/SHAWN THEW Alls fóru átta leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Milwaukee Bucks vann nauman eins stigs sigur á Sacramento Kings, 129-128. Þá unnu Utah Jazz, Portland Trail Blazers, New York Knicks og Dallas Mavericks öll stórsigra. Gríska undrið, Giannis Antetokounmpo, var ekki með Bucks í nótt og lenti liðið í vandræðum með Sacramento Kings. Gestirnir frá Milwaukee voru hænuskrefi á undan í fyrri hálfleik en um miðjan þriðja leikhluta jafnaði Sacramento leikinn í stöðunni 81-81. Gestirnir gáfu í eftir það og voru komnir 11 stigum yfir um miðbik fjórða leikhluta, staðan þá 116-105 Bucks í vil. Leikmenn Kings neituðu að gefast upp og var staðan jöfn 119-119 þegar tvær mínútur lifðu leiks. Jrue Holiday steig upp í fjarveru Giannis og sá til þess að Bucks lönduðu eins stigs sigri, lokatölur 129-128. Hann skoraði 33 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók sjö fráköst. Brook Lopez kom þar á eftir með 26 stig. Hjá Kings voru De‘Aaron Fox og Terence Davis báðir með 27 stig. Season-high 33 PTS 11 AST@Jrue_Holiday11 leads the @Bucks to 3 straight wins! pic.twitter.com/aIWL7xxEy5— NBA (@NBA) April 4, 2021 Dallas Mavericks fór illa með Washington Wizards, lokatölur 109-87. Russell Westbrook skoraði 26 af 87 stigum Wizards í leiknum ásamt því að taka 14 fráköst. Luka Dončić var með 26 stig í liði Dallas sem og átta fráköst og sex stoðsendingar. Boban Marjanović var með tvöfalda tvennu en hann skoraði 15 stig og tók 12 fráköst. 26 PTS, 6 AST for @luka7doncic.4 straight wins for @dallasmavs.#MFFL pic.twitter.com/V6oOLmcNmS— NBA (@NBA) April 4, 2021 New York Knicks rúllaði yfir Detroit Pistons, 125-81. Julius Randle skoraði 29 stig í liði Knicks ásamt því að taka átta fráköst og Reggie Bullock skoraði 22 stig. Hjá Pistons var Jerami Grant stigahæstur með 16 stig. Portland Trail Blazers fór álíka illa með Oklahoma City Thunder, lokatölur þar 133-85. Damian Lillard var rólegur í liði Portland að þessu sinni með „aðeins“ 16 stig. Stigahæstur var CJ McCollum með 20 stig en alls skoruðu átta leikmenn liðsins tíu stig eða meira. Enes Kanter endaði með tvöfalda tvennu, 12 stig og 17 fráköst. Hjá Oklahoma var Kenrich Williams stigahæstur með 18 stig. Besta lið deildarinnar um þessar mundir, Utah Jazz, ákvað að vera með og lagði Orlando Magic með 46 stiga mun, lokatölur 137-91. Donovan Mitchell skoraði 22 stig á aðeins 21 mínútu. Þar á eftir komu Bojan Bogdanović og Joe Ingles, báðir með 17 stig. Hjá Magic var Wendell Carter r. stigahæstur með 19 stig en hann tók einnig 12 fráköst. 26 threes NBA record for threes in a half (18)The @utahjazz were on FIRE in their 9th straight win and 22nd straight home win! pic.twitter.com/RkwHQqqEzz— NBA (@NBA) April 4, 2021 Joel Embiid sneri aftur á völlinn með Philadelphia 76ers eftir meiðsli. Hann skoraði 24 stig og tók átta fráköst í 122-113 sigri 76ers á Minnesota Timberwolves. @JoelEmbiid did his thing in his return to action.24 PTS | 8 REB | 3 BLK | @sixers W pic.twitter.com/YZbSTrgnFi— NBA (@NBA) April 4, 2021 Þá vann Miami Heat góðan 14 stiga sigur á Cleveland Cavaliers, 115-101 og Indiana Pacers vann San Antonio Spurs í framlengdum leik, 139-133. Hér má sjá stöðuna í bæði Austur- og Vesturdeildinni. Þá er vert að minna á að Chicago Bulls og Brooklyn Nets mætast klukkan 18.00 í dag, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Gríska undrið, Giannis Antetokounmpo, var ekki með Bucks í nótt og lenti liðið í vandræðum með Sacramento Kings. Gestirnir frá Milwaukee voru hænuskrefi á undan í fyrri hálfleik en um miðjan þriðja leikhluta jafnaði Sacramento leikinn í stöðunni 81-81. Gestirnir gáfu í eftir það og voru komnir 11 stigum yfir um miðbik fjórða leikhluta, staðan þá 116-105 Bucks í vil. Leikmenn Kings neituðu að gefast upp og var staðan jöfn 119-119 þegar tvær mínútur lifðu leiks. Jrue Holiday steig upp í fjarveru Giannis og sá til þess að Bucks lönduðu eins stigs sigri, lokatölur 129-128. Hann skoraði 33 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók sjö fráköst. Brook Lopez kom þar á eftir með 26 stig. Hjá Kings voru De‘Aaron Fox og Terence Davis báðir með 27 stig. Season-high 33 PTS 11 AST@Jrue_Holiday11 leads the @Bucks to 3 straight wins! pic.twitter.com/aIWL7xxEy5— NBA (@NBA) April 4, 2021 Dallas Mavericks fór illa með Washington Wizards, lokatölur 109-87. Russell Westbrook skoraði 26 af 87 stigum Wizards í leiknum ásamt því að taka 14 fráköst. Luka Dončić var með 26 stig í liði Dallas sem og átta fráköst og sex stoðsendingar. Boban Marjanović var með tvöfalda tvennu en hann skoraði 15 stig og tók 12 fráköst. 26 PTS, 6 AST for @luka7doncic.4 straight wins for @dallasmavs.#MFFL pic.twitter.com/V6oOLmcNmS— NBA (@NBA) April 4, 2021 New York Knicks rúllaði yfir Detroit Pistons, 125-81. Julius Randle skoraði 29 stig í liði Knicks ásamt því að taka átta fráköst og Reggie Bullock skoraði 22 stig. Hjá Pistons var Jerami Grant stigahæstur með 16 stig. Portland Trail Blazers fór álíka illa með Oklahoma City Thunder, lokatölur þar 133-85. Damian Lillard var rólegur í liði Portland að þessu sinni með „aðeins“ 16 stig. Stigahæstur var CJ McCollum með 20 stig en alls skoruðu átta leikmenn liðsins tíu stig eða meira. Enes Kanter endaði með tvöfalda tvennu, 12 stig og 17 fráköst. Hjá Oklahoma var Kenrich Williams stigahæstur með 18 stig. Besta lið deildarinnar um þessar mundir, Utah Jazz, ákvað að vera með og lagði Orlando Magic með 46 stiga mun, lokatölur 137-91. Donovan Mitchell skoraði 22 stig á aðeins 21 mínútu. Þar á eftir komu Bojan Bogdanović og Joe Ingles, báðir með 17 stig. Hjá Magic var Wendell Carter r. stigahæstur með 19 stig en hann tók einnig 12 fráköst. 26 threes NBA record for threes in a half (18)The @utahjazz were on FIRE in their 9th straight win and 22nd straight home win! pic.twitter.com/RkwHQqqEzz— NBA (@NBA) April 4, 2021 Joel Embiid sneri aftur á völlinn með Philadelphia 76ers eftir meiðsli. Hann skoraði 24 stig og tók átta fráköst í 122-113 sigri 76ers á Minnesota Timberwolves. @JoelEmbiid did his thing in his return to action.24 PTS | 8 REB | 3 BLK | @sixers W pic.twitter.com/YZbSTrgnFi— NBA (@NBA) April 4, 2021 Þá vann Miami Heat góðan 14 stiga sigur á Cleveland Cavaliers, 115-101 og Indiana Pacers vann San Antonio Spurs í framlengdum leik, 139-133. Hér má sjá stöðuna í bæði Austur- og Vesturdeildinni. Þá er vert að minna á að Chicago Bulls og Brooklyn Nets mætast klukkan 18.00 í dag, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira