Veirufrítt samfélag forsenda tilslakana Snorri Másson skrifar 8. apríl 2021 11:59 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að of seint sé að fara að stemma stigu við faraldrinum ef hann nær að breiða mjög úr sér. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að markmiðin með sóttvarnaaðgerðunum hér á landi séu nokkuð ljós, þó að þau kunni að vefjast fyrir mörgum. Stefnt er að nánast veirufríu samfélagi hér á landi, áður en hægt verður að ráðast í tilslakanir. Sóttvarnalæknir var spurður á upplýsingafundi almannavarna hvort ekki væri unnt nú að aflétta takmörkunum vegna þess hve mikið hlutfall viðkvæmra hópa hefur verið bólusett og þar sem staðan er eins góð á sjúkrahúsum og raun ber vitni. „Við erum að byggja á því að við erum með breska afbrigðið og við erum að fá upplýsingar um útbreiðslu í öllum Evrópulöndum, að þetta nýja afbrigði sé alvarlegra að því leytinu til að spítalainnlagnir séu algengari hjá yngri aldurshópum en áður. Við höfum sem betur fer ekki séð það enda hefur útbreiðslan ekki verið mjög mikil hér. Ég held að það sé alls ekki útséð um það hvað gæti gerst ef við fengjum álíka útbreiðslu og við erum að sjá í öðrum löndum. Það er engin ástæða til að halda það að svona mikil útbreiðsla myndi ekki valda miklum innlögnum á sjúkrahús eins og þar sést,“ sagði Þórólfur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Samkomutakmarkanir hafa verið í gildi hér á landi í rúmt ár.Vísir/Vilhelm Til þess að koma í veg fyrir verulega útbreiðslu verður það því að sögn sóttvarnalæknis að gerast strax í upphafi. „Það er of seint þegar allt er farið af stað,“ sagði hann. Hægt að þurrka veiruna út Þórólfur segir að stefnt sé að nánast veirufríu samfélagi þar til góð þátttaka næst í bólusetningum. „Upphaflega markmiðið var að halda kúrvunni niður og fletja hana eins mikið niður og hægt væri. Þá vissum við í raun og veru ekki út í hvað við vorum að fara, hvaða árangur við myndum sjá, en með reynslunni höfum við séð það að við getum nánast þurrkað veiruna út úr samfélaginu með ákveðnum aðgerðum. Við höfum líka séð að ef við stöndum vel að aðgerðum á landamærunum getum við slakað verulega á og verið með nánast veirufrítt samfélag og það er það sem við erum að stefna að núna þangað til við náum góðri þátttöku í bólusetningar, þannig að við getum virkilega farið að slaka á aðgerðunum. Þetta eru markmiðin og þetta er planið, og hefur alltaf verið þó að þetta sé ekki endilega öllum ljóst,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tengdar fréttir Sýktist aftur af nýrri undirtegund breska afbrigðisins Við erum ennþá að sjá talsverðan fjölda smita greinst innanlands en það er gleðilegt hvað margir eru í sóttkví við greiningu, sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi vegna Covid-19 faraldursins sem var að ljúka. 8. apríl 2021 11:50 Hefur skilað tillögum um breyttar aðgerðir en telur þær ekki verða jafn áhrifaríkar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum um breyttar aðgerðir á landamærunum eftir að Landsréttur vísaði niðurstöðu héraðsdóms um ólögmæti sóttvarnahúsaskyldu frá í gær. Mikilvægt sé að auka eftirlit með fólki sem fari í heimasóttkví við komuna til landsins. 8. apríl 2021 11:18 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira
Sóttvarnalæknir var spurður á upplýsingafundi almannavarna hvort ekki væri unnt nú að aflétta takmörkunum vegna þess hve mikið hlutfall viðkvæmra hópa hefur verið bólusett og þar sem staðan er eins góð á sjúkrahúsum og raun ber vitni. „Við erum að byggja á því að við erum með breska afbrigðið og við erum að fá upplýsingar um útbreiðslu í öllum Evrópulöndum, að þetta nýja afbrigði sé alvarlegra að því leytinu til að spítalainnlagnir séu algengari hjá yngri aldurshópum en áður. Við höfum sem betur fer ekki séð það enda hefur útbreiðslan ekki verið mjög mikil hér. Ég held að það sé alls ekki útséð um það hvað gæti gerst ef við fengjum álíka útbreiðslu og við erum að sjá í öðrum löndum. Það er engin ástæða til að halda það að svona mikil útbreiðsla myndi ekki valda miklum innlögnum á sjúkrahús eins og þar sést,“ sagði Þórólfur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Samkomutakmarkanir hafa verið í gildi hér á landi í rúmt ár.Vísir/Vilhelm Til þess að koma í veg fyrir verulega útbreiðslu verður það því að sögn sóttvarnalæknis að gerast strax í upphafi. „Það er of seint þegar allt er farið af stað,“ sagði hann. Hægt að þurrka veiruna út Þórólfur segir að stefnt sé að nánast veirufríu samfélagi þar til góð þátttaka næst í bólusetningum. „Upphaflega markmiðið var að halda kúrvunni niður og fletja hana eins mikið niður og hægt væri. Þá vissum við í raun og veru ekki út í hvað við vorum að fara, hvaða árangur við myndum sjá, en með reynslunni höfum við séð það að við getum nánast þurrkað veiruna út úr samfélaginu með ákveðnum aðgerðum. Við höfum líka séð að ef við stöndum vel að aðgerðum á landamærunum getum við slakað verulega á og verið með nánast veirufrítt samfélag og það er það sem við erum að stefna að núna þangað til við náum góðri þátttöku í bólusetningar, þannig að við getum virkilega farið að slaka á aðgerðunum. Þetta eru markmiðin og þetta er planið, og hefur alltaf verið þó að þetta sé ekki endilega öllum ljóst,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tengdar fréttir Sýktist aftur af nýrri undirtegund breska afbrigðisins Við erum ennþá að sjá talsverðan fjölda smita greinst innanlands en það er gleðilegt hvað margir eru í sóttkví við greiningu, sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi vegna Covid-19 faraldursins sem var að ljúka. 8. apríl 2021 11:50 Hefur skilað tillögum um breyttar aðgerðir en telur þær ekki verða jafn áhrifaríkar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum um breyttar aðgerðir á landamærunum eftir að Landsréttur vísaði niðurstöðu héraðsdóms um ólögmæti sóttvarnahúsaskyldu frá í gær. Mikilvægt sé að auka eftirlit með fólki sem fari í heimasóttkví við komuna til landsins. 8. apríl 2021 11:18 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira
Sýktist aftur af nýrri undirtegund breska afbrigðisins Við erum ennþá að sjá talsverðan fjölda smita greinst innanlands en það er gleðilegt hvað margir eru í sóttkví við greiningu, sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi vegna Covid-19 faraldursins sem var að ljúka. 8. apríl 2021 11:50
Hefur skilað tillögum um breyttar aðgerðir en telur þær ekki verða jafn áhrifaríkar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum um breyttar aðgerðir á landamærunum eftir að Landsréttur vísaði niðurstöðu héraðsdóms um ólögmæti sóttvarnahúsaskyldu frá í gær. Mikilvægt sé að auka eftirlit með fólki sem fari í heimasóttkví við komuna til landsins. 8. apríl 2021 11:18