Fyrir hvað og á kostnað hvers verður Laxeldi í Seyðisfirði? Pétur Heimisson skrifar 9. apríl 2021 12:01 Sjókvíaeldi er hafið í Austfjörðum og stefnir í Seyðisfjörð. Er samfélagslegt mikilvægi eldisins slíkt, að það réttlæti umhverfisvána sem því fylgir? Áleitin spurning með hag samtímans í huga og ekki síður það hvernig við viljum skila lofti, landi og sjó til komandi kynslóða. Hvað réttlætir að Seyðisfjörður verði vígvöllur norsks laxeldis? Laxeldi Austfjarða er að miklu í norskri eigu og vígvallarsamlíkingin vísar í sögu norska eldisgeirans sem ekki síst er saga átaka hans og stjórnvalda, mest vegna umhverfisógnar tengdri opnum sjókvíum. Margt hefur verið reynt, sumt tekist vel, annað ekki og sitthvað viðgengst sem vekur siðferðislegar spurningar. Dæmi um það síðastnefnda í Noregi er ljósakerfi sem metur ágang laxalúsar og er ætlað að beina eldinu í átt að umhverfisvænni rekstri. Rautt ljós þýðir að lús frá eldinu er talin drepa yfir 30% gönguseiða villtra laxa og þá skal draga úr fjölda eldislaxa. Á gulu ljósi telst eldislús drepa 10 – 30% gönguseiða villtra laxa. Þá þarf ekki að fækka eldislaxi, en ekki má bæta í. Í hvaða annarri matvælaframleiðslu byggðri á eldi dýra yrði talið ásættanlegt að snýkjudýr sem greininni fylgdi dræpi allt að 30% ungviðis og það hjá næsta bónda? Hvort og í hvaða mæli lús eða önnur óáran yrði vandi í Seyðisfirði veit enginn, en áhyggjuefni er hve stutt er í frægar laxveiðiár Vopnafjarðar og enn styttra í Héraðssand þar sem nýstirnið Jökulsá á Dal mætir hafinu. Lítið ef nokkurt samráð hefur verið haft við þá sem byggja hag sinn á þessum ám. Mörgu er ósvarað um hættuna sem einu stærsta æðarvarpi í heiminum, í Loðmundarfirði, kann að stafa af sjókvíaeldi í Seyðisfirði. Lítt rannsakaðar fornminjar á botni fjarðarins, s.s. skútur eru enn eitt biðskyldumerkið. Að rækjusjómenn í norður Noregi tengi hrun í veiðum við laxeldi nærri miðum leiðir hugann að rækjuslóð í Héraðsflóa. Þeir taka lengi við, útlendu vasarnir ! - og sjórinn? Umhverfisvandi og stjórnlaus vöxtur laxeldis knýr norsk yfirvöld til að koma böndum á greinina. Eldisfólki finnst að sér þrengt og leitar í íslenska firði. Ekki síst hagsmunir norskra fjármagnseigenda knýja nú á um að Seyðisfjörður verði vettvangur fyrir opnar fljótandi sjókvíar. Þeir hagsmunir geta orðið asískir eða amerískir á morgun eins og reynslan í Noregi sýnir. Þar gengur eldið kaupum og sölum í þeim mæli að „núna er norska laxeldið orðið vettvangur fyrir viðskiptabrask“, svo mjög að einn virtasti blaðamaður á sviði sjávarútvegs þar notar „laxalýðveldi“ í stað bananalýðveldis um Noreg. Báðar tilvitnanir eru í norsku verðlaunabókinaUndir yfirborðinu, sem fjallar um norska laxeldisævintýrið. Við vitum að raunverulegur hagnaður af iðnaði sem lýtur slíku eignarhaldi ratar oft(ast) í útlenda vasa og skilar sér ekki sem skyldi til íslensks samfélags bæði nær og fjær. Æ fleiri tala um að framleiðsla skuli vera sjálfbær og náttúran njóta vafans. Í því ljósi eru opnar fljótandi sjókvíar bæði tímaskekkja og nátttröll. Náttúruverndarfólk hefur náð þeim árangri að þeirri skoðun vex fylgi að færa ætti eldi í lokaðar sjókvíar eða í landkvíar. Í áliti meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis 17.maí 2019 (þjóðhátíðardagur Noregs 😊) með fiskeldislögunum, segir m.a.; Meiri hlutinn telur að ekki sé langt þangað til að eldi á frjóum laxi verði eingöngu stundað í lokuðum og hálflokuðum kvíum. Að því beri að stefna og í því skyni þarf á næstu árum að fara fram endurskoðun á lagaumhverfi fiskeldis þar sem tekið verður tillit til þeirra framfara sem hafa orðið, m.a. á eldisbúnaði. Úrgangslosun opinna sjókvía annars vegar og landkvía hins vegar er gerólík. Sumir segja þær fyrrnefndu losa sinn úrgang með málshættinum lengi tekur sjórinn við - kannski svolítið ýkt, eða er fótur fyrir því? Eigendur landkvía þrífa upp eftir sig líkt og aðrir sem ala dýr til matvælaframleiðslu. Sómi eða ósómi Múlaþings Laxeldi er hafið í Berufirði, Fáskrúðsfirði og Reyðarfirði, en ekki Seyðisfirði. Vinnu við skipulag haf- og strandsvæða fyrir Austurland er ekki lokið. Það eitt mælir sterklega gegn því að hefja laxeldi í Seyðisfirði. Að bíða ekki þess skipulags, jafngildir því að taka meðvitaða ákvörðun um að fótum troða mögulega hagsmuni annarra, bæði íbúa og rekstraraðila t.d. í ferðaþjónustu, auk náttúrunnar sjálfrar. Slíkt myndi ýta undir flokkadrætti og ósátt í litlu samfélagi sem væri neikvætt fyrir alla, líka eldisgeirann. Laxeldisfólk vill án efa sem mesta samfélagslega sátt um eldið þó kynningarleysi af þess hálfu hingað til beri þess lítt merki. Að framan er tæpt á því sem ég tel mæla gegn laxeldi í Seyðisfirði. Aðalatriðið er ónefnt, hið risastóra stöðvunarmerki sem íbúar á Seyðisfirði hafa sjálfir reist gegn öllum hugmyndum um laxeldi í firðinum. Að heil 55% þeirra skrifi undir svo afdráttarlausa yfirlýsingu gegn eldinu sem raun ber vitni leggur miklar skyldur á herðar kjörinna fulltrúa í Múlaþingi. Yfirlýsingin undirstrikar það mat fólks að í firðinum og frjóu frumkvöðlastarfi þar, ekki síst á sviði menningar, lista, ferðamennsku og afþreyingar búi miklir samfélagslegir möguleikar og að inn í þá mynd passi laxeldið einfaldlega ekki. Aðstandendur mótmælanna kynna sinn málstað á; www.va-felag.is Lýðræðisleg gildi og almenn virðing fyrir þeim veita mér þá vissu að ALLIR kjörnir fulltrúar í sveitarstjórn Múlaþings virði þetta stöðvunarmerki og tryggi rödd íbúanna áheyrn. Sjálfsögð og greiðfær leið til þess er að sveitarfélagið leggi til og vinni markvisst að því að eldisleyfunum verði vísað inn í vinnuna um skipulag haf- og strandsvæða. Það væri í anda þeirra laga sem Alþingi setti um fiskeldi fyrir tveimur árum. Þannig yrðu eldisleyfin vegin og metin með öðrum hagsmunum fólks, fjarðar og framtíðar. Sómi væri að slíku verklagi og ósómi að viðhafa það ekki. Höfundur er læknir fulltrúi VG í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Múlaþing Fiskeldi Vinstri græn Pétur Heimisson Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Sjókvíaeldi er hafið í Austfjörðum og stefnir í Seyðisfjörð. Er samfélagslegt mikilvægi eldisins slíkt, að það réttlæti umhverfisvána sem því fylgir? Áleitin spurning með hag samtímans í huga og ekki síður það hvernig við viljum skila lofti, landi og sjó til komandi kynslóða. Hvað réttlætir að Seyðisfjörður verði vígvöllur norsks laxeldis? Laxeldi Austfjarða er að miklu í norskri eigu og vígvallarsamlíkingin vísar í sögu norska eldisgeirans sem ekki síst er saga átaka hans og stjórnvalda, mest vegna umhverfisógnar tengdri opnum sjókvíum. Margt hefur verið reynt, sumt tekist vel, annað ekki og sitthvað viðgengst sem vekur siðferðislegar spurningar. Dæmi um það síðastnefnda í Noregi er ljósakerfi sem metur ágang laxalúsar og er ætlað að beina eldinu í átt að umhverfisvænni rekstri. Rautt ljós þýðir að lús frá eldinu er talin drepa yfir 30% gönguseiða villtra laxa og þá skal draga úr fjölda eldislaxa. Á gulu ljósi telst eldislús drepa 10 – 30% gönguseiða villtra laxa. Þá þarf ekki að fækka eldislaxi, en ekki má bæta í. Í hvaða annarri matvælaframleiðslu byggðri á eldi dýra yrði talið ásættanlegt að snýkjudýr sem greininni fylgdi dræpi allt að 30% ungviðis og það hjá næsta bónda? Hvort og í hvaða mæli lús eða önnur óáran yrði vandi í Seyðisfirði veit enginn, en áhyggjuefni er hve stutt er í frægar laxveiðiár Vopnafjarðar og enn styttra í Héraðssand þar sem nýstirnið Jökulsá á Dal mætir hafinu. Lítið ef nokkurt samráð hefur verið haft við þá sem byggja hag sinn á þessum ám. Mörgu er ósvarað um hættuna sem einu stærsta æðarvarpi í heiminum, í Loðmundarfirði, kann að stafa af sjókvíaeldi í Seyðisfirði. Lítt rannsakaðar fornminjar á botni fjarðarins, s.s. skútur eru enn eitt biðskyldumerkið. Að rækjusjómenn í norður Noregi tengi hrun í veiðum við laxeldi nærri miðum leiðir hugann að rækjuslóð í Héraðsflóa. Þeir taka lengi við, útlendu vasarnir ! - og sjórinn? Umhverfisvandi og stjórnlaus vöxtur laxeldis knýr norsk yfirvöld til að koma böndum á greinina. Eldisfólki finnst að sér þrengt og leitar í íslenska firði. Ekki síst hagsmunir norskra fjármagnseigenda knýja nú á um að Seyðisfjörður verði vettvangur fyrir opnar fljótandi sjókvíar. Þeir hagsmunir geta orðið asískir eða amerískir á morgun eins og reynslan í Noregi sýnir. Þar gengur eldið kaupum og sölum í þeim mæli að „núna er norska laxeldið orðið vettvangur fyrir viðskiptabrask“, svo mjög að einn virtasti blaðamaður á sviði sjávarútvegs þar notar „laxalýðveldi“ í stað bananalýðveldis um Noreg. Báðar tilvitnanir eru í norsku verðlaunabókinaUndir yfirborðinu, sem fjallar um norska laxeldisævintýrið. Við vitum að raunverulegur hagnaður af iðnaði sem lýtur slíku eignarhaldi ratar oft(ast) í útlenda vasa og skilar sér ekki sem skyldi til íslensks samfélags bæði nær og fjær. Æ fleiri tala um að framleiðsla skuli vera sjálfbær og náttúran njóta vafans. Í því ljósi eru opnar fljótandi sjókvíar bæði tímaskekkja og nátttröll. Náttúruverndarfólk hefur náð þeim árangri að þeirri skoðun vex fylgi að færa ætti eldi í lokaðar sjókvíar eða í landkvíar. Í áliti meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis 17.maí 2019 (þjóðhátíðardagur Noregs 😊) með fiskeldislögunum, segir m.a.; Meiri hlutinn telur að ekki sé langt þangað til að eldi á frjóum laxi verði eingöngu stundað í lokuðum og hálflokuðum kvíum. Að því beri að stefna og í því skyni þarf á næstu árum að fara fram endurskoðun á lagaumhverfi fiskeldis þar sem tekið verður tillit til þeirra framfara sem hafa orðið, m.a. á eldisbúnaði. Úrgangslosun opinna sjókvía annars vegar og landkvía hins vegar er gerólík. Sumir segja þær fyrrnefndu losa sinn úrgang með málshættinum lengi tekur sjórinn við - kannski svolítið ýkt, eða er fótur fyrir því? Eigendur landkvía þrífa upp eftir sig líkt og aðrir sem ala dýr til matvælaframleiðslu. Sómi eða ósómi Múlaþings Laxeldi er hafið í Berufirði, Fáskrúðsfirði og Reyðarfirði, en ekki Seyðisfirði. Vinnu við skipulag haf- og strandsvæða fyrir Austurland er ekki lokið. Það eitt mælir sterklega gegn því að hefja laxeldi í Seyðisfirði. Að bíða ekki þess skipulags, jafngildir því að taka meðvitaða ákvörðun um að fótum troða mögulega hagsmuni annarra, bæði íbúa og rekstraraðila t.d. í ferðaþjónustu, auk náttúrunnar sjálfrar. Slíkt myndi ýta undir flokkadrætti og ósátt í litlu samfélagi sem væri neikvætt fyrir alla, líka eldisgeirann. Laxeldisfólk vill án efa sem mesta samfélagslega sátt um eldið þó kynningarleysi af þess hálfu hingað til beri þess lítt merki. Að framan er tæpt á því sem ég tel mæla gegn laxeldi í Seyðisfirði. Aðalatriðið er ónefnt, hið risastóra stöðvunarmerki sem íbúar á Seyðisfirði hafa sjálfir reist gegn öllum hugmyndum um laxeldi í firðinum. Að heil 55% þeirra skrifi undir svo afdráttarlausa yfirlýsingu gegn eldinu sem raun ber vitni leggur miklar skyldur á herðar kjörinna fulltrúa í Múlaþingi. Yfirlýsingin undirstrikar það mat fólks að í firðinum og frjóu frumkvöðlastarfi þar, ekki síst á sviði menningar, lista, ferðamennsku og afþreyingar búi miklir samfélagslegir möguleikar og að inn í þá mynd passi laxeldið einfaldlega ekki. Aðstandendur mótmælanna kynna sinn málstað á; www.va-felag.is Lýðræðisleg gildi og almenn virðing fyrir þeim veita mér þá vissu að ALLIR kjörnir fulltrúar í sveitarstjórn Múlaþings virði þetta stöðvunarmerki og tryggi rödd íbúanna áheyrn. Sjálfsögð og greiðfær leið til þess er að sveitarfélagið leggi til og vinni markvisst að því að eldisleyfunum verði vísað inn í vinnuna um skipulag haf- og strandsvæða. Það væri í anda þeirra laga sem Alþingi setti um fiskeldi fyrir tveimur árum. Þannig yrðu eldisleyfin vegin og metin með öðrum hagsmunum fólks, fjarðar og framtíðar. Sómi væri að slíku verklagi og ósómi að viðhafa það ekki. Höfundur er læknir fulltrúi VG í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar