Níu hundruð manns bólusettir á Selfossi í gær og í dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. apríl 2021 12:23 Margrét Björk Ólafsdóttir, hjúkrunarstjóri á heilsugæslustöð Selfoss, sem stýrir vinnunni við bólusetningarnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um fimm hundruð manns úr Hveragerði, Þorlákshöfn, uppsveitum Árnessýslu og frá Selfossi fá bólusetningu í dag og fjögur hundruð manns af þessum svæðum fengu bólusetningu í gær. Árgangarnir sem fengu bólusetningu í gær og í dag eru fæddir 1948, 1949, 1950 og 1951, ásamt öllum 70 ára og eldri, sem gátu ekki mætt í bólusetningu á þeim tíma sem þeir voru boðaðir. Einnig er unnið að bólusetningum í öðrum forgangshópnum. Margrét Björk Ólafsdóttir, hjúkrunarstjóri á heilsugæslustöð Selfoss stýrir vinnunni við bólusetningarnar, sem fara fram í Vallaskóla á Selfossi. „Við erum að klára núna um helgina 70 ára og eldri og eru núna að fara að bólusetja fólk með undirliggjandi sjúkdóma, sem eru næstir hjá okkur, þannig að þetta gengur alveg glimrandi vel,“ segir Margrét. Er ekki fólk ánægt þegar sprautan er komin? „Jú, mjög ánægt, það eru allir mjög ánægðir að fá loksins sprautuna." Margrét segir að það séu um 25 starfsmenn frá heilsugæslustöðvunum sem vinna í kringum blöndum efnisins og við að sprauta fólk, auki ýmissar pappírsvinnu. „Það er mjög mikið álag, það fer rosalega mikið í þessar bólusetningar og svo erum við náttúrulega að sinna sýnatökum líka, þannig að þetta er mjög mikið álag, og líka mikið af símtölum, þannig að maður hugsar, hvað gerðum við áður en þetta kom,“ segir Margrét. Nú hefur heyrst smá gagnrýni að það gangi illa að bólusetja á Selfossi, þið séuð á eftir öðrum, er það rétt eða rangt? „Ég myndi segja að það væri rangt, það gengur sama yfir alla“. Margrét og hennar starfsfólk hefur meira en nóg að gera við bólusetningar og allt í kringum þær.Heimaíða HSu Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands er mjög ánægð með hvað bólusetningar ganga vel á Suðurlandi og hvað starfsfólk stendur til sig vel. „Þetta gengur mjög vel, fólk bara mætir um leið og það fær boðun og við bólusetjum um leið og efnið kemur til okkar. Ég er gríðarlega ánægð með fólkið mitt, það stendur sig frábærlega og við erum bara mjög stolt að vera með svona öflugt heilbrigðisteymi á Suðurlandi,“ segir Díana. Hveragerði Ölfus Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Árgangarnir sem fengu bólusetningu í gær og í dag eru fæddir 1948, 1949, 1950 og 1951, ásamt öllum 70 ára og eldri, sem gátu ekki mætt í bólusetningu á þeim tíma sem þeir voru boðaðir. Einnig er unnið að bólusetningum í öðrum forgangshópnum. Margrét Björk Ólafsdóttir, hjúkrunarstjóri á heilsugæslustöð Selfoss stýrir vinnunni við bólusetningarnar, sem fara fram í Vallaskóla á Selfossi. „Við erum að klára núna um helgina 70 ára og eldri og eru núna að fara að bólusetja fólk með undirliggjandi sjúkdóma, sem eru næstir hjá okkur, þannig að þetta gengur alveg glimrandi vel,“ segir Margrét. Er ekki fólk ánægt þegar sprautan er komin? „Jú, mjög ánægt, það eru allir mjög ánægðir að fá loksins sprautuna." Margrét segir að það séu um 25 starfsmenn frá heilsugæslustöðvunum sem vinna í kringum blöndum efnisins og við að sprauta fólk, auki ýmissar pappírsvinnu. „Það er mjög mikið álag, það fer rosalega mikið í þessar bólusetningar og svo erum við náttúrulega að sinna sýnatökum líka, þannig að þetta er mjög mikið álag, og líka mikið af símtölum, þannig að maður hugsar, hvað gerðum við áður en þetta kom,“ segir Margrét. Nú hefur heyrst smá gagnrýni að það gangi illa að bólusetja á Selfossi, þið séuð á eftir öðrum, er það rétt eða rangt? „Ég myndi segja að það væri rangt, það gengur sama yfir alla“. Margrét og hennar starfsfólk hefur meira en nóg að gera við bólusetningar og allt í kringum þær.Heimaíða HSu Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands er mjög ánægð með hvað bólusetningar ganga vel á Suðurlandi og hvað starfsfólk stendur til sig vel. „Þetta gengur mjög vel, fólk bara mætir um leið og það fær boðun og við bólusetjum um leið og efnið kemur til okkar. Ég er gríðarlega ánægð með fólkið mitt, það stendur sig frábærlega og við erum bara mjög stolt að vera með svona öflugt heilbrigðisteymi á Suðurlandi,“ segir Díana.
Hveragerði Ölfus Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira