Fóru út að borða og fá 2,3 milljóna króna sekt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. apríl 2021 22:49 Parísarbúar virðast óþreyjufullir og vilja komast aftur út á lífið. Getty/Kiran Ridley Meira en 100 gestir á veitingastað í París hafa verið sektaðir fyrir að hafa brotið sóttvarnareglur. Þá hefur veitingastjórinn á staðnum verið handtekinn vegna málsins. Lögreglumenn voru kallaðir út eftir að mikil læti bárust frá veitingastaðnum og komu þeir að þéttsetnum staðnum. Öll fyrirtæki, sem ekki teljast sem nauðsynleg, eiga að vera lokuð samkvæmt sóttvarnareglum. Lögreglan í Frakklandi hóf fyrr í vikunni viðamikla rannsókn vegna veitingastaða sem sagðir eru bjóða gestum inn fyrir sínar dyr þrátt fyrir takmarkanir. Kampavín og kavíar Í síðustu viku birti sjónvarpsstöðin M6 myndbandsupptökur sem sagðar eru vera af veitingastað sem átti að vera lokaður. Myndavélin var falin og sjást gestir borða kavíar, drekka kampavín og trufflur á fínum veitingastað. Þá heyrast veitingamenn segja gestum að þeir geti tekið niður vitgrímur á veitingastaðnum. Í kjölfarið skipaði innanríkisráðherra Frakklands, Gérald Darmanin, lögreglunni að rannsaka slíkar samkomur – sem ganga þvert gegn sóttvarnareglum vegna kórónuveirufaraldursins – og sagði slíkar samkomur óásættanlegar. Síðast á föstudag þurfti lögregla að grípa inn í þegar í ljós kom að meira en 110 manns voru saman komin á veitingastað í 19. hverfi borgarinnar. Háar fjárhæðir og fangelsisvist Brjóti fólk sóttvarnareglur í Frakklandi getur það átt yfir höfði sér allt að árs langa fangelsisvist og 15 þúsund evra sekt, sem samsvarar um 2,3 milljónum íslenskra króna. Með sóttvarnabrotum stefni fólk lífi annarra í hættu. Gestir veitingastaðarins gætu því átt von á himinháum sektum en við gæti bæst 135 evru, eða um 20 þúsund króna, sekt fyrir að virða ekki útivistarbann, og aðra 135 evru sekt fyrir að bera ekki grímur fyrir vitum. Útbreiðsla faraldursins í Frakklandi virðist lítið hægja á sér og eftir nokkrar erfiðar vikur voru hertar takmarkanir settar á um land allt. Yfirvöld óttuðust að héldi faraldurinn áfram á þeirri leið sem hann var gætu sjúkrahús átt það á hættu að geta ekki haldið í við fjölda sjúklinga. Allir skólar og ónauðsynlegar búðir hafa lokað og útgöngubann er í gildi á milli klukkan 19 og 06. Meira en fimm milljónir hafa smitast af kórónuveirunni í Frakklandi og minnst 98.202 dáið af völdum hennar. Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Sjá meira
Lögreglumenn voru kallaðir út eftir að mikil læti bárust frá veitingastaðnum og komu þeir að þéttsetnum staðnum. Öll fyrirtæki, sem ekki teljast sem nauðsynleg, eiga að vera lokuð samkvæmt sóttvarnareglum. Lögreglan í Frakklandi hóf fyrr í vikunni viðamikla rannsókn vegna veitingastaða sem sagðir eru bjóða gestum inn fyrir sínar dyr þrátt fyrir takmarkanir. Kampavín og kavíar Í síðustu viku birti sjónvarpsstöðin M6 myndbandsupptökur sem sagðar eru vera af veitingastað sem átti að vera lokaður. Myndavélin var falin og sjást gestir borða kavíar, drekka kampavín og trufflur á fínum veitingastað. Þá heyrast veitingamenn segja gestum að þeir geti tekið niður vitgrímur á veitingastaðnum. Í kjölfarið skipaði innanríkisráðherra Frakklands, Gérald Darmanin, lögreglunni að rannsaka slíkar samkomur – sem ganga þvert gegn sóttvarnareglum vegna kórónuveirufaraldursins – og sagði slíkar samkomur óásættanlegar. Síðast á föstudag þurfti lögregla að grípa inn í þegar í ljós kom að meira en 110 manns voru saman komin á veitingastað í 19. hverfi borgarinnar. Háar fjárhæðir og fangelsisvist Brjóti fólk sóttvarnareglur í Frakklandi getur það átt yfir höfði sér allt að árs langa fangelsisvist og 15 þúsund evra sekt, sem samsvarar um 2,3 milljónum íslenskra króna. Með sóttvarnabrotum stefni fólk lífi annarra í hættu. Gestir veitingastaðarins gætu því átt von á himinháum sektum en við gæti bæst 135 evru, eða um 20 þúsund króna, sekt fyrir að virða ekki útivistarbann, og aðra 135 evru sekt fyrir að bera ekki grímur fyrir vitum. Útbreiðsla faraldursins í Frakklandi virðist lítið hægja á sér og eftir nokkrar erfiðar vikur voru hertar takmarkanir settar á um land allt. Yfirvöld óttuðust að héldi faraldurinn áfram á þeirri leið sem hann var gætu sjúkrahús átt það á hættu að geta ekki haldið í við fjölda sjúklinga. Allir skólar og ónauðsynlegar búðir hafa lokað og útgöngubann er í gildi á milli klukkan 19 og 06. Meira en fimm milljónir hafa smitast af kórónuveirunni í Frakklandi og minnst 98.202 dáið af völdum hennar.
Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Sjá meira