Fresta dreifingu á bóluefni Janssen í Evrópu Atli Ísleifsson skrifar 13. apríl 2021 14:24 Von er á fyrstu sendingu af Janssen-bóluefninu til Íslands í fyrramálið. EPA Bandaríska lyfjafyrirtækið Johnson & Johnson hefur ákveðið að fresta dreifingu á Janssen-bóluefninu í Evrópu. Þetta er gert í kjölfar ákvörðunar Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna að stöðva tímabundið notkun bóluefnisins líkt og sagt var frá í morgun. Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því í morgun að minnst sex konur á aldrinum átján til 48 ára hafi fengið blóðtappa innan við tveimur vikum eftir bólusetningu með bóluefninu Janssen. Ein þeirra sé látin og ein á sjúkrahúsi og er ástand hennar sagt alvarlegt. Júlía Rós Atladóttir, framkvæmdastjóri Distica sem sér um dreifingu bóluefna hérlendis, segir í samtali við Vísi að fyrsta sendingin með bóluefni Janssen sé þegar lögð af stað til landsins og væntanleg í fyrramálið. Er um að ræða 2.400 skammta. Distica hafi enn sem komið er ekkert heyrt frá Johnson & Johnson um það að til standi að fresta drefingu efnisins. „Það á þá kannski við næstu sendingu sem væntanleg er hingað til lands.“ Samkvæmt áætlun var svo von á 2.400 skömmtum til viðbótar af bóluefni Janssen 26. apríl næstkomandi. Í tilkynningu frá Johnson & Johnson segir að alls hafi 6,8 milljónir skammta verið gefnir í Bandaríkjunum. Öryggi og heill notenda vara fyrirtækisins sé hins vegar forgangsatriði og því hafi fyrirtækið nú tekið ákvörðun um að fresta dreifingu efnisins í Evrópu. Aðeins þarf einn skammt af bóluefni Janssen til að veita vörn gegn Covid-19 sem er ólíkt því sem á við um önnur bóluefni sem komin eru á markað. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Þúsundir skammta af bóluefni til landsins í vikunni Á þriðja þúsund skammta af bóluefni Janssen eru væntanlegir hingað til lands á miðvikudaginn. Eru þetta fyrstu skammtar bóluefnisins sem sendir eru hingað til lands en um er að ræða eina bóluefnið við kórónuveirunni sem tekið hefur verið í notkun og er gefið í einni sprautu. 11. apríl 2021 16:26 Stöðva notkun bóluefnis Johnson & Johnson tímabundið Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum ætla að kalla eftir því að hlé verði gert á notkun bóluefnis Johnsons & Johnson vegna blóðtappatilfella sem hafa greinst. Alríkið mun hætta notkun bóluefnisins um tíma og einstök ríki hvött til þess að gera hið sama. 13. apríl 2021 11:20 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því í morgun að minnst sex konur á aldrinum átján til 48 ára hafi fengið blóðtappa innan við tveimur vikum eftir bólusetningu með bóluefninu Janssen. Ein þeirra sé látin og ein á sjúkrahúsi og er ástand hennar sagt alvarlegt. Júlía Rós Atladóttir, framkvæmdastjóri Distica sem sér um dreifingu bóluefna hérlendis, segir í samtali við Vísi að fyrsta sendingin með bóluefni Janssen sé þegar lögð af stað til landsins og væntanleg í fyrramálið. Er um að ræða 2.400 skammta. Distica hafi enn sem komið er ekkert heyrt frá Johnson & Johnson um það að til standi að fresta drefingu efnisins. „Það á þá kannski við næstu sendingu sem væntanleg er hingað til lands.“ Samkvæmt áætlun var svo von á 2.400 skömmtum til viðbótar af bóluefni Janssen 26. apríl næstkomandi. Í tilkynningu frá Johnson & Johnson segir að alls hafi 6,8 milljónir skammta verið gefnir í Bandaríkjunum. Öryggi og heill notenda vara fyrirtækisins sé hins vegar forgangsatriði og því hafi fyrirtækið nú tekið ákvörðun um að fresta dreifingu efnisins í Evrópu. Aðeins þarf einn skammt af bóluefni Janssen til að veita vörn gegn Covid-19 sem er ólíkt því sem á við um önnur bóluefni sem komin eru á markað.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Þúsundir skammta af bóluefni til landsins í vikunni Á þriðja þúsund skammta af bóluefni Janssen eru væntanlegir hingað til lands á miðvikudaginn. Eru þetta fyrstu skammtar bóluefnisins sem sendir eru hingað til lands en um er að ræða eina bóluefnið við kórónuveirunni sem tekið hefur verið í notkun og er gefið í einni sprautu. 11. apríl 2021 16:26 Stöðva notkun bóluefnis Johnson & Johnson tímabundið Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum ætla að kalla eftir því að hlé verði gert á notkun bóluefnis Johnsons & Johnson vegna blóðtappatilfella sem hafa greinst. Alríkið mun hætta notkun bóluefnisins um tíma og einstök ríki hvött til þess að gera hið sama. 13. apríl 2021 11:20 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Þúsundir skammta af bóluefni til landsins í vikunni Á þriðja þúsund skammta af bóluefni Janssen eru væntanlegir hingað til lands á miðvikudaginn. Eru þetta fyrstu skammtar bóluefnisins sem sendir eru hingað til lands en um er að ræða eina bóluefnið við kórónuveirunni sem tekið hefur verið í notkun og er gefið í einni sprautu. 11. apríl 2021 16:26
Stöðva notkun bóluefnis Johnson & Johnson tímabundið Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum ætla að kalla eftir því að hlé verði gert á notkun bóluefnis Johnsons & Johnson vegna blóðtappatilfella sem hafa greinst. Alríkið mun hætta notkun bóluefnisins um tíma og einstök ríki hvött til þess að gera hið sama. 13. apríl 2021 11:20