Fyrstu þyrluflugferðinni seinkar vegna hugbúnaðaruppfærslu Kjartan Kjartansson skrifar 14. apríl 2021 09:30 Sjálfsmynd sem Perseverance tók af sér og Ingenuity á Mars 6. apríl 2021. NASA/JPL-Caltech/MSSS Ný dagsetning fyrir fyrstu flugferð þyrilvængjunnar Ingenuity á reikistjörnunni Mars verður ákveðin í næstu viku ef allt gengur að óskum. Ferðinni var frestað eftir að hnökrar komu fram við undirbúning fyrir helgi og þurfa verkfræðingar að uppfæra flugstjórnarhugbúnað vængjunnar. Upphaflega var áætlað að Ingenuity gæti flogið í fyrsta lagi á sunnudag. Eftir að villa kom upp við prófun á þyrli hennar á föstudag var ákveðið að fresta því fram til dagsins í dag í fyrsta lagi. Í tilkynningu á vefsíðu bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA kemur fram að ýmsar mögulegar lausnir hafi verið prófaðar um helgina. Sú sem lofar bestu var að breyta og setja aftur upp flugstjórnarhugbúnað þyrilvængjunnar. Nú er unnið að því að fara yfir uppfærsluna og sannprófa hana. Tímafrekt er að sannprófa hugbúnaðinn og hlaða honum upp til Ingenuity á Mars. Þegar því ferli hefur verið lokið á undirbúningur fyrir fyrstu flugferðina að hefjast á ný. „Besta mat okkar á dagsetningu fyrir flugferð er fljótandi þessa stundina en við vinnum að því að ná þessum áföngum og setjum dagsetningu fyrir flugferð í næstu viku,“ segir í tilkynningu NASA. Ingenuity er lítil þyrilvængja sem vegur innan við tvö kíló. Hún var farþegi undir kviðnum á könnunarjeppanum Perseverance sem lenti á Mars í febrúar. Eini tilgangur hennar er að prófa flug á öðrum hnetti og eru engin vísindatæki um borð. NASA segir að vængjunni heilsist vel. Afl, samskiptakerfi og hitastjórnun er stöðug. Mars Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Fresta fyrsta þyrlufluginu á Mars Ákveðið hefur verið að fresta fyrstu tilraunaflugferð þyrilvængjunnar Ingenuity á reikistjörnunni Mars. Til stóða að fljúga henni í fyrsta lagi í dag en eftir að hnökrar komu í ljós við undirbúning á föstudag var ákveðið að seinka því. 11. apríl 2021 11:11 Búa sig undir fyrsta þyrluflugið á öðrum hnetti Undirbúningur fyrir fyrsta flug þyrilvængjunnar Ingenuity á Mars er nú í fullum gangi. Flygildið var losað undan könnunarjeppanum Perseverance um helgina og stefnt er að fyrstu flugferðinni á sunnudag. Það verður fyrsta farartæki manna sem flýgur á annarri reikistjörnu undir eigin afli. 7. apríl 2021 23:57 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Upphaflega var áætlað að Ingenuity gæti flogið í fyrsta lagi á sunnudag. Eftir að villa kom upp við prófun á þyrli hennar á föstudag var ákveðið að fresta því fram til dagsins í dag í fyrsta lagi. Í tilkynningu á vefsíðu bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA kemur fram að ýmsar mögulegar lausnir hafi verið prófaðar um helgina. Sú sem lofar bestu var að breyta og setja aftur upp flugstjórnarhugbúnað þyrilvængjunnar. Nú er unnið að því að fara yfir uppfærsluna og sannprófa hana. Tímafrekt er að sannprófa hugbúnaðinn og hlaða honum upp til Ingenuity á Mars. Þegar því ferli hefur verið lokið á undirbúningur fyrir fyrstu flugferðina að hefjast á ný. „Besta mat okkar á dagsetningu fyrir flugferð er fljótandi þessa stundina en við vinnum að því að ná þessum áföngum og setjum dagsetningu fyrir flugferð í næstu viku,“ segir í tilkynningu NASA. Ingenuity er lítil þyrilvængja sem vegur innan við tvö kíló. Hún var farþegi undir kviðnum á könnunarjeppanum Perseverance sem lenti á Mars í febrúar. Eini tilgangur hennar er að prófa flug á öðrum hnetti og eru engin vísindatæki um borð. NASA segir að vængjunni heilsist vel. Afl, samskiptakerfi og hitastjórnun er stöðug.
Mars Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Fresta fyrsta þyrlufluginu á Mars Ákveðið hefur verið að fresta fyrstu tilraunaflugferð þyrilvængjunnar Ingenuity á reikistjörnunni Mars. Til stóða að fljúga henni í fyrsta lagi í dag en eftir að hnökrar komu í ljós við undirbúning á föstudag var ákveðið að seinka því. 11. apríl 2021 11:11 Búa sig undir fyrsta þyrluflugið á öðrum hnetti Undirbúningur fyrir fyrsta flug þyrilvængjunnar Ingenuity á Mars er nú í fullum gangi. Flygildið var losað undan könnunarjeppanum Perseverance um helgina og stefnt er að fyrstu flugferðinni á sunnudag. Það verður fyrsta farartæki manna sem flýgur á annarri reikistjörnu undir eigin afli. 7. apríl 2021 23:57 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Fresta fyrsta þyrlufluginu á Mars Ákveðið hefur verið að fresta fyrstu tilraunaflugferð þyrilvængjunnar Ingenuity á reikistjörnunni Mars. Til stóða að fljúga henni í fyrsta lagi í dag en eftir að hnökrar komu í ljós við undirbúning á föstudag var ákveðið að seinka því. 11. apríl 2021 11:11
Búa sig undir fyrsta þyrluflugið á öðrum hnetti Undirbúningur fyrir fyrsta flug þyrilvængjunnar Ingenuity á Mars er nú í fullum gangi. Flygildið var losað undan könnunarjeppanum Perseverance um helgina og stefnt er að fyrstu flugferðinni á sunnudag. Það verður fyrsta farartæki manna sem flýgur á annarri reikistjörnu undir eigin afli. 7. apríl 2021 23:57