Danir hætta alfarið notkun bóluefnis AstraZeneca Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. apríl 2021 10:47 Mörg Evrópuríki hættu að bólusetja með bóluefni AstraZeneca nú í vor eftir að upp komu tilfelli blóðtappa í fólki sem bólusett hafði verið með efninu. Flest ríkjanna hafa gefið grænt ljós á bólusetningu með efninu á ný, þar á meðal Ísland. Vísir/vilhelm Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að hætta að nota bóluefni lyfjaframleiðandans AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Frá þessu er greint í dönskum fjölmiðlum í dag. Notkun bóluefnis AstraZeneca var stöðvuð tímabundið í Danmörku og fleiri Evrópuríkjum, þar á meðal Íslandi, í mars eftir að tilkynnt var um nokkur tilfelli sjaldgæfra blóðtappa hjá fólki sem hafði verið bólusett með efninu. Lyfjastofnun Evrópu gaf það svo út í síðustu viku að áfram væri mælt með notkun bóluefnisins og að ávinningur af efninu vegi þyngra en áhættan. Blóðtappatilfellin væru ákaflega sjaldgæf en þó væru möguleg tengsl milli þeirra og bóluefnisins. Flest ríki sem hættu tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca hafa hafið bólusetningar með efninu að nýju. Það höfðu Danir hins vegar ekki gert - og munu ekki gera úr þessu, samkvæmt fréttum dönsku miðlanna Politiken og TV 2. Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hafa boðað til blaðamannafundar vegna bóluefnis AstraZeneca klukkan 14 að dönskum tíma í dag. Samkvæmt frétt Politiken hafa Danir samið um kaup á 2,4 milljónum skammta af bóluefni AstraZeneca. Bólusetningu gegn kórónuveirunni í Danmörku mun seinka um nokkrar vikur vegna þessa. Janssen á ís Politiken og TV 2 greina jafnframt frá því að bólusetningu með bóluefni Janssen verði frestað tímabundið í Danmörku vegna tilkynninga um sambærileg blóðtappatilfelli. Fyrstu skammtar af efninu, rúmlega 38 þúsund talsins, komu til Danmerkur í morgun. Janssen tilkynnti í gær að fyrirtækið hygðist fresta dreifingu efnisins í Evrópu. Ákvörðunin var tekin eftir að bandarísk heilbrigðisyfirvöld stöðvuðu tímabundið notkun bóluefnisins vegna áðurnefndra blóðtappatilkynninga. Loks var greint frá því í morgun að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hygðist ekki framlengja samninga sína við framleiðendur svokallaðra genaferjubóluefna á borð við AstraZeneca og Janssen (Johnson & Johnson) sem renna út í árslok. Sambandið muni þess í stað leggja áherslu á kaup á svokölluðu mRNA-bóluefni, líkt og frá Pfizer og Moderna. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Danmörk Tengdar fréttir Framlengja ekki samninga sína við AstraZeneca og Johnson & Johnson Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hyggst ekki framlengja samninga sína við framleiðendur bóluefna á borð AstraZeneca og Johnson & Johnson sem renna út í árslok. 14. apríl 2021 08:13 Fleiri bólusettir í dag en búist var við Fleiri komust að í bólusetningum í dag en gert var ráð fyrir eða hátt í sex þúsund manns. Stefnt er að því að klára að bólusetja alla eldri en sextíu og fimm ára með undirliggjandi sjúkdóma í næstu viku og hefja þá bólusetningu fólks í þeim hópi sem er yngra en sextíu og fjögurra ára. 13. apríl 2021 19:20 Fresta bólusetningu með bóluefni Janssen Þórólfur Guðnason segir að beðið verði með bólusetningar með bóluefni Janssen þar til betri upplýsingar liggja fyrir um mögulegar aukaverkanir. 13. apríl 2021 15:56 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Notkun bóluefnis AstraZeneca var stöðvuð tímabundið í Danmörku og fleiri Evrópuríkjum, þar á meðal Íslandi, í mars eftir að tilkynnt var um nokkur tilfelli sjaldgæfra blóðtappa hjá fólki sem hafði verið bólusett með efninu. Lyfjastofnun Evrópu gaf það svo út í síðustu viku að áfram væri mælt með notkun bóluefnisins og að ávinningur af efninu vegi þyngra en áhættan. Blóðtappatilfellin væru ákaflega sjaldgæf en þó væru möguleg tengsl milli þeirra og bóluefnisins. Flest ríki sem hættu tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca hafa hafið bólusetningar með efninu að nýju. Það höfðu Danir hins vegar ekki gert - og munu ekki gera úr þessu, samkvæmt fréttum dönsku miðlanna Politiken og TV 2. Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hafa boðað til blaðamannafundar vegna bóluefnis AstraZeneca klukkan 14 að dönskum tíma í dag. Samkvæmt frétt Politiken hafa Danir samið um kaup á 2,4 milljónum skammta af bóluefni AstraZeneca. Bólusetningu gegn kórónuveirunni í Danmörku mun seinka um nokkrar vikur vegna þessa. Janssen á ís Politiken og TV 2 greina jafnframt frá því að bólusetningu með bóluefni Janssen verði frestað tímabundið í Danmörku vegna tilkynninga um sambærileg blóðtappatilfelli. Fyrstu skammtar af efninu, rúmlega 38 þúsund talsins, komu til Danmerkur í morgun. Janssen tilkynnti í gær að fyrirtækið hygðist fresta dreifingu efnisins í Evrópu. Ákvörðunin var tekin eftir að bandarísk heilbrigðisyfirvöld stöðvuðu tímabundið notkun bóluefnisins vegna áðurnefndra blóðtappatilkynninga. Loks var greint frá því í morgun að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hygðist ekki framlengja samninga sína við framleiðendur svokallaðra genaferjubóluefna á borð við AstraZeneca og Janssen (Johnson & Johnson) sem renna út í árslok. Sambandið muni þess í stað leggja áherslu á kaup á svokölluðu mRNA-bóluefni, líkt og frá Pfizer og Moderna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Danmörk Tengdar fréttir Framlengja ekki samninga sína við AstraZeneca og Johnson & Johnson Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hyggst ekki framlengja samninga sína við framleiðendur bóluefna á borð AstraZeneca og Johnson & Johnson sem renna út í árslok. 14. apríl 2021 08:13 Fleiri bólusettir í dag en búist var við Fleiri komust að í bólusetningum í dag en gert var ráð fyrir eða hátt í sex þúsund manns. Stefnt er að því að klára að bólusetja alla eldri en sextíu og fimm ára með undirliggjandi sjúkdóma í næstu viku og hefja þá bólusetningu fólks í þeim hópi sem er yngra en sextíu og fjögurra ára. 13. apríl 2021 19:20 Fresta bólusetningu með bóluefni Janssen Þórólfur Guðnason segir að beðið verði með bólusetningar með bóluefni Janssen þar til betri upplýsingar liggja fyrir um mögulegar aukaverkanir. 13. apríl 2021 15:56 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Framlengja ekki samninga sína við AstraZeneca og Johnson & Johnson Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hyggst ekki framlengja samninga sína við framleiðendur bóluefna á borð AstraZeneca og Johnson & Johnson sem renna út í árslok. 14. apríl 2021 08:13
Fleiri bólusettir í dag en búist var við Fleiri komust að í bólusetningum í dag en gert var ráð fyrir eða hátt í sex þúsund manns. Stefnt er að því að klára að bólusetja alla eldri en sextíu og fimm ára með undirliggjandi sjúkdóma í næstu viku og hefja þá bólusetningu fólks í þeim hópi sem er yngra en sextíu og fjögurra ára. 13. apríl 2021 19:20
Fresta bólusetningu með bóluefni Janssen Þórólfur Guðnason segir að beðið verði með bólusetningar með bóluefni Janssen þar til betri upplýsingar liggja fyrir um mögulegar aukaverkanir. 13. apríl 2021 15:56