Grindvíkingar sultuslakir þótt gjósi bak við hólinn Kristján Már Unnarsson skrifar 14. apríl 2021 23:20 Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar hf., við Grindavíkurhöfn í dag. Sigurjón Ólason Nærri fjögurra vikna eldgos í bakgarði Grindavíkur virðist ekki hafa truflað daglegt líf Grindvíkinga. Það er rétt eins og gosið sé orðið eðlilegur hluti mannlífsins. Í gegnum Íslandssöguna hafa eldgos verið helsta náttúruógnin og stundum leitt hörmungar yfir þjóðina. Lengi var það áhyggjuefni margra: Hvað ef gos kæmi nú upp á Reykjanesskaga nálægt mesta þéttbýli landsins og aðalflugvellinum? Börn í Grindavík ærslast á belgnum í dag. Eldgos í útjaðri bæjarins virðist ekki hafa nein áhrif á leiki barnanna.Sigurjón Ólason Núna erum við búin hafa að hafa eldgos í næstum fjórar vikur í bakgarðinum í Grindavík, aðeins átta kílómetra frá næstu húsum byggðarinnar, sem er álíka og vegalengdin milli Hallgrímskirkju og Rauðavatns í Reykjavík. Grindvíkingar sækja ennþá sjóinn þrátt fyrir eldgos. Í fréttum Stöðvar 2 sáum við að verið var að landa úr togara í höfninni í dag. Sjómenn að störfum í Grindavíkurhöfn í dag. Athafnalíf gengur sinn vanagang.Sigurjón Ólason „Það truflar engar veiðar og það hafa allir gaman að því að fylgjast með gosinu og tala um það líka,“ segir Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar hf. Orkuverið í Svartsengi er á fullum dampi. „Öll starfsemi er bara eðlileg. Við framleiðum rafmagn, heitt vatn og ferskt vatn og veitum því um allt svæðið,“ segir Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá HS Orku, og segir enga hnökra hafa orðið á starfseminni vegna eldgossins. Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður hjá HS Orku.Sigurjón Ólason Á leikskólanum Laut virðist lífið áhyggjulaust. „Við bara höldum áfram eins og venjulega núna. Það hefur ekki áhrif á börnin eða starfsfólkið. Svo við erum eiginlega bara sultuslök yfir þessu,“ segir Fríða Egilsdóttir, leikskólastjóri í Laut. Í félagsstarfinu á elliheimilinu hittum við nokkra eldri borgara og spurðum hvort eldgosið væri að trufla gamla fólkið í Grindavík. „Nei, ekki okkur hérna,“ svarar Birna Óladóttir. „Ég er bara svolítið hissa á traffíkinni,“ bætir hún við. Eldgosið hafði ekki truflað konurnar sem við hittum í félagsstarfi eldri borgara í Miðgarði. Þær heita Birna Óladóttir, Margrét Sigurðardóttir, Ragna Fossádal og Guðbjörg Jónsdóttir.Sigurjón Ólason -Þið hafið ekki upplifað gosið sem ógn? „Nei, nei. Ég var bara fegin þegar kom gos. Þá hættu jarðskjálftarnir,“ svarar Guðbjörg Jónsdóttir. „Þetta er búið að lyfta andanum hér í Grindavík alveg óhemju. Því að fyrir gosið vorum við bara í jarðskjálftum og sumir voru alveg að gefast upp á þeim,“ segir Gunnar Tómasson. Fríða Egilsdóttir, leikskólastjóri í Laut.Sigurjón Ólason „Eina sem við vorum kannski svolítið stressuð yfir þegar kraðakið var sem mest hérna; maður komst ekki heim til sín út af bílamergð. Þá hugsaði maður með sér: Vonandi verður þetta ekki svona næstu vikurnar eða mánuðina. En þetta hefur allt róast,“ segir Fríða. „Ég hugsa að þeir sem ekki eru Íslendingar myndu varla trúa því ef maður myndi segja þeim þessa sögu að það væri eldgos hérna hinumegin við hólinn,“ segir Jóhann Snorri. „Maður kíkir hérna út á kvöldin og býður gosinu góða nótt. Maður er orðinn vanur því að sjá svona bjarma yfir bænum. Maður er svo fljótur að aðlagast,“ segir Fríða. Spjallað saman í veðurblíðu í Grindavík í dag.Sigurjón Ólason -En verður gosið kannski til góðs fyrir Grindavík? „Já, engin spurning. Til góðs fyrir Ísland. Bara svo lengi sem þetta fer ekki úr böndunum, segi ég,“ svarar Gunnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá Mývetninga rifja upp Kröfluelda: Grindavík Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Röð bíla klýfur Grindavík í tvennt: Lokað fyrir umferð að gosstöðvunum tímabundið Ákveðið hefur verið að loka fyrir umferð að eldstöðinni í Geldingadali tímabundið og óvíst er hvort að opnað verði aftur í kvöld. Gríðarleg bílaröð hefur myndast frá bílastæðum við upphaf gönguleiðarinnar og í gegnum Grindavík. 30. mars 2021 17:56 „Þetta er einhver heppilegasti staður á Reykjanesskaga fyrir hraungos“ Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur, segir að eldgosið sem hófst fyrr í kvöld í Geldingadal við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga sé að koma upp á heppilegasta stað á skaganum. Svo virðist sem gosið sé lítið og að því fylgi lítill órói. 19. mars 2021 23:27 Landsmenn hafa boðið Grindvíkingum sumarbústaði til jarðskjálftahvíldar Bæjarstjóri Grindavíkur segir að fjöldi Grindvíkinga hafi flúið bæinn til þess að hvíla sig á jarðskjálftunum. Margir hafi ekki fengið nætursvefn svo dögum skipti og biðlar hann til hóteleigenda að bjóða Grindvíkingum hagstæð tilboð svo þeir komist burt. 15. mars 2021 20:01 Slökkvibíllinn með sírenur átti að slökkva í eldgosinu Gosnóttin á Heimaey gleymist seint þeim sem upplifðu hana; að vakna upp við jarðeld og þurfa að yfirgefa heimili sitt í skyndi. Eyjamenn sem settust að í Grindavík rifja upp 23. janúar 1973. 11. mars 2020 20:00 Hefur tvisvar á ævinni neyðst til að yfirgefa heimili sitt vegna eldgoss Kona undir Eyjafjöllum sem neyddist til að flytja af bújörð sinni eftir eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 hafði einnig lent í því sem barn að þurfa að flýja Heimaeyjargosið árið 1973. 6. apríl 2020 21:42 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Innlent Fleiri fréttir Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Sjá meira
Í gegnum Íslandssöguna hafa eldgos verið helsta náttúruógnin og stundum leitt hörmungar yfir þjóðina. Lengi var það áhyggjuefni margra: Hvað ef gos kæmi nú upp á Reykjanesskaga nálægt mesta þéttbýli landsins og aðalflugvellinum? Börn í Grindavík ærslast á belgnum í dag. Eldgos í útjaðri bæjarins virðist ekki hafa nein áhrif á leiki barnanna.Sigurjón Ólason Núna erum við búin hafa að hafa eldgos í næstum fjórar vikur í bakgarðinum í Grindavík, aðeins átta kílómetra frá næstu húsum byggðarinnar, sem er álíka og vegalengdin milli Hallgrímskirkju og Rauðavatns í Reykjavík. Grindvíkingar sækja ennþá sjóinn þrátt fyrir eldgos. Í fréttum Stöðvar 2 sáum við að verið var að landa úr togara í höfninni í dag. Sjómenn að störfum í Grindavíkurhöfn í dag. Athafnalíf gengur sinn vanagang.Sigurjón Ólason „Það truflar engar veiðar og það hafa allir gaman að því að fylgjast með gosinu og tala um það líka,“ segir Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar hf. Orkuverið í Svartsengi er á fullum dampi. „Öll starfsemi er bara eðlileg. Við framleiðum rafmagn, heitt vatn og ferskt vatn og veitum því um allt svæðið,“ segir Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá HS Orku, og segir enga hnökra hafa orðið á starfseminni vegna eldgossins. Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður hjá HS Orku.Sigurjón Ólason Á leikskólanum Laut virðist lífið áhyggjulaust. „Við bara höldum áfram eins og venjulega núna. Það hefur ekki áhrif á börnin eða starfsfólkið. Svo við erum eiginlega bara sultuslök yfir þessu,“ segir Fríða Egilsdóttir, leikskólastjóri í Laut. Í félagsstarfinu á elliheimilinu hittum við nokkra eldri borgara og spurðum hvort eldgosið væri að trufla gamla fólkið í Grindavík. „Nei, ekki okkur hérna,“ svarar Birna Óladóttir. „Ég er bara svolítið hissa á traffíkinni,“ bætir hún við. Eldgosið hafði ekki truflað konurnar sem við hittum í félagsstarfi eldri borgara í Miðgarði. Þær heita Birna Óladóttir, Margrét Sigurðardóttir, Ragna Fossádal og Guðbjörg Jónsdóttir.Sigurjón Ólason -Þið hafið ekki upplifað gosið sem ógn? „Nei, nei. Ég var bara fegin þegar kom gos. Þá hættu jarðskjálftarnir,“ svarar Guðbjörg Jónsdóttir. „Þetta er búið að lyfta andanum hér í Grindavík alveg óhemju. Því að fyrir gosið vorum við bara í jarðskjálftum og sumir voru alveg að gefast upp á þeim,“ segir Gunnar Tómasson. Fríða Egilsdóttir, leikskólastjóri í Laut.Sigurjón Ólason „Eina sem við vorum kannski svolítið stressuð yfir þegar kraðakið var sem mest hérna; maður komst ekki heim til sín út af bílamergð. Þá hugsaði maður með sér: Vonandi verður þetta ekki svona næstu vikurnar eða mánuðina. En þetta hefur allt róast,“ segir Fríða. „Ég hugsa að þeir sem ekki eru Íslendingar myndu varla trúa því ef maður myndi segja þeim þessa sögu að það væri eldgos hérna hinumegin við hólinn,“ segir Jóhann Snorri. „Maður kíkir hérna út á kvöldin og býður gosinu góða nótt. Maður er orðinn vanur því að sjá svona bjarma yfir bænum. Maður er svo fljótur að aðlagast,“ segir Fríða. Spjallað saman í veðurblíðu í Grindavík í dag.Sigurjón Ólason -En verður gosið kannski til góðs fyrir Grindavík? „Já, engin spurning. Til góðs fyrir Ísland. Bara svo lengi sem þetta fer ekki úr böndunum, segi ég,“ svarar Gunnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá Mývetninga rifja upp Kröfluelda:
Grindavík Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Röð bíla klýfur Grindavík í tvennt: Lokað fyrir umferð að gosstöðvunum tímabundið Ákveðið hefur verið að loka fyrir umferð að eldstöðinni í Geldingadali tímabundið og óvíst er hvort að opnað verði aftur í kvöld. Gríðarleg bílaröð hefur myndast frá bílastæðum við upphaf gönguleiðarinnar og í gegnum Grindavík. 30. mars 2021 17:56 „Þetta er einhver heppilegasti staður á Reykjanesskaga fyrir hraungos“ Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur, segir að eldgosið sem hófst fyrr í kvöld í Geldingadal við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga sé að koma upp á heppilegasta stað á skaganum. Svo virðist sem gosið sé lítið og að því fylgi lítill órói. 19. mars 2021 23:27 Landsmenn hafa boðið Grindvíkingum sumarbústaði til jarðskjálftahvíldar Bæjarstjóri Grindavíkur segir að fjöldi Grindvíkinga hafi flúið bæinn til þess að hvíla sig á jarðskjálftunum. Margir hafi ekki fengið nætursvefn svo dögum skipti og biðlar hann til hóteleigenda að bjóða Grindvíkingum hagstæð tilboð svo þeir komist burt. 15. mars 2021 20:01 Slökkvibíllinn með sírenur átti að slökkva í eldgosinu Gosnóttin á Heimaey gleymist seint þeim sem upplifðu hana; að vakna upp við jarðeld og þurfa að yfirgefa heimili sitt í skyndi. Eyjamenn sem settust að í Grindavík rifja upp 23. janúar 1973. 11. mars 2020 20:00 Hefur tvisvar á ævinni neyðst til að yfirgefa heimili sitt vegna eldgoss Kona undir Eyjafjöllum sem neyddist til að flytja af bújörð sinni eftir eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 hafði einnig lent í því sem barn að þurfa að flýja Heimaeyjargosið árið 1973. 6. apríl 2020 21:42 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Innlent Fleiri fréttir Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Sjá meira
Röð bíla klýfur Grindavík í tvennt: Lokað fyrir umferð að gosstöðvunum tímabundið Ákveðið hefur verið að loka fyrir umferð að eldstöðinni í Geldingadali tímabundið og óvíst er hvort að opnað verði aftur í kvöld. Gríðarleg bílaröð hefur myndast frá bílastæðum við upphaf gönguleiðarinnar og í gegnum Grindavík. 30. mars 2021 17:56
„Þetta er einhver heppilegasti staður á Reykjanesskaga fyrir hraungos“ Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur, segir að eldgosið sem hófst fyrr í kvöld í Geldingadal við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga sé að koma upp á heppilegasta stað á skaganum. Svo virðist sem gosið sé lítið og að því fylgi lítill órói. 19. mars 2021 23:27
Landsmenn hafa boðið Grindvíkingum sumarbústaði til jarðskjálftahvíldar Bæjarstjóri Grindavíkur segir að fjöldi Grindvíkinga hafi flúið bæinn til þess að hvíla sig á jarðskjálftunum. Margir hafi ekki fengið nætursvefn svo dögum skipti og biðlar hann til hóteleigenda að bjóða Grindvíkingum hagstæð tilboð svo þeir komist burt. 15. mars 2021 20:01
Slökkvibíllinn með sírenur átti að slökkva í eldgosinu Gosnóttin á Heimaey gleymist seint þeim sem upplifðu hana; að vakna upp við jarðeld og þurfa að yfirgefa heimili sitt í skyndi. Eyjamenn sem settust að í Grindavík rifja upp 23. janúar 1973. 11. mars 2020 20:00
Hefur tvisvar á ævinni neyðst til að yfirgefa heimili sitt vegna eldgoss Kona undir Eyjafjöllum sem neyddist til að flytja af bújörð sinni eftir eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 hafði einnig lent í því sem barn að þurfa að flýja Heimaeyjargosið árið 1973. 6. apríl 2020 21:42