Doncic hetjan á ögurstundu, Curry frábær og 76ers vann uppgjör toppliðanna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. apríl 2021 07:29 Luka Dončić tryggði Dallas sigur með ótrúlegri flautukörfu. NBA Alls fóru tólf leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Af nægu var að taka en mesta spennan var í leik Dallas Mavericks og Memphis Grizzlies þar sem sigurkarfan kom undir lok leiks, lokatölur 114-113. Þá vann Philadelphia 76ers frábæran sigur á Brooklyn Nets, 123-117, og Stephen Curry var að venju frábær í liði Golden State Warriors sem vann Oklahoma City Thunder, 147-109. Leikur Memphis og Dallas var frábær skemmtun. Dallas hafði gengið brösuglega undanfarið og þurfti á sigri að halda. Hann hefði vart getað orðið dramatískari. Eftir hnífjafnan leikvoru Dallas undir en með boltann þegar 1.8 sekúnda voru eftir á klukkunni. Luka Dončić fékk boltann, náði einhvern veginn skoti með annarri hendi er hann tróð sér á milli manna og viti menn, boltinn fór ofan í. Ótrúleg sigurkarfa hjá Dončić og Dallas vann leikinn 114-113. MAGICAL LUKA GAME-WINNER! Luka Doncic beats the trap, puts up the floater from behind the arc and knocks down the #TissotBuzzerBeater to lift the @dallasmavs! #ThisIsYourTime pic.twitter.com/eOqyEGMg7T— NBA (@NBA) April 15, 2021 Slóveninn skoraði alls 29 stig í liði Dallas á meðan Grayson Allen var stigahæstur hjá Memphis með 23 stig. Philadelphia 76ers vann Brooklyn Nets í uppgjöri toppliða Austurdeildarinnar. Fyrir leik voru bæði lið búin að vinna 37 leiki og tapa 18. Fór það svo að Philadelphia vann sex stiga sigur, 123-117, þökk sé frábærri frammistöðu Joel Embiid. Embiid gerði sér lítið fyrir og skoraði 39 stig ásamt því að taka 13 fráköst. Enginn leikmaður á vellinum skoraði meira og enginn í hans eigin liði var nálægt tveggja stafa tölu í fráköstum. Hjá Nets var Kyrie Irving stigahæstur með 37 stig. Brooklyn Nets | 04.14.21 presented by @PALottery pic.twitter.com/uyiHQ5nLVZ— Philadelphia 76ers (@sixers) April 15, 2021 Stephen Curry skoraði 42 stig, gaf átta stoðsendingar og tók sex fráköst í stórsigri Golden State Warriors á Oklahoma City Thunder, 147-109. Þá var Draymon Green með þrefalda tvennu en hann skoraði 12 stig, gaf 16 stoðsendingar og tók 10 fráköst. STEPH CURRY 42 PTS in 29 MINS14/20 FG11/16 3PT8 AST6 REB0 TO 29 3PTS over his last 3 games pic.twitter.com/ZAqSLPMthY— Ballislife.com (@Ballislife) April 15, 2021 Nikola Jokić var með þrefalda tvennu í sigri Denver Nuggets á Miami Heat. Jokić skoraði 17 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 10 fráköst í 123-106 sigri Denver. Julius Randle skoraði 32 stig í 116-106 sigri New York Knicks á New Orleans Pelicans. Staðan í deildinni. Önnur úrslit Minnesota Timberwolves 105-130 Milwaukee Bucks Charlotte Hornets 90-103 Cleveland Cavaliers Toronto Raptors 117-112 San Antonio Spurs Chicago Bulls 106-115 Orlando Magic Detroit Pistons 98-100 Los Angeles Clippers Houston Rockets 124-132 Indiana Pacers Sacramento Kings 111-123 Washington Wizards Körfubolti NBA Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Sjá meira
Þá vann Philadelphia 76ers frábæran sigur á Brooklyn Nets, 123-117, og Stephen Curry var að venju frábær í liði Golden State Warriors sem vann Oklahoma City Thunder, 147-109. Leikur Memphis og Dallas var frábær skemmtun. Dallas hafði gengið brösuglega undanfarið og þurfti á sigri að halda. Hann hefði vart getað orðið dramatískari. Eftir hnífjafnan leikvoru Dallas undir en með boltann þegar 1.8 sekúnda voru eftir á klukkunni. Luka Dončić fékk boltann, náði einhvern veginn skoti með annarri hendi er hann tróð sér á milli manna og viti menn, boltinn fór ofan í. Ótrúleg sigurkarfa hjá Dončić og Dallas vann leikinn 114-113. MAGICAL LUKA GAME-WINNER! Luka Doncic beats the trap, puts up the floater from behind the arc and knocks down the #TissotBuzzerBeater to lift the @dallasmavs! #ThisIsYourTime pic.twitter.com/eOqyEGMg7T— NBA (@NBA) April 15, 2021 Slóveninn skoraði alls 29 stig í liði Dallas á meðan Grayson Allen var stigahæstur hjá Memphis með 23 stig. Philadelphia 76ers vann Brooklyn Nets í uppgjöri toppliða Austurdeildarinnar. Fyrir leik voru bæði lið búin að vinna 37 leiki og tapa 18. Fór það svo að Philadelphia vann sex stiga sigur, 123-117, þökk sé frábærri frammistöðu Joel Embiid. Embiid gerði sér lítið fyrir og skoraði 39 stig ásamt því að taka 13 fráköst. Enginn leikmaður á vellinum skoraði meira og enginn í hans eigin liði var nálægt tveggja stafa tölu í fráköstum. Hjá Nets var Kyrie Irving stigahæstur með 37 stig. Brooklyn Nets | 04.14.21 presented by @PALottery pic.twitter.com/uyiHQ5nLVZ— Philadelphia 76ers (@sixers) April 15, 2021 Stephen Curry skoraði 42 stig, gaf átta stoðsendingar og tók sex fráköst í stórsigri Golden State Warriors á Oklahoma City Thunder, 147-109. Þá var Draymon Green með þrefalda tvennu en hann skoraði 12 stig, gaf 16 stoðsendingar og tók 10 fráköst. STEPH CURRY 42 PTS in 29 MINS14/20 FG11/16 3PT8 AST6 REB0 TO 29 3PTS over his last 3 games pic.twitter.com/ZAqSLPMthY— Ballislife.com (@Ballislife) April 15, 2021 Nikola Jokić var með þrefalda tvennu í sigri Denver Nuggets á Miami Heat. Jokić skoraði 17 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 10 fráköst í 123-106 sigri Denver. Julius Randle skoraði 32 stig í 116-106 sigri New York Knicks á New Orleans Pelicans. Staðan í deildinni. Önnur úrslit Minnesota Timberwolves 105-130 Milwaukee Bucks Charlotte Hornets 90-103 Cleveland Cavaliers Toronto Raptors 117-112 San Antonio Spurs Chicago Bulls 106-115 Orlando Magic Detroit Pistons 98-100 Los Angeles Clippers Houston Rockets 124-132 Indiana Pacers Sacramento Kings 111-123 Washington Wizards
Körfubolti NBA Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Sjá meira