Luka Dončić bjargaði sínum mönnum en Dallas var tveimur stigum undir þegar 1.8 sekúnda var eftir af leik liðsins gegn Memphis Grizzlies í nótt.
Joel Embiid skoraði 39 stig ásamt því að hirða 13 fráköst í sex stiga sigri Philadelphia 76ers á Brooklyn Nets. Kyrie Irving gerði 37 stig fyrir Nets.
Stephen Curry bauð svo upp á 42 stig í ótrúlegum sigri Golden State Warriors. Þar af skoraði hann 33 úr þriggja stiga skotum.

NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.