Steingrímur sloj og dregur sig í hlé Jakob Bjarnar skrifar 15. apríl 2021 15:44 Steingrímur dró sig í hlé á þinginu í dag en það er einhver lurða í forsetanum. vísir/vilhelm Ýmsir þingmenn voru hugsi, í ljósi almennra tilmæla sóttvarnaryfirvalda að þeir sem væru með flensueinkenni, héldu sig til hlés, á þinginu í dag. En þar var Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, afar aumingjalegur að sjá. Samkvæmt heimildum Vísis var til að mynda Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sem hefur þungar áhyggjur af því að sóttvörnum sé ekki fylgt, ósátt við að sjá hinn framúrlega forseta á þinginu svona á sig kominn. Steingrímur ritaði bréf sem hann sendi forsætisnefnd og áheyrnarfulltrúum bréf þar sem hann greindi frá nánar frá krankleika sínum og viðbrögðum við honum: „Vil upplýsa og útskýra að ég mun halda mig frá forsetastólnum í dag eins og ég gerði í gær. Ástæðan er að ég er hás og hálf raddlaus. En, ég fór auðvitað strax í covid próf eins og ábyrgt er að gera og hélt mig heima eftir það í gær. Niðurstaðan undir kvöld var neikvæð, sem sagt bara kvef og aumingjaskapur í mér,“ segir Steingrímur í bréfi sínu. Og lýsir nánar lumpulegri framgöngu sinni. „En, þar sem ég er enn hás held ég að best sé að hlífa mönnum við mér sem forseta og ekki rétt að bjóða upp á umtal um að veikur maður sé engu að síður að stjórna fundum Alþingis. En, þar sem ég er með glænýtt neikvætt próf upp á vasann þá er ég á svæðinu og mun taka þátt í atkvæðagreiðslu.“ Uppfært 18:45. Missagt er að Steingrímur hafi ritað þingheimi bréfið sem er til grundvallar þessari frétt. Hið rétta er að bréfið var til forsætisnefndar og áheyrnarfulltrúa. Það bréf var sent um strax að morgni dags þannig að forsetinn var ekki að bregðast við viðbrögðum. Þetta hefur verið lagfært. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis var til að mynda Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sem hefur þungar áhyggjur af því að sóttvörnum sé ekki fylgt, ósátt við að sjá hinn framúrlega forseta á þinginu svona á sig kominn. Steingrímur ritaði bréf sem hann sendi forsætisnefnd og áheyrnarfulltrúum bréf þar sem hann greindi frá nánar frá krankleika sínum og viðbrögðum við honum: „Vil upplýsa og útskýra að ég mun halda mig frá forsetastólnum í dag eins og ég gerði í gær. Ástæðan er að ég er hás og hálf raddlaus. En, ég fór auðvitað strax í covid próf eins og ábyrgt er að gera og hélt mig heima eftir það í gær. Niðurstaðan undir kvöld var neikvæð, sem sagt bara kvef og aumingjaskapur í mér,“ segir Steingrímur í bréfi sínu. Og lýsir nánar lumpulegri framgöngu sinni. „En, þar sem ég er enn hás held ég að best sé að hlífa mönnum við mér sem forseta og ekki rétt að bjóða upp á umtal um að veikur maður sé engu að síður að stjórna fundum Alþingis. En, þar sem ég er með glænýtt neikvætt próf upp á vasann þá er ég á svæðinu og mun taka þátt í atkvæðagreiðslu.“ Uppfært 18:45. Missagt er að Steingrímur hafi ritað þingheimi bréfið sem er til grundvallar þessari frétt. Hið rétta er að bréfið var til forsætisnefndar og áheyrnarfulltrúa. Það bréf var sent um strax að morgni dags þannig að forsetinn var ekki að bregðast við viðbrögðum. Þetta hefur verið lagfært.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira