Landsvirkjun greiðir sex milljarða króna arð til ríkisins Eiður Þór Árnason skrifar 15. apríl 2021 17:25 Jónas Þór Guðmundsson var endurkjörinn stjórnarformaður Landsvirkjunar. Vísir/vilhelm Landsvirkjun mun greiða 6,34 milljarða króna arðgreiðslu til íslenska ríkisins fyrir árið 2020. Eigendur samþykktu tillögu stjórnar þess efnis á aðalfundi Landsvirkjunar sem haldinn var í dag. Arðurinn er ákvarðaður í Bandaríkjadölum og nemur hann 50 milljónum dala í ár. Á aðalfundinum skipaði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra í stjórn Landsvirkjunar samkvæmt lögum um fyrirtækið en ekki voru gerðar breytingar á skipan stjórnar frá fyrra starfsári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun. Aðalmenn í stjórn Landsvirkjunar eru því áfram Jónas Þór Guðmundsson, Álfheiður Ingadóttir, Jón Björn Hákonarson, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Gunnar Tryggvason. Á fyrsta fundi stjórnar eftir aðalfundinn var Jónas Þór Guðmundsson endurkjörinn formaður stjórnar og Álfheiður Ingadóttir endurkjörin varaformaður. Tekjur lækkuðu um sjö milljarða króna Fram kemur í ársreikningi Landsvirkjunar að rekstrartekjur samstæðunnar lækkuðu um 56,1 milljón Bandaríkjadala á síðasta ári eða 7.141 milljón íslenskra króna. Námu tekjur 453,5 milljónum Bandaríkjadala samanborið við 509,6 milljónir árið 2019. Rekstrargjöld námu 256,2 milljónum Bandaríkjadala á árinu 2020 en voru 265,9 milljónir Bandaríkjadala árið 2019. Rekstrarhagnaður fyrirtækisins var því 197,4 milljónir Bandaríkjadala á árinu 2020 samanborið við 243,7 milljónir árið á undan. Eigið fé stóð í stað og nam 2.235,1 milljón Bandaríkjadala í árslok 2020 en 2.235,4 milljónum í árslok 2019 samkvæmt efnahagsreikningi. Orkuverð lækkað á mörkuðum Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar segir í ársskýrslu fyrirtækisins fyrir árið 2020 að rekstur og afkoma Landsvirkjunar hafi óhjákvæmilega litast af áhrifum heimsfaraldursins. „Viðskiptavinir okkar drógu margir úr framleiðslu vegna minnkandi eftirspurnar og lækkandi afurðaverðs, auk þess sem orkuverð lækkaði mjög á mörkuðum, þótt sú þróun hafi að nokkru gengið til baka síðla árs. Hluti raforkusamninga Landsvirkjunar er tengdur álverði og verði á raforku á Nord Pool-markaði.“ Þá hafi Landsvirkjun veitt viðskiptavinum sínum tímabundinn afslátt af rafmagnsverði til að koma til móts við stöðu þeirra og tekið þátt í átaki fyrir efnahagslífið með því að ráðast í ýmsar framkvæmdir og verkefni víðs vegar um landið. Fréttin hefur verið uppfærð. Orkumál Landsvirkjun Tengdar fréttir Landsvirkjun og Norðurál birta orkusamninga Norðurál og Landsvirkjun hafa aflétt trúnaði af raforkusamningum fyrirtækjanna. Báðir aðilar segjast vonast til að birtingin styðji við og auki upplýsta umræðu um orkumál á Íslandi. 2. mars 2021 11:54 Mikill gleðidagur í Straumsvík og léttir að óvissu um ÍSAL var eytt Óvissu um framtíð álversins í Straumsvík var eytt í dag með nýjum raforkusamningi Landsvirkjunar og Rio Tinto og verður álframleiðslan sett á fulla ferð að nýju. Rannveig Rist forstjóri segir þetta mikinn gleðidag. 15. febrúar 2021 20:50 Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira
Á aðalfundinum skipaði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra í stjórn Landsvirkjunar samkvæmt lögum um fyrirtækið en ekki voru gerðar breytingar á skipan stjórnar frá fyrra starfsári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun. Aðalmenn í stjórn Landsvirkjunar eru því áfram Jónas Þór Guðmundsson, Álfheiður Ingadóttir, Jón Björn Hákonarson, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Gunnar Tryggvason. Á fyrsta fundi stjórnar eftir aðalfundinn var Jónas Þór Guðmundsson endurkjörinn formaður stjórnar og Álfheiður Ingadóttir endurkjörin varaformaður. Tekjur lækkuðu um sjö milljarða króna Fram kemur í ársreikningi Landsvirkjunar að rekstrartekjur samstæðunnar lækkuðu um 56,1 milljón Bandaríkjadala á síðasta ári eða 7.141 milljón íslenskra króna. Námu tekjur 453,5 milljónum Bandaríkjadala samanborið við 509,6 milljónir árið 2019. Rekstrargjöld námu 256,2 milljónum Bandaríkjadala á árinu 2020 en voru 265,9 milljónir Bandaríkjadala árið 2019. Rekstrarhagnaður fyrirtækisins var því 197,4 milljónir Bandaríkjadala á árinu 2020 samanborið við 243,7 milljónir árið á undan. Eigið fé stóð í stað og nam 2.235,1 milljón Bandaríkjadala í árslok 2020 en 2.235,4 milljónum í árslok 2019 samkvæmt efnahagsreikningi. Orkuverð lækkað á mörkuðum Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar segir í ársskýrslu fyrirtækisins fyrir árið 2020 að rekstur og afkoma Landsvirkjunar hafi óhjákvæmilega litast af áhrifum heimsfaraldursins. „Viðskiptavinir okkar drógu margir úr framleiðslu vegna minnkandi eftirspurnar og lækkandi afurðaverðs, auk þess sem orkuverð lækkaði mjög á mörkuðum, þótt sú þróun hafi að nokkru gengið til baka síðla árs. Hluti raforkusamninga Landsvirkjunar er tengdur álverði og verði á raforku á Nord Pool-markaði.“ Þá hafi Landsvirkjun veitt viðskiptavinum sínum tímabundinn afslátt af rafmagnsverði til að koma til móts við stöðu þeirra og tekið þátt í átaki fyrir efnahagslífið með því að ráðast í ýmsar framkvæmdir og verkefni víðs vegar um landið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Orkumál Landsvirkjun Tengdar fréttir Landsvirkjun og Norðurál birta orkusamninga Norðurál og Landsvirkjun hafa aflétt trúnaði af raforkusamningum fyrirtækjanna. Báðir aðilar segjast vonast til að birtingin styðji við og auki upplýsta umræðu um orkumál á Íslandi. 2. mars 2021 11:54 Mikill gleðidagur í Straumsvík og léttir að óvissu um ÍSAL var eytt Óvissu um framtíð álversins í Straumsvík var eytt í dag með nýjum raforkusamningi Landsvirkjunar og Rio Tinto og verður álframleiðslan sett á fulla ferð að nýju. Rannveig Rist forstjóri segir þetta mikinn gleðidag. 15. febrúar 2021 20:50 Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira
Landsvirkjun og Norðurál birta orkusamninga Norðurál og Landsvirkjun hafa aflétt trúnaði af raforkusamningum fyrirtækjanna. Báðir aðilar segjast vonast til að birtingin styðji við og auki upplýsta umræðu um orkumál á Íslandi. 2. mars 2021 11:54
Mikill gleðidagur í Straumsvík og léttir að óvissu um ÍSAL var eytt Óvissu um framtíð álversins í Straumsvík var eytt í dag með nýjum raforkusamningi Landsvirkjunar og Rio Tinto og verður álframleiðslan sett á fulla ferð að nýju. Rannveig Rist forstjóri segir þetta mikinn gleðidag. 15. febrúar 2021 20:50