Heimir Guðjóns: „Heilt yfir held ég að fótboltinn sé á réttri leið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. apríl 2021 19:02 Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, telur að sömu lið muni berjast um titilinn í ár og hafa gert síðustu ár. Heimir Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Vals í fótbolta, segir það fagnaðarefni að Pepsi Max deildin sé loksins að hefjast á ný. Hann segir undirbúninginn hafa verið óhefðbundinn og telur að fótboltinn á Íslandi sé á réttri leið. „Það er bara frábært,“ sagði Heimir í dag. „Það er bara ánægjulegt að við skulum geta farið að byrja. Við höfum reynt að gera það besta úr þessu en svona er staðan og við verðum bara að takast á við það. Svo verðum við bara að vera klárir þegar að mótið byrjar.“ Heimir er ekki viss um að leikmenn verði í sínu besta formi þegar að mótið byrjar. „Ég held að leikmenn verði ekki 100% klárir þegar að mótið byrjar. Engu að síður fáum við núna vonandi að vita betur hvort að það eigi að klára Lengjubikarinn og hvort að það eigi að spila meistari meistaranna. Við fáum því vonandi tvo til þrjá alvöru leiki áður en mótið byrjar og það verður bara að duga.“ Undirbúningurinn hefur verið óhefðbundinn, en Heimir ætlar að reyna að gera það besta úr þessu. „Þegar stoppið kemur þá var svona erfiðasti hjallinn búinn og kominn tími til að létta þetta aðeins og fara meira í taktík og svo framvegis. Við missum það út eneins og ég segi þá verðum við bara að gera það besta úr þessu.“ Heimir segir að hópurinn hjá sínum mönnum sé klár og sér ekki fyrir sér að bæta við sig mönnum. „Ekki eins og staðan er í dag. Við erum ánægðir með hópinn okkar og fullt af frambærilegum leikmönnum. Mér finns við vera ágætlega mannaðir í flestum stöðum.“ Klippa: Heimir Guðjóns Heimir býst við jafnri og spennandi deild og að nokkur lið geti gert atlögu að titlinum. „Ég held að þetta verði KR, FH, Breiðablik og Stjarnan. KA hefur líka verið að styrkja sig mikið. Keflavík eru væntanlega reynslunni ríkari eftir að þeir fóru upp. Ég held að þetta verði þessi sömu lið og hafa verið að berjast um titilinn.“ „Það er erfitt að segja til um það,“ sagði Heimir, aðspurður að því hvort að deildin væri sterkari í ár en áður. „Mér finnst yngri leikmennirnir alltaf verða betri og svona heilt yfir held ég að fótboltinn sé á réttri leið.“ „Auðvitað gerum við þá kröfu að við þurfum að standa okkur betur í Evrópukeppninni og svo framvegis þannig að það er eitt og annað sem þarf að laga.“ “Þegar þú ert kominn í Evrópukeppni þá skiptir drátturinn auðvitað miklu máli. Svo er það formið á liðinu og er sumardeild þar sem andstæðingurinn er að spila eða er þetta vetrardeild þar sem þeir eru rétt að byrja mótið.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Í beinni: Chelsea - Wolves | Lýkur langri bið heimamanna? Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Sjá meira
„Það er bara frábært,“ sagði Heimir í dag. „Það er bara ánægjulegt að við skulum geta farið að byrja. Við höfum reynt að gera það besta úr þessu en svona er staðan og við verðum bara að takast á við það. Svo verðum við bara að vera klárir þegar að mótið byrjar.“ Heimir er ekki viss um að leikmenn verði í sínu besta formi þegar að mótið byrjar. „Ég held að leikmenn verði ekki 100% klárir þegar að mótið byrjar. Engu að síður fáum við núna vonandi að vita betur hvort að það eigi að klára Lengjubikarinn og hvort að það eigi að spila meistari meistaranna. Við fáum því vonandi tvo til þrjá alvöru leiki áður en mótið byrjar og það verður bara að duga.“ Undirbúningurinn hefur verið óhefðbundinn, en Heimir ætlar að reyna að gera það besta úr þessu. „Þegar stoppið kemur þá var svona erfiðasti hjallinn búinn og kominn tími til að létta þetta aðeins og fara meira í taktík og svo framvegis. Við missum það út eneins og ég segi þá verðum við bara að gera það besta úr þessu.“ Heimir segir að hópurinn hjá sínum mönnum sé klár og sér ekki fyrir sér að bæta við sig mönnum. „Ekki eins og staðan er í dag. Við erum ánægðir með hópinn okkar og fullt af frambærilegum leikmönnum. Mér finns við vera ágætlega mannaðir í flestum stöðum.“ Klippa: Heimir Guðjóns Heimir býst við jafnri og spennandi deild og að nokkur lið geti gert atlögu að titlinum. „Ég held að þetta verði KR, FH, Breiðablik og Stjarnan. KA hefur líka verið að styrkja sig mikið. Keflavík eru væntanlega reynslunni ríkari eftir að þeir fóru upp. Ég held að þetta verði þessi sömu lið og hafa verið að berjast um titilinn.“ „Það er erfitt að segja til um það,“ sagði Heimir, aðspurður að því hvort að deildin væri sterkari í ár en áður. „Mér finnst yngri leikmennirnir alltaf verða betri og svona heilt yfir held ég að fótboltinn sé á réttri leið.“ „Auðvitað gerum við þá kröfu að við þurfum að standa okkur betur í Evrópukeppninni og svo framvegis þannig að það er eitt og annað sem þarf að laga.“ “Þegar þú ert kominn í Evrópukeppni þá skiptir drátturinn auðvitað miklu máli. Svo er það formið á liðinu og er sumardeild þar sem andstæðingurinn er að spila eða er þetta vetrardeild þar sem þeir eru rétt að byrja mótið.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Í beinni: Chelsea - Wolves | Lýkur langri bið heimamanna? Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti