Tékkar lýsa eftir sömu Rússum sem sakaðir voru um Skripal-árásina vegna stórrar sprengingar 2014 Samúel Karl Ólason skrifar 18. apríl 2021 07:37 Sömu menn og ákærðir hafa verið fyrir að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans fóru til Tékklands en þá undir öðrum nöfnum. Lögreglan í Tékklandi Yfirvöld Tékklands vísuðu í gær átján rússneskum erindrekum úr landi og lýstu eftir tveimur rússneskum útsendurum vegna sprengingar í vopnageymslu árið 2014. Útsendararnir sem lýst var eftir eru þeir sömu og voru sakaðir um að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans með taugaeitrinu Novichok í Salisbury í Bretlandi árið 2018. Andrej Babis, forsætisráðherra Tékklands, sagði í gær að erindrekarnir átján tengdust allir leyniþjónustum Rússlands og hefðu tvo sólarhringa til að yfirgefa landið. Hann sagði ríkisstjórn sína verða að bregðast við upplýsingum sem tengt hafi Rússa við sprenginguna nærri bænum Vrbetice. Samhliða blaðamannafundi Babis lýsti lögreglan eftir þeim tveimur mönnum vegna sprengingarinnar og sagði þá hafa verið í Tékklandi á milli 11. október og 16. október 2014. Sama tíma og sprengingin varð. Fyrst hafi þeir verið í Prag og svo hafi þeir sést nærri vopnageymslunni, samkvæmt frétt BBC. Národní centrála proti organizovanému zlo inu SKPV, ádá v souvislosti s prov ováním okolností záva né trestné innosti o pomoc p i pátrání po dvou osobách. https://t.co/SJ5Opg5gXD#policiepp pic.twitter.com/oACMrPYSbg— Policie R (@PolicieCZ) April 17, 2021 BBC segir að meðal sönnunargagna Tékka sé tölvupóstur sem barst til Imex Group, fyrirtækisins sem rak vopnageymsluna, í aðdraganda sprengingarinnar. Sá póstur átti að vera frá Þjóðvarðliði Tadsíkistan og fjallaði um beiðni fyrir tvo menn til að skoða vopnageymsluna. Mennirnir tveir voru sagðir heita Ruslan Tabarov, frá Tadsíkistan, og Nicolaj Popa, frá Moldóvíu. Myndirnar sem fylgdu tölvupóstinum voru þó af sömu mönnum og ferðuðust til Bretlands árið 2018 undir nöfnunum Ruslan Boshirov og Alexander Petrov. Þeir hafa verið ákærðir fyrir að eitra fyrir rússneska njósnaranum Sergei Skripal og dóttir hans. Þegar þeir flugu til Prag í október 2014 notuðust þeir við nöfnin Boshirov og Petrov en ekki nöfnin sem þeir notuðu til að fá að skoða vopnageymsluna. Þeir gistu í Prag í tvær nætur og bókuðu svo hótel í nokkrar nætur til viðbótar, skammt frá vopnageymslunni sem sprakk. Í rauninni er talið að þeir heiti Anatolíj Tsjepiga og Alexander Mishkin og hafa þeir verið opinberaðir sem starfsmenn GRU, leyniþjónustu herafla Rússlands. Mennirnir eru sagðir hafa tilheyrt sérstakri deild í GRU sem kallaðist Unit 29155 og sérfræðingar telja að hafi verið notuð til launmorða og skemmdarverka. Sprengingin sem um ræðir varð þann 16. október 2014. Um 50 tonn af skotfærum sprungu og dóu tveir í sprengingunni. Þá varð önnur sprenging í vopnageymslu Tékklandi í desember það ár þegar um þrettán tonn af skotfærum sprungu. Yfirvöld í Rússlandi hafa gefið út að stjórnarskrá landsins heimili ekki framsal rússneskra ríkisborgara. Þá kemur fram í frétt Reuters að rússneskir fjölmiðlar hafi eftir formanni utanríkismálanefndar efra þings Rússlands að ásakanir Tékka séu fáránlegar og að ríkisstjórn Rússlands ætti að svara fyrir sig. Tékkland Rússland Tengdar fréttir Telur Biden sjá sjálfan sig í sér Vladímír Pútín, forseti Rússlands, segir ummæli Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, um að Pútín væri „sálarlaus“ og „morðingi“, til marks um að Biden væri það sjálfur. Forsetinn rússneski gagnrýndi Bandaríkjamenn harðlega á fjarfundi í dag og sagði viðhorf þeirra endurspegla ofbeldisfulla sögu Bandaríkjanna. 18. mars 2021 23:25 Útsendarar FSB sagðir hafa eitrað fyrir Navalní Sveit á vegum Leyniþjónustu Rússlands (FSB) eitraði fyrir Alexei Navalní. Útsendarar þessarar sveitar höfðu elt Navalní um árabil áður en eitrað var fyrir honum í Rússlandi í ágúst. Þrír útsendarar FSB flugu með Navalny til borgarinnar Tomsk, þar sem talið er að eitrað hafi verið fyrir honum.Tveir mannanna eru menntaðir sem læknar. 14. desember 2020 18:03 Segir Pútín hafa staðið að eiturárásinni Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstæðingurinn, sakar Vladímír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa staðið að baki því að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í ágúst. 1. október 2020 12:39 Hafa borið kennsl á og vilja ná í skottið á hakkara GRU Yfirvöld Þýskalands hafa gefið út handtökuskipun gegn manni sem grunaður er um tölvuárás gegn þýska þinginu, á vegum GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. 5. maí 2020 14:37 „Hefði Rússland staðið að baki taugaeitursárásinni hefði enginn lifað af“ Charlie Rowley, einn þeirra sem varð fyrir taugaeitursárás hitti rússneska sendiherrann. Sendiherrann sagði honum að Rússar gætu ekki borið ábyrgð á árásinni því ef svo væri hefði enginn lifað af. Kærasta Rowley lést vegna eitrunarinnar 7. apríl 2019 13:42 Lögreglumaður sem varð fyrir Novichok eitrun missti allt og segir áfallið mikið Nick Bailey var sendur á vettvang eftir að eitrað var fyrir Skripal feðginunum og mengað heimili sitt óafvitandi. 22. nóvember 2018 19:44 Pútín kallar Skripal svikara og drullusokk Vladimir Pútín, forseti Rússlands, er ósáttur við að einhverjir fjölmiðlar séu að reyna að gera einhvern mannréttindasinna úr rússneska njósnaranum fyrrverandi, Sergei Skripal. 3. október 2018 13:14 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Andrej Babis, forsætisráðherra Tékklands, sagði í gær að erindrekarnir átján tengdust allir leyniþjónustum Rússlands og hefðu tvo sólarhringa til að yfirgefa landið. Hann sagði ríkisstjórn sína verða að bregðast við upplýsingum sem tengt hafi Rússa við sprenginguna nærri bænum Vrbetice. Samhliða blaðamannafundi Babis lýsti lögreglan eftir þeim tveimur mönnum vegna sprengingarinnar og sagði þá hafa verið í Tékklandi á milli 11. október og 16. október 2014. Sama tíma og sprengingin varð. Fyrst hafi þeir verið í Prag og svo hafi þeir sést nærri vopnageymslunni, samkvæmt frétt BBC. Národní centrála proti organizovanému zlo inu SKPV, ádá v souvislosti s prov ováním okolností záva né trestné innosti o pomoc p i pátrání po dvou osobách. https://t.co/SJ5Opg5gXD#policiepp pic.twitter.com/oACMrPYSbg— Policie R (@PolicieCZ) April 17, 2021 BBC segir að meðal sönnunargagna Tékka sé tölvupóstur sem barst til Imex Group, fyrirtækisins sem rak vopnageymsluna, í aðdraganda sprengingarinnar. Sá póstur átti að vera frá Þjóðvarðliði Tadsíkistan og fjallaði um beiðni fyrir tvo menn til að skoða vopnageymsluna. Mennirnir tveir voru sagðir heita Ruslan Tabarov, frá Tadsíkistan, og Nicolaj Popa, frá Moldóvíu. Myndirnar sem fylgdu tölvupóstinum voru þó af sömu mönnum og ferðuðust til Bretlands árið 2018 undir nöfnunum Ruslan Boshirov og Alexander Petrov. Þeir hafa verið ákærðir fyrir að eitra fyrir rússneska njósnaranum Sergei Skripal og dóttir hans. Þegar þeir flugu til Prag í október 2014 notuðust þeir við nöfnin Boshirov og Petrov en ekki nöfnin sem þeir notuðu til að fá að skoða vopnageymsluna. Þeir gistu í Prag í tvær nætur og bókuðu svo hótel í nokkrar nætur til viðbótar, skammt frá vopnageymslunni sem sprakk. Í rauninni er talið að þeir heiti Anatolíj Tsjepiga og Alexander Mishkin og hafa þeir verið opinberaðir sem starfsmenn GRU, leyniþjónustu herafla Rússlands. Mennirnir eru sagðir hafa tilheyrt sérstakri deild í GRU sem kallaðist Unit 29155 og sérfræðingar telja að hafi verið notuð til launmorða og skemmdarverka. Sprengingin sem um ræðir varð þann 16. október 2014. Um 50 tonn af skotfærum sprungu og dóu tveir í sprengingunni. Þá varð önnur sprenging í vopnageymslu Tékklandi í desember það ár þegar um þrettán tonn af skotfærum sprungu. Yfirvöld í Rússlandi hafa gefið út að stjórnarskrá landsins heimili ekki framsal rússneskra ríkisborgara. Þá kemur fram í frétt Reuters að rússneskir fjölmiðlar hafi eftir formanni utanríkismálanefndar efra þings Rússlands að ásakanir Tékka séu fáránlegar og að ríkisstjórn Rússlands ætti að svara fyrir sig.
Tékkland Rússland Tengdar fréttir Telur Biden sjá sjálfan sig í sér Vladímír Pútín, forseti Rússlands, segir ummæli Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, um að Pútín væri „sálarlaus“ og „morðingi“, til marks um að Biden væri það sjálfur. Forsetinn rússneski gagnrýndi Bandaríkjamenn harðlega á fjarfundi í dag og sagði viðhorf þeirra endurspegla ofbeldisfulla sögu Bandaríkjanna. 18. mars 2021 23:25 Útsendarar FSB sagðir hafa eitrað fyrir Navalní Sveit á vegum Leyniþjónustu Rússlands (FSB) eitraði fyrir Alexei Navalní. Útsendarar þessarar sveitar höfðu elt Navalní um árabil áður en eitrað var fyrir honum í Rússlandi í ágúst. Þrír útsendarar FSB flugu með Navalny til borgarinnar Tomsk, þar sem talið er að eitrað hafi verið fyrir honum.Tveir mannanna eru menntaðir sem læknar. 14. desember 2020 18:03 Segir Pútín hafa staðið að eiturárásinni Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstæðingurinn, sakar Vladímír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa staðið að baki því að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í ágúst. 1. október 2020 12:39 Hafa borið kennsl á og vilja ná í skottið á hakkara GRU Yfirvöld Þýskalands hafa gefið út handtökuskipun gegn manni sem grunaður er um tölvuárás gegn þýska þinginu, á vegum GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. 5. maí 2020 14:37 „Hefði Rússland staðið að baki taugaeitursárásinni hefði enginn lifað af“ Charlie Rowley, einn þeirra sem varð fyrir taugaeitursárás hitti rússneska sendiherrann. Sendiherrann sagði honum að Rússar gætu ekki borið ábyrgð á árásinni því ef svo væri hefði enginn lifað af. Kærasta Rowley lést vegna eitrunarinnar 7. apríl 2019 13:42 Lögreglumaður sem varð fyrir Novichok eitrun missti allt og segir áfallið mikið Nick Bailey var sendur á vettvang eftir að eitrað var fyrir Skripal feðginunum og mengað heimili sitt óafvitandi. 22. nóvember 2018 19:44 Pútín kallar Skripal svikara og drullusokk Vladimir Pútín, forseti Rússlands, er ósáttur við að einhverjir fjölmiðlar séu að reyna að gera einhvern mannréttindasinna úr rússneska njósnaranum fyrrverandi, Sergei Skripal. 3. október 2018 13:14 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Telur Biden sjá sjálfan sig í sér Vladímír Pútín, forseti Rússlands, segir ummæli Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, um að Pútín væri „sálarlaus“ og „morðingi“, til marks um að Biden væri það sjálfur. Forsetinn rússneski gagnrýndi Bandaríkjamenn harðlega á fjarfundi í dag og sagði viðhorf þeirra endurspegla ofbeldisfulla sögu Bandaríkjanna. 18. mars 2021 23:25
Útsendarar FSB sagðir hafa eitrað fyrir Navalní Sveit á vegum Leyniþjónustu Rússlands (FSB) eitraði fyrir Alexei Navalní. Útsendarar þessarar sveitar höfðu elt Navalní um árabil áður en eitrað var fyrir honum í Rússlandi í ágúst. Þrír útsendarar FSB flugu með Navalny til borgarinnar Tomsk, þar sem talið er að eitrað hafi verið fyrir honum.Tveir mannanna eru menntaðir sem læknar. 14. desember 2020 18:03
Segir Pútín hafa staðið að eiturárásinni Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstæðingurinn, sakar Vladímír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa staðið að baki því að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í ágúst. 1. október 2020 12:39
Hafa borið kennsl á og vilja ná í skottið á hakkara GRU Yfirvöld Þýskalands hafa gefið út handtökuskipun gegn manni sem grunaður er um tölvuárás gegn þýska þinginu, á vegum GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. 5. maí 2020 14:37
„Hefði Rússland staðið að baki taugaeitursárásinni hefði enginn lifað af“ Charlie Rowley, einn þeirra sem varð fyrir taugaeitursárás hitti rússneska sendiherrann. Sendiherrann sagði honum að Rússar gætu ekki borið ábyrgð á árásinni því ef svo væri hefði enginn lifað af. Kærasta Rowley lést vegna eitrunarinnar 7. apríl 2019 13:42
Lögreglumaður sem varð fyrir Novichok eitrun missti allt og segir áfallið mikið Nick Bailey var sendur á vettvang eftir að eitrað var fyrir Skripal feðginunum og mengað heimili sitt óafvitandi. 22. nóvember 2018 19:44
Pútín kallar Skripal svikara og drullusokk Vladimir Pútín, forseti Rússlands, er ósáttur við að einhverjir fjölmiðlar séu að reyna að gera einhvern mannréttindasinna úr rússneska njósnaranum fyrrverandi, Sergei Skripal. 3. október 2018 13:14