Gætu þurft að herða tökin í skólunum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. apríl 2021 12:29 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir að ef fram fer sem horfir þurfi að grípa til hertari aðgerða í samfélaginu og nefnir skólana sérstaklega. Tuttugu og einn greindist með kórónuveiruna í gær. Á þriðja þúsund manns fóru í sýnatöku í gær eftir ákall almannavarna þess efnis, og af þeim 21 sem greindust með sjúkdóminn í gær voru þrír þeirra utan sóttkvíar. Í fyrradag greindust 27 með kórónuveiruna og 44 alls yfir helgina. Smitin eru meðal annars rakin til hópsýkingarinnar á leikskólanum Jörfa, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Ég er að vonast til að þetta sé takmarkað við þennan skóla og nánasta umhverfi þar og við erum að taka mjög aggressívt á því að skima og setja í sóttkví. Og vonandi mun það skila sér í því að við náum utan um þetta en það gæti líka komið til þess að við þyrftum þá að beita einhverjum harðari takmörkunum ef að okkur sýnist þetta ekki ætla að fara rétta leið,“ sagði Þórólfur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Sérðu fram á að leggja til hertar aðgerðir á næstu dögum? „Ég er tilbúinn ef á þarf að halda með það og hef það svo sem ekki rætt það neitt sérstaklega við ráðherra. Við höfum verið að spila þennan leik þannig að ef okkur sýnist við ekki ná utan um þetta þurfum við að beita harðari takmörkunum,“ sagði sóttvarnalæknir. Þórólfur sagði smitrakningu ganga vel og fagnaði því að fólk skilaði sér í sýnatöku. Hins vegar verði að grípa til harðari aðgerð ef fram fer sem horfi og fleiri greinist. Hann útilokaði ekki að herða tökin í skólum. „Það eru kannski ekkert svakalega harðar aðgerðir í skólunum og við höfum verið slakari á skólunum núna undanfarið heldur en við vorum oft í fyrra. Þannig að það getur kannski vel verið að það sé ein af ástæðunum fyrir því að þessi smit eru að koma upp núna.“ „Ég vil ég bara hvetja alla til að forðast þær hópamyndanir í skólum sérstaklega og í tengslum við skólana. Það er mjög mikilvægt núna að það sé gert og hafi skólar planlagt einhverjar ferðir eða skólaferðir í samkurli við aðra skóla þá myndi ég biðla til þessara sömu aðila að hugsa sig um tvisvar þó að það sé ekki komið í reglugerð,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Háskólar Tengdar fréttir Svandís boðar blaðamannafund Boðað hefur verið til blaðamannafundar um ráðstafanir á landamærum klukkan 16:00 í Hörpu, samkvæmt tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. 20. apríl 2021 11:40 21 greindist með Covid-19 í gær og átján voru í sóttkví 21 greindist með Covid-19 í gær. Átján voru í sóttkví en þrír utan sóttkvíar. 113 eru nú í einangrun og tveir liggja inni á Landspítala. 20. apríl 2021 10:56 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega Sjá meira
Á þriðja þúsund manns fóru í sýnatöku í gær eftir ákall almannavarna þess efnis, og af þeim 21 sem greindust með sjúkdóminn í gær voru þrír þeirra utan sóttkvíar. Í fyrradag greindust 27 með kórónuveiruna og 44 alls yfir helgina. Smitin eru meðal annars rakin til hópsýkingarinnar á leikskólanum Jörfa, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Ég er að vonast til að þetta sé takmarkað við þennan skóla og nánasta umhverfi þar og við erum að taka mjög aggressívt á því að skima og setja í sóttkví. Og vonandi mun það skila sér í því að við náum utan um þetta en það gæti líka komið til þess að við þyrftum þá að beita einhverjum harðari takmörkunum ef að okkur sýnist þetta ekki ætla að fara rétta leið,“ sagði Þórólfur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Sérðu fram á að leggja til hertar aðgerðir á næstu dögum? „Ég er tilbúinn ef á þarf að halda með það og hef það svo sem ekki rætt það neitt sérstaklega við ráðherra. Við höfum verið að spila þennan leik þannig að ef okkur sýnist við ekki ná utan um þetta þurfum við að beita harðari takmörkunum,“ sagði sóttvarnalæknir. Þórólfur sagði smitrakningu ganga vel og fagnaði því að fólk skilaði sér í sýnatöku. Hins vegar verði að grípa til harðari aðgerð ef fram fer sem horfi og fleiri greinist. Hann útilokaði ekki að herða tökin í skólum. „Það eru kannski ekkert svakalega harðar aðgerðir í skólunum og við höfum verið slakari á skólunum núna undanfarið heldur en við vorum oft í fyrra. Þannig að það getur kannski vel verið að það sé ein af ástæðunum fyrir því að þessi smit eru að koma upp núna.“ „Ég vil ég bara hvetja alla til að forðast þær hópamyndanir í skólum sérstaklega og í tengslum við skólana. Það er mjög mikilvægt núna að það sé gert og hafi skólar planlagt einhverjar ferðir eða skólaferðir í samkurli við aðra skóla þá myndi ég biðla til þessara sömu aðila að hugsa sig um tvisvar þó að það sé ekki komið í reglugerð,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Háskólar Tengdar fréttir Svandís boðar blaðamannafund Boðað hefur verið til blaðamannafundar um ráðstafanir á landamærum klukkan 16:00 í Hörpu, samkvæmt tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. 20. apríl 2021 11:40 21 greindist með Covid-19 í gær og átján voru í sóttkví 21 greindist með Covid-19 í gær. Átján voru í sóttkví en þrír utan sóttkvíar. 113 eru nú í einangrun og tveir liggja inni á Landspítala. 20. apríl 2021 10:56 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega Sjá meira
Svandís boðar blaðamannafund Boðað hefur verið til blaðamannafundar um ráðstafanir á landamærum klukkan 16:00 í Hörpu, samkvæmt tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. 20. apríl 2021 11:40
21 greindist með Covid-19 í gær og átján voru í sóttkví 21 greindist með Covid-19 í gær. Átján voru í sóttkví en þrír utan sóttkvíar. 113 eru nú í einangrun og tveir liggja inni á Landspítala. 20. apríl 2021 10:56