Þegar réttur eins kann að skaða annan Hildur Ösp Gylfadóttir og Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifa 23. apríl 2021 12:30 Ráðningar hins opinbera eru reglulega til umfjöllunar í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Stundum í framhaldi af umfjöllun dómstóla þar sem hið tæknilega lögformlega ferli er til skoðunar. Fagmennska við ráðningar fer almennt vaxandi, umsækjendur eru betur meðvitaðir um sinn rétt og einstaka umsækjandi óskar eftir að fá afhent ráðningargögn að loknu ráðningarferli en afhending þeirra kann að vera íþyngjandi fyrir aðra umsækjendur. Þungt ferli og ríkur réttur Sanngjarnt og faglegt ráðningarferli á að vera ófrávíkjanleg krafa. Málamyndaauglýsingar ættu ekki að þekkjast enda vanvirðing við tíma, væntingar og persónulegar upplýsingar umsækjenda. Ráðningarferli hjá hinu opinbera eru almennt tímafrek og flókin og oft eru margir umsækjendur um hverja stöðu. Hafa þarf m.a. í huga rannsóknarregluna, jafnræðisregluna, upplýsingalöggjöf og persónuverndarlöggjöf. Setja þarf mælikvarða á hið huglæga og hið hlutlæga og skrásetning allra gagna sem verða til í ferlinu er lykilatriði. Vandinn við umsagnir Flestir ráðningaraðilar eru sammála um mikilvægi umsagna. Sé vandað til verkaog talað við rétta umsagnaraðilaer forspárgildið mikið og styðurvið aðrar upplýsingar eða þætti sem komið hafa fram fyrr í ferlinu hjá umsækjanda. Umsækjendur geta óskað eftir að fá þær upplýsingar afhentar sem koma fram í umsögnum. Jafnframt geta þeir óskað eftir umsögnum um aðra umsækjendur í ferlinu, jafnvel þá sem hlutu ekki starfið. Eðli málsins samkvæmt hlýtur þetta að hafa áhrif á hvernig umsagnaraðilar tjá sig, sér í lagi ef einhver tengsl eru á milli aðilanna. Undir þessum kringumstæðum er ekki tryggt að umsagnaraðilar treysti sér til að lýsa veikleikum eða áskorunum varðandi umsækjandann. Í dag ber oftar á að umsagnaraðilar vilji ekki láta skrásetja né hafa eftir sér ákveðnar upplýsingar við veitingu umsagnar. Að auki ber ráðningaraðila að veita umsækjanda tækifæri á að tjá sig um þær frábendingar sem kunna að koma fram í umsögnum, sem má segja að sé sanngjarnt, en aftur aukið álag á umsagnaraðila sem ekki allir eru tilbúnir í. Öll gögn málsins og tipp-Ex Mörgumumsækjendum er trúnaður um umsókn mikilvægur en því getur hið opinbera ekki lofað vegna ákvæða upplýsingalaga, það eitt og sér getur verið hindrun fyrir mögulegan umsækjanda. Beiðnir um rökstuðning berast nokkuð oft og við og við kemur upp sú staða að umsækjandi biður um öll gögn málsins en hvað þýðir það? Opinberum ráðningaraðila ber þá að afhenda viðkomandi umsóknargögn allra sem sóttu um og þau matsgögn, verkefni, viðtöl og aðrar upplýsingar sem hafa orðið til í ferlinu. Í starfsumsókn eru ítarlegar upplýsingar um menntun, starfsreynslu, fjölskylduhagi og umsagnaraðila. Í kynningarbréfi er nánari lýsing á hvers vegna viðkomandi sækir um starfið og rökstuðningur fyrir hæfni. Þetta eru oftast ítarlegri upplýsingar en umsækjendur myndu sjálfir vilja veita um sig fyrir opinbera birtingu. Ráðningaraðili fer yfir viðkvæmar persónuupplýsingar sem kunna að koma fram í gögnunum og strikar yfir þær áður en gögnin eru afhent, sem er í senn áhættusamt og tímafrekt. Erum við á réttri leið? Ráðningarferlið hjá hinu opinbera er að mörgu leiti vandað en spyrja má hvort að réttur eins umsækjanda brjóti á rétti annars í ferlinu þegar krafan um gagnsæi ogafhendingu upplýsinga er orðin svona rík. Eins er það álitin spurning hvort ríkið sé að missa af góðum umsækjendum sem kæra sig ekki um að eiga von á að ráðningarupplýsingar þeirra séu afhentar þriðja aðila án þeirrar vitneskju, jafnvel þó þeir hafi ekki fengið starfið.Langtímamarkmið hins opinberahlýtur að vera að laða að sér hæfustu umsækjendurna og í því skyni má velta upp hvort núverandi fyrirkomulag þarfnist endurskoðunar við. Vísbendingar eru um að róðurinn sé að þyngjast við að fáumsagnir þegar sá sem veitir umsögnina hefur verið upplýstur um hvar þau gögn kunna að enda. Eru umsækjendur varðir nægjanlega vel í ráðningarumhverfi hins opinbera í dag? Hildur Ösp Gylfadóttir, mannauðsstjóri hjá ríkisstofnun Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir, skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Stjórnsýsla Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ráðningar hins opinbera eru reglulega til umfjöllunar í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Stundum í framhaldi af umfjöllun dómstóla þar sem hið tæknilega lögformlega ferli er til skoðunar. Fagmennska við ráðningar fer almennt vaxandi, umsækjendur eru betur meðvitaðir um sinn rétt og einstaka umsækjandi óskar eftir að fá afhent ráðningargögn að loknu ráðningarferli en afhending þeirra kann að vera íþyngjandi fyrir aðra umsækjendur. Þungt ferli og ríkur réttur Sanngjarnt og faglegt ráðningarferli á að vera ófrávíkjanleg krafa. Málamyndaauglýsingar ættu ekki að þekkjast enda vanvirðing við tíma, væntingar og persónulegar upplýsingar umsækjenda. Ráðningarferli hjá hinu opinbera eru almennt tímafrek og flókin og oft eru margir umsækjendur um hverja stöðu. Hafa þarf m.a. í huga rannsóknarregluna, jafnræðisregluna, upplýsingalöggjöf og persónuverndarlöggjöf. Setja þarf mælikvarða á hið huglæga og hið hlutlæga og skrásetning allra gagna sem verða til í ferlinu er lykilatriði. Vandinn við umsagnir Flestir ráðningaraðilar eru sammála um mikilvægi umsagna. Sé vandað til verkaog talað við rétta umsagnaraðilaer forspárgildið mikið og styðurvið aðrar upplýsingar eða þætti sem komið hafa fram fyrr í ferlinu hjá umsækjanda. Umsækjendur geta óskað eftir að fá þær upplýsingar afhentar sem koma fram í umsögnum. Jafnframt geta þeir óskað eftir umsögnum um aðra umsækjendur í ferlinu, jafnvel þá sem hlutu ekki starfið. Eðli málsins samkvæmt hlýtur þetta að hafa áhrif á hvernig umsagnaraðilar tjá sig, sér í lagi ef einhver tengsl eru á milli aðilanna. Undir þessum kringumstæðum er ekki tryggt að umsagnaraðilar treysti sér til að lýsa veikleikum eða áskorunum varðandi umsækjandann. Í dag ber oftar á að umsagnaraðilar vilji ekki láta skrásetja né hafa eftir sér ákveðnar upplýsingar við veitingu umsagnar. Að auki ber ráðningaraðila að veita umsækjanda tækifæri á að tjá sig um þær frábendingar sem kunna að koma fram í umsögnum, sem má segja að sé sanngjarnt, en aftur aukið álag á umsagnaraðila sem ekki allir eru tilbúnir í. Öll gögn málsins og tipp-Ex Mörgumumsækjendum er trúnaður um umsókn mikilvægur en því getur hið opinbera ekki lofað vegna ákvæða upplýsingalaga, það eitt og sér getur verið hindrun fyrir mögulegan umsækjanda. Beiðnir um rökstuðning berast nokkuð oft og við og við kemur upp sú staða að umsækjandi biður um öll gögn málsins en hvað þýðir það? Opinberum ráðningaraðila ber þá að afhenda viðkomandi umsóknargögn allra sem sóttu um og þau matsgögn, verkefni, viðtöl og aðrar upplýsingar sem hafa orðið til í ferlinu. Í starfsumsókn eru ítarlegar upplýsingar um menntun, starfsreynslu, fjölskylduhagi og umsagnaraðila. Í kynningarbréfi er nánari lýsing á hvers vegna viðkomandi sækir um starfið og rökstuðningur fyrir hæfni. Þetta eru oftast ítarlegri upplýsingar en umsækjendur myndu sjálfir vilja veita um sig fyrir opinbera birtingu. Ráðningaraðili fer yfir viðkvæmar persónuupplýsingar sem kunna að koma fram í gögnunum og strikar yfir þær áður en gögnin eru afhent, sem er í senn áhættusamt og tímafrekt. Erum við á réttri leið? Ráðningarferlið hjá hinu opinbera er að mörgu leiti vandað en spyrja má hvort að réttur eins umsækjanda brjóti á rétti annars í ferlinu þegar krafan um gagnsæi ogafhendingu upplýsinga er orðin svona rík. Eins er það álitin spurning hvort ríkið sé að missa af góðum umsækjendum sem kæra sig ekki um að eiga von á að ráðningarupplýsingar þeirra séu afhentar þriðja aðila án þeirrar vitneskju, jafnvel þó þeir hafi ekki fengið starfið.Langtímamarkmið hins opinberahlýtur að vera að laða að sér hæfustu umsækjendurna og í því skyni má velta upp hvort núverandi fyrirkomulag þarfnist endurskoðunar við. Vísbendingar eru um að róðurinn sé að þyngjast við að fáumsagnir þegar sá sem veitir umsögnina hefur verið upplýstur um hvar þau gögn kunna að enda. Eru umsækjendur varðir nægjanlega vel í ráðningarumhverfi hins opinbera í dag? Hildur Ösp Gylfadóttir, mannauðsstjóri hjá ríkisstofnun Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir, skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun