Flestir vilja dóttur Duterte sem næsta forseta Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2021 12:19 Sara Duterte-Carpio, dóttir Rodrigo forseta, á kosningafundi árið 2019. Vísir/EPA Dóttir Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, er sú sem flestir landsmenn vilja að taki við af honum samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar í aðdraganda forsetakosninga á næsta ári. Hún heldur því þó fram að hún hafi engan áhuga á að bjóða sig fram. Stjórnarskrá Filippseyja meinar Duterte forseta að bjóða sig fram til endurkjörs í kosningunum á næsta ári. Í könnuninni um hvern svarendur vildu helst fá sem næsta forseta sögðust 27% vilja Söru Durerte-Carpio, borgarstjóra í Davao og dóttur forsetans umdeilda, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þetta er önnur könnunin í röð þar sem Durterte-Carpio er eftirsóttasti frambjóðandinn. Sjálf hefur Duterte-Carpio sagt að engar líkur séu á því að hún bjóði sig fram og faðir hennar hefur sömuleiðis sagt að það ætti hún að láta ógert. Fáir hafa þó trú á sú verði raunin í ljósi mikillar virkni Duterte-Carpio á samfélagsmiðlum og herferðar til að fá hana til þess að bjóða sig fram. Á eftir Duterte-Carpio í könnunni kom Ferdinand „Bongbong“ Marcos yngri, sonur og nafni fyrrverandi einræðisherra Filippseyja með þrettán prósent stuðning. Grace Poe, öldungadeildarþingmaður sem tapaði fyrir Duterte árið 2016, var í þriðja sæti. Enginn þeirra þrettán sem voru nefndir í könnuninni hafa lýst yfir áhuga á framboði formlega. Duterte forseti er umdeildur og ekki aðeins fyrir fúkyrðaflaum sem frá honum streymir gjarnan. Áætlað er að þúsundir manna hafi verið teknir af lífi utan dóms og laga í stríði öryggissveita ríkisins gegn fíkniefnum í landinu í stjórnartíð Duterte. Ríkisstjórn hans snöggreiddist íslenskum stjórnvöldum þegar þau stóðu að ályktun um að aftökurnar yrðu stöðvaðar á vettvangi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í fyrra. Filippseyjar Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Stjórnarskrá Filippseyja meinar Duterte forseta að bjóða sig fram til endurkjörs í kosningunum á næsta ári. Í könnuninni um hvern svarendur vildu helst fá sem næsta forseta sögðust 27% vilja Söru Durerte-Carpio, borgarstjóra í Davao og dóttur forsetans umdeilda, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þetta er önnur könnunin í röð þar sem Durterte-Carpio er eftirsóttasti frambjóðandinn. Sjálf hefur Duterte-Carpio sagt að engar líkur séu á því að hún bjóði sig fram og faðir hennar hefur sömuleiðis sagt að það ætti hún að láta ógert. Fáir hafa þó trú á sú verði raunin í ljósi mikillar virkni Duterte-Carpio á samfélagsmiðlum og herferðar til að fá hana til þess að bjóða sig fram. Á eftir Duterte-Carpio í könnunni kom Ferdinand „Bongbong“ Marcos yngri, sonur og nafni fyrrverandi einræðisherra Filippseyja með þrettán prósent stuðning. Grace Poe, öldungadeildarþingmaður sem tapaði fyrir Duterte árið 2016, var í þriðja sæti. Enginn þeirra þrettán sem voru nefndir í könnuninni hafa lýst yfir áhuga á framboði formlega. Duterte forseti er umdeildur og ekki aðeins fyrir fúkyrðaflaum sem frá honum streymir gjarnan. Áætlað er að þúsundir manna hafi verið teknir af lífi utan dóms og laga í stríði öryggissveita ríkisins gegn fíkniefnum í landinu í stjórnartíð Duterte. Ríkisstjórn hans snöggreiddist íslenskum stjórnvöldum þegar þau stóðu að ályktun um að aftökurnar yrðu stöðvaðar á vettvangi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í fyrra.
Filippseyjar Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira