Navalní hættur í hungurverkfalli að læknaráði Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2021 14:36 Stuðningsmenn Navalní mótmæltu meðal annars við rússneska sendiráðið í London á miðvikudag. Fleiri en þúsund stuðningsmenn hans voru handteknir í Rússlandi þann dag. Vísir/EPA Tuttugu og fjögurra daga löngu hungurverkfalli Alexeis Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, er lokið. Navalní tilkynnti þetta í dag skömmu eftir að læknar vöruðu við því að hann gæti látið lífið héldi hann verkfallinu til streitu. Í yfirlýsingu í dag sagðist Navalní ætla að binda enda á hungurverkfallið í ljósi aðstæðna og þess árangurs sem hann hefði náð. Upphaflega hóf hann verkfallið til að knýja á um að hann fengi viðunandi læknismeðferð við miklum bakverk og doða í fótleggjum. Hann sagðist hafa fengið að hitta almennan lækni í tvígang, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Enn segist Navalní þó staðráðinn í að krefjast þess að fá að hitta lækni að eigin vali. „Ég er að missa tilfinninguna í hluta handleggja og fótleggja og ég vil skilja hvað það er og hvernig á að meðhöndla það,“ sagði hann í skilaboðum á samfélagsmiðli frá fanganýlendu í bænum Vladímír þar sem rússnesk stjórnvöld halda honum. Eitrað var fyrir Navalní með taugaeitrinu novichok í Rússlandi í fyrra og er talið að Vladímír Pútín forseti hafi skipað fyrir um tilræðið. Navalní var fluttur til Þýskalands til meðferðar og lá hann þar í dái um hríð. Í janúar sneri hann heim til Rússlands og var handtekinn við komuna þangað. Rússnesk yfirvöld töldu hann hafa rofið skilmála reynslulausnar vegna eldri fangelsisdóms sem hann hlaut þegar hann gaf sig ekki reglulega fram á meðan hann lá á milli heims og helju í Þýskalandi. Dómstóll dæmdi Navalní í tveggja og hálfs árs fangelsi vegna brotsins. Upphaflega dómnum sem hann hlaut fyrir fjársvik var lýst sem gerræðislegum og óréttlátum í niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu. Þann dóm notuðu rússnesk stjórnvöld sem átyllu til að meina honum að bjóða sig fram gegn Pútín í forsetakosningunum árið 2018. Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu árið 2019 að rússnesk stjórnvöld hefðu brotið á rétti Navalní með því að láta hann sæta stofufangelsi og öðrum þvingunum árið 2014. Markmið þeirra hafi verið að takmarka stjórnmálabaráttu hans. Þúsundir manna komu saman til að krefjast lausnar Navalní í Rússlandi á miðvikudag en rússneska lögreglan handtók yfir þúsund þeirra. Rússnesk stjórnvöld leyfa takmarkað andóf gegn sér og höfðu lýst mótmælin ólögleg. Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Hvetja Navalní til að hætta hungurverkfallinu Læknar Alexeis Navalní, rússneska stjórnarandstæðingsins, hvetja hann til að hætta strax hungurverkfalli sínu í fangelsinu þar sem rússnesk yfirvöld halda honum. Þeir óttast að halda hann því áfram dragi það hann til dauða. 23. apríl 2021 07:43 Rússar á Íslandi mótmæla fyrir utan sendiráðið Boðaður mótmælafundur Rússa á Íslandi hófst klukkan 19 í kvöld fyrir utan rússneska sendiráðið við Túngötu í Reykjavík. Efnt er til fundarins vegna meðferðar rússneskra stjórnvalda á Alexei Navalní, einum helsta andstæðingi Vladimírs Pútíns, Rússlandsforseta. 21. apríl 2021 19:29 Fjöldi mótmælenda handtekinn í Rússlandi Rússneska lögreglan hefur handtekið hátt í tvö hundruð manns sem tóku þátt í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, í dag. Mótmælendur kröfðust þess að Navalní fengi viðunandi læknisþjónustu í fangelsi en læknar hans segjast óttast um líf hans. 21. apríl 2021 16:40 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Í yfirlýsingu í dag sagðist Navalní ætla að binda enda á hungurverkfallið í ljósi aðstæðna og þess árangurs sem hann hefði náð. Upphaflega hóf hann verkfallið til að knýja á um að hann fengi viðunandi læknismeðferð við miklum bakverk og doða í fótleggjum. Hann sagðist hafa fengið að hitta almennan lækni í tvígang, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Enn segist Navalní þó staðráðinn í að krefjast þess að fá að hitta lækni að eigin vali. „Ég er að missa tilfinninguna í hluta handleggja og fótleggja og ég vil skilja hvað það er og hvernig á að meðhöndla það,“ sagði hann í skilaboðum á samfélagsmiðli frá fanganýlendu í bænum Vladímír þar sem rússnesk stjórnvöld halda honum. Eitrað var fyrir Navalní með taugaeitrinu novichok í Rússlandi í fyrra og er talið að Vladímír Pútín forseti hafi skipað fyrir um tilræðið. Navalní var fluttur til Þýskalands til meðferðar og lá hann þar í dái um hríð. Í janúar sneri hann heim til Rússlands og var handtekinn við komuna þangað. Rússnesk yfirvöld töldu hann hafa rofið skilmála reynslulausnar vegna eldri fangelsisdóms sem hann hlaut þegar hann gaf sig ekki reglulega fram á meðan hann lá á milli heims og helju í Þýskalandi. Dómstóll dæmdi Navalní í tveggja og hálfs árs fangelsi vegna brotsins. Upphaflega dómnum sem hann hlaut fyrir fjársvik var lýst sem gerræðislegum og óréttlátum í niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu. Þann dóm notuðu rússnesk stjórnvöld sem átyllu til að meina honum að bjóða sig fram gegn Pútín í forsetakosningunum árið 2018. Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu árið 2019 að rússnesk stjórnvöld hefðu brotið á rétti Navalní með því að láta hann sæta stofufangelsi og öðrum þvingunum árið 2014. Markmið þeirra hafi verið að takmarka stjórnmálabaráttu hans. Þúsundir manna komu saman til að krefjast lausnar Navalní í Rússlandi á miðvikudag en rússneska lögreglan handtók yfir þúsund þeirra. Rússnesk stjórnvöld leyfa takmarkað andóf gegn sér og höfðu lýst mótmælin ólögleg.
Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Hvetja Navalní til að hætta hungurverkfallinu Læknar Alexeis Navalní, rússneska stjórnarandstæðingsins, hvetja hann til að hætta strax hungurverkfalli sínu í fangelsinu þar sem rússnesk yfirvöld halda honum. Þeir óttast að halda hann því áfram dragi það hann til dauða. 23. apríl 2021 07:43 Rússar á Íslandi mótmæla fyrir utan sendiráðið Boðaður mótmælafundur Rússa á Íslandi hófst klukkan 19 í kvöld fyrir utan rússneska sendiráðið við Túngötu í Reykjavík. Efnt er til fundarins vegna meðferðar rússneskra stjórnvalda á Alexei Navalní, einum helsta andstæðingi Vladimírs Pútíns, Rússlandsforseta. 21. apríl 2021 19:29 Fjöldi mótmælenda handtekinn í Rússlandi Rússneska lögreglan hefur handtekið hátt í tvö hundruð manns sem tóku þátt í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, í dag. Mótmælendur kröfðust þess að Navalní fengi viðunandi læknisþjónustu í fangelsi en læknar hans segjast óttast um líf hans. 21. apríl 2021 16:40 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Hvetja Navalní til að hætta hungurverkfallinu Læknar Alexeis Navalní, rússneska stjórnarandstæðingsins, hvetja hann til að hætta strax hungurverkfalli sínu í fangelsinu þar sem rússnesk yfirvöld halda honum. Þeir óttast að halda hann því áfram dragi það hann til dauða. 23. apríl 2021 07:43
Rússar á Íslandi mótmæla fyrir utan sendiráðið Boðaður mótmælafundur Rússa á Íslandi hófst klukkan 19 í kvöld fyrir utan rússneska sendiráðið við Túngötu í Reykjavík. Efnt er til fundarins vegna meðferðar rússneskra stjórnvalda á Alexei Navalní, einum helsta andstæðingi Vladimírs Pútíns, Rússlandsforseta. 21. apríl 2021 19:29
Fjöldi mótmælenda handtekinn í Rússlandi Rússneska lögreglan hefur handtekið hátt í tvö hundruð manns sem tóku þátt í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, í dag. Mótmælendur kröfðust þess að Navalní fengi viðunandi læknisþjónustu í fangelsi en læknar hans segjast óttast um líf hans. 21. apríl 2021 16:40