Dyrnar eru opnar upp á gátt Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 27. apríl 2021 10:30 Það vantar fleiri iðnmenntaða á vinnumarkað hér á landi og fleiri tæknimenntaða með framhaldsnám á háskólastigi. Umræða um iðnnám og þau sem velja sér slíkt nám hefur oft verið á þá leið að þau hafi lokað dyrum að frekara framhaldsnámi að baki sér. Að allir þurfi stúdentspróf til að dyrnar haldist opnar. Þessi umræða hefur stundum verið frekar neikvæð og snúist um hvað sé ekki verið að gera í stað þess að fjallað sé um það sem verið er að gera og um það sem horfir til betri vegar. Með svokölluðu fagháskólaverkefni sem unnið hefur verið að við iðn- og tæknifræðideild Háskólans í Reykjavík hefur ýmislegt áunnist, meðal annars að opna frekar aðgengi starfsmenntaðra að háskólanámi og að meta starfsmenntun, þekkingu og reynslu í ríkari mæli við námsframvindu. Fagháskólaverkefnið er styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneytinu og er helsta markmiðið með því að bæta flæði milli iðnnáms og háskólanáms og að gera iðn- og tæknimenntun að áhugaverðari og samkeppnishæfari kosti fyrir nemendur. Skilaboð HR eru skýr þ.e. að iðn- og tækninám sé jafnsett öðru bóknámi við háskólann. Því var talið mikilvægt að stofna nýja deild sem byði eingöngu upp á nám á fagháskólastigi. Í mars 2019 var iðn- og tæknifræðideild HR stofnuð en við deildina er kennd iðnfræði, byggingafræði og tæknifræði auk styttra diplómanáms í upplýsingatækni í mannvirkjagerð og í rekstrarfræði. Stofnun deildarinnar varð til þess að iðn- og tækninám varð sýnilegra og hefur umsóknum um nám við deildina fjölgað um 130% frá stofnun hennar. Ávinningur í hverju skrefi Eins og áður segir hefur viðhorf til iðnnáms oft verið þannig að búið sé að marka ákveðna braut, þ.e. að þau sem velji sér að fara í iðnnám séu búin að loka þessum margumtöluðu dyrum að baki sér. Svo er þó alls ekki. Við í iðn- og tæknifræðideild viljum leggja áherslu á að með því að velja iðnnám sé hægt að halda áfram ákveðna heildstæða námsleið þar sem ávinningur fæst í hverju skrefi. Nemendur sem fara þessa leið eru alltaf tilbúnir til að taka þátt í atvinnulífinu að loknu hverju skrefi. Með þessu er þó alls ekki verið að segja að allir þurfi að mennta sig meira heldur að leiðin að frekara námi sé alltaf opin ef áhugi er fyrir því að sækja sér meiri menntun. Ein leið sem hefur verið farin við iðn- og tæknifræðideild HR til að opna aðgengi starfsmenntaðra að háskólanámi er að bjóða upp á stöðupróf í stærðfræði og eðlisfræði. Stöðuprófin eru fyrir þau sem hyggja á nám í tæknifræði en uppfylla ekki inntökuskilyrði í stærðfræði og/eða eðlisfræði. Þannig verður nám í iðn- og tæknifræðideild opið fyrir fleirum og nemendur betur undirbúnir þegar þeir hefja nám í tæknifræði. Prófin voru haldin í fyrsta sinn sumarið 2020 og hófu fimm nemendur nám í tæknifræði síðastliðið haust sem nýttu sér þessa leið en þau hefðu annars ekki haft tækifæri til að komast inn í námið. Nám, þekking og reynsla metin Tíminn er dýrmæt auðlind og því skiptir miklu máli að tryggt sé að háskólanemar með iðnmenntun þurfi ekki að sækja námskeið á háskólastigi sem eru sambærileg við námskeið sem þeir hafa þegar lokið í iðnnámi – minni tíma er þannig sóað. Áhersla hefur verið lögð á þetta í fagháskólaverkefninu og hefur mikil vinna verið lögð í að rýna, endurskoða og samhæfa námsbrautir sem þegar eru til staðar. Verkefnið hefur verið unnið náið með Tækniskólanum, Rafmennt og IÐUNNI og er markmiðið að mynda samfellu í námi. Einnig hefur verið unnið að því að meta starfsreynslu og þekkingu í ríkari mæli en áður hefur verið gert. Þetta verður vonandi til þess að flæði iðnmenntaðra inn í háskólann verði meira og að fleiri einstaklingar með iðnmenntun sjái sér hag í að útskrifast úr háskóla en atvinnulífið kallar mjög eftir fólki með slíka menntun. Það er mikilvægt að fram komi að ekki er verið að slá af kröfum með þeim breytingum sem gerðar hafa verið, hvort sem verið er að tala um gæði námsins eða kröfur sem gerðar eru til nemenda. Einnig er mikilvægt að umræða um iðn- og tækninám verði jákvæðari hér á landi og að vitneskja um að verið sé að auka aðgengi starfsmenntaðra að háskólanámi og meta starfsmenntun, þekkingu og reynslu í ríkari mæli við námsframvindu verði almennari. Það leiðir vonandi til þess fleiri ákveði að fara í iðn- og tækninám og að þau viti að dyrnar að frekara námi eftir það, ef áhugi er fyrir hendi, eru opnar upp á gátt. Höfundur er verkefnastjóri við iðn- og tæknifræðideild HR og stýrir fagháskólaverkefninu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Háskólar Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Það vantar fleiri iðnmenntaða á vinnumarkað hér á landi og fleiri tæknimenntaða með framhaldsnám á háskólastigi. Umræða um iðnnám og þau sem velja sér slíkt nám hefur oft verið á þá leið að þau hafi lokað dyrum að frekara framhaldsnámi að baki sér. Að allir þurfi stúdentspróf til að dyrnar haldist opnar. Þessi umræða hefur stundum verið frekar neikvæð og snúist um hvað sé ekki verið að gera í stað þess að fjallað sé um það sem verið er að gera og um það sem horfir til betri vegar. Með svokölluðu fagháskólaverkefni sem unnið hefur verið að við iðn- og tæknifræðideild Háskólans í Reykjavík hefur ýmislegt áunnist, meðal annars að opna frekar aðgengi starfsmenntaðra að háskólanámi og að meta starfsmenntun, þekkingu og reynslu í ríkari mæli við námsframvindu. Fagháskólaverkefnið er styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneytinu og er helsta markmiðið með því að bæta flæði milli iðnnáms og háskólanáms og að gera iðn- og tæknimenntun að áhugaverðari og samkeppnishæfari kosti fyrir nemendur. Skilaboð HR eru skýr þ.e. að iðn- og tækninám sé jafnsett öðru bóknámi við háskólann. Því var talið mikilvægt að stofna nýja deild sem byði eingöngu upp á nám á fagháskólastigi. Í mars 2019 var iðn- og tæknifræðideild HR stofnuð en við deildina er kennd iðnfræði, byggingafræði og tæknifræði auk styttra diplómanáms í upplýsingatækni í mannvirkjagerð og í rekstrarfræði. Stofnun deildarinnar varð til þess að iðn- og tækninám varð sýnilegra og hefur umsóknum um nám við deildina fjölgað um 130% frá stofnun hennar. Ávinningur í hverju skrefi Eins og áður segir hefur viðhorf til iðnnáms oft verið þannig að búið sé að marka ákveðna braut, þ.e. að þau sem velji sér að fara í iðnnám séu búin að loka þessum margumtöluðu dyrum að baki sér. Svo er þó alls ekki. Við í iðn- og tæknifræðideild viljum leggja áherslu á að með því að velja iðnnám sé hægt að halda áfram ákveðna heildstæða námsleið þar sem ávinningur fæst í hverju skrefi. Nemendur sem fara þessa leið eru alltaf tilbúnir til að taka þátt í atvinnulífinu að loknu hverju skrefi. Með þessu er þó alls ekki verið að segja að allir þurfi að mennta sig meira heldur að leiðin að frekara námi sé alltaf opin ef áhugi er fyrir því að sækja sér meiri menntun. Ein leið sem hefur verið farin við iðn- og tæknifræðideild HR til að opna aðgengi starfsmenntaðra að háskólanámi er að bjóða upp á stöðupróf í stærðfræði og eðlisfræði. Stöðuprófin eru fyrir þau sem hyggja á nám í tæknifræði en uppfylla ekki inntökuskilyrði í stærðfræði og/eða eðlisfræði. Þannig verður nám í iðn- og tæknifræðideild opið fyrir fleirum og nemendur betur undirbúnir þegar þeir hefja nám í tæknifræði. Prófin voru haldin í fyrsta sinn sumarið 2020 og hófu fimm nemendur nám í tæknifræði síðastliðið haust sem nýttu sér þessa leið en þau hefðu annars ekki haft tækifæri til að komast inn í námið. Nám, þekking og reynsla metin Tíminn er dýrmæt auðlind og því skiptir miklu máli að tryggt sé að háskólanemar með iðnmenntun þurfi ekki að sækja námskeið á háskólastigi sem eru sambærileg við námskeið sem þeir hafa þegar lokið í iðnnámi – minni tíma er þannig sóað. Áhersla hefur verið lögð á þetta í fagháskólaverkefninu og hefur mikil vinna verið lögð í að rýna, endurskoða og samhæfa námsbrautir sem þegar eru til staðar. Verkefnið hefur verið unnið náið með Tækniskólanum, Rafmennt og IÐUNNI og er markmiðið að mynda samfellu í námi. Einnig hefur verið unnið að því að meta starfsreynslu og þekkingu í ríkari mæli en áður hefur verið gert. Þetta verður vonandi til þess að flæði iðnmenntaðra inn í háskólann verði meira og að fleiri einstaklingar með iðnmenntun sjái sér hag í að útskrifast úr háskóla en atvinnulífið kallar mjög eftir fólki með slíka menntun. Það er mikilvægt að fram komi að ekki er verið að slá af kröfum með þeim breytingum sem gerðar hafa verið, hvort sem verið er að tala um gæði námsins eða kröfur sem gerðar eru til nemenda. Einnig er mikilvægt að umræða um iðn- og tækninám verði jákvæðari hér á landi og að vitneskja um að verið sé að auka aðgengi starfsmenntaðra að háskólanámi og meta starfsmenntun, þekkingu og reynslu í ríkari mæli við námsframvindu verði almennari. Það leiðir vonandi til þess fleiri ákveði að fara í iðn- og tækninám og að þau viti að dyrnar að frekara námi eftir það, ef áhugi er fyrir hendi, eru opnar upp á gátt. Höfundur er verkefnastjóri við iðn- og tæknifræðideild HR og stýrir fagháskólaverkefninu.
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar