Frelsi fjölmiðla Guðmundur Andri Thorsson skrifar 29. apríl 2021 13:44 Einhver mikilvægasta auðlind í hverju lýðræðissamfélagi eru frjálsir fjölmiðlar þar sem fagleg og gagnrýnin umfjöllun veitir valdamönnum aðhald og heldur almenningi upplýstum. Frjáls fjölmiðlun snýst ekki um eignarhald eins og oft er látið að liggja – heldur frelsi starfsfólks undan afskiptum eigenda eða pólitískra fulltrúa. Frjáls fjölmiðlun snýst um trúnað við siðareglur og vinnulag – og trúnað við almenning sem á heimtingu á því að fá að móta sér skoðanir á grundvelli upplýsinga og staðreynda frekar en að vera mataður á tröllasögum og áróðri hagsmunaaðila. Til allrar hamingju eru enn að störfum slíkir fjölmiðlar í landinu. Ríkisútvarpið er þar á meðal. Það er og á að vera frjáls fjölmiðill í þjónustu einskis nema eiganda síns, sem er íslenska þjóðin. Fyrirmyndar-dæmi um góða og faglega fréttamennsku var í nóvembermánuði 2019 þegar upplýsingar komu fram í fréttaþættinum Kveik í Ríkisútvarpinu um starfshætti fyrirtækisins Samherja í Namibíu. Í kjölfarið hófst sakamálarannsókn sem enn stendur þar sem menn eru með réttarstöðu grunaðra. Varnir forsvarsmanna Samherja hafa ekki falist í því að hrekja það efnislega sem kom fram í þessum þáttum heldur hinu að sverta heimildamenn og veitast að fréttamönnum sem efnið unnu, með kærumálum til siðanefndar og dreifingu á áróðursmyndböndum þar sem sérstaklega er vegið að Helga Seljan, fréttamanninum sem bar hitann og þungann af þessari þáttagerð. Forsvarsmenn Samherja neita að eiga orðastað við Ríkisútvarpið. Þeir neita að svara efnislegum spurningum með öðru en myndböndum um illt innræti Helga Seljan. Þeir halda því þráfaldlega fram að hjá Ríkisútvarpið og starfsfólk þess láti stjórnast af illum hug í garð Samherja, rétt eins og RÚV hafi í sjálfu sér einhverjar skoðanir eða tilfinningar gagnvart fyrirtækjum útí bæ. Ekki fer á milli mála að ætlun forsvarsmanna Samherja er að hræða fréttamenn frá því að sinna vinnu sinni, enda virðast þeir telja sig hafna yfir óháða umfjöllun frjálsra fjölmiðla. Á dögunum spurði ég í fyrirspurnartíma á Alþingi Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra um afstöðu hennar til þessara árása forsvarsmanna Samherja á fréttamenn RÚV. Í máli hennar kom fram eindreginn stuðningur við fréttamenn og stofnunina. Það er mjög mikilvægt að starfsfólk RÚV fái slík skilaboð frá æðsta yfirmanni stofnunarinnar og líka forsvarsmenn Samherja, sem hafa líka ráðist í miklar hefndaraðgerðir gagnvart starfsfólki Seðlabankans vegna rannsókna þeirrar stofnunar á meintum gjaldeyrisbrotum Samherja í Hruninu. Viðbrögð annarra ráðherra hafa því miður ekki verið jafn eindregin og hjá Lilju. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherravar í sama fyrirspurnartíma spurð um afstöðu sína gagnvart orðum Seðlabankastjóra um framgöngu forsvarsmanna Samherja og svaraði með býsna almennum orðum um hagsmunaverði og hagsmunavörslu um leið og hún nefndi að Seðlabankastjóri hefði betur nefnt einhver dæmi máli sínu til stuðnings. Þau dæmi eru kunn flestum þeim sem á annað borð fylgjast með þjóðmálum. Að sjálfsögðu þarf forsætisráðherra landsins að stíga varlega til jarðar þegar rætt er um sakamál sem enn eru í rannsókn. En óneitanlega mætti það fólk sem sinnir eftirlitsskyldum fyrir samfélagið – í fjölmiðlum og fjármálaeftirliti – finna eindregnari stuðning á æðstu stöðum þegar að því er sótt af slíku offorsi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Samherjaskjölin Alþingi Samherji og Seðlabankinn Guðmundur Andri Thorsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Einhver mikilvægasta auðlind í hverju lýðræðissamfélagi eru frjálsir fjölmiðlar þar sem fagleg og gagnrýnin umfjöllun veitir valdamönnum aðhald og heldur almenningi upplýstum. Frjáls fjölmiðlun snýst ekki um eignarhald eins og oft er látið að liggja – heldur frelsi starfsfólks undan afskiptum eigenda eða pólitískra fulltrúa. Frjáls fjölmiðlun snýst um trúnað við siðareglur og vinnulag – og trúnað við almenning sem á heimtingu á því að fá að móta sér skoðanir á grundvelli upplýsinga og staðreynda frekar en að vera mataður á tröllasögum og áróðri hagsmunaaðila. Til allrar hamingju eru enn að störfum slíkir fjölmiðlar í landinu. Ríkisútvarpið er þar á meðal. Það er og á að vera frjáls fjölmiðill í þjónustu einskis nema eiganda síns, sem er íslenska þjóðin. Fyrirmyndar-dæmi um góða og faglega fréttamennsku var í nóvembermánuði 2019 þegar upplýsingar komu fram í fréttaþættinum Kveik í Ríkisútvarpinu um starfshætti fyrirtækisins Samherja í Namibíu. Í kjölfarið hófst sakamálarannsókn sem enn stendur þar sem menn eru með réttarstöðu grunaðra. Varnir forsvarsmanna Samherja hafa ekki falist í því að hrekja það efnislega sem kom fram í þessum þáttum heldur hinu að sverta heimildamenn og veitast að fréttamönnum sem efnið unnu, með kærumálum til siðanefndar og dreifingu á áróðursmyndböndum þar sem sérstaklega er vegið að Helga Seljan, fréttamanninum sem bar hitann og þungann af þessari þáttagerð. Forsvarsmenn Samherja neita að eiga orðastað við Ríkisútvarpið. Þeir neita að svara efnislegum spurningum með öðru en myndböndum um illt innræti Helga Seljan. Þeir halda því þráfaldlega fram að hjá Ríkisútvarpið og starfsfólk þess láti stjórnast af illum hug í garð Samherja, rétt eins og RÚV hafi í sjálfu sér einhverjar skoðanir eða tilfinningar gagnvart fyrirtækjum útí bæ. Ekki fer á milli mála að ætlun forsvarsmanna Samherja er að hræða fréttamenn frá því að sinna vinnu sinni, enda virðast þeir telja sig hafna yfir óháða umfjöllun frjálsra fjölmiðla. Á dögunum spurði ég í fyrirspurnartíma á Alþingi Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra um afstöðu hennar til þessara árása forsvarsmanna Samherja á fréttamenn RÚV. Í máli hennar kom fram eindreginn stuðningur við fréttamenn og stofnunina. Það er mjög mikilvægt að starfsfólk RÚV fái slík skilaboð frá æðsta yfirmanni stofnunarinnar og líka forsvarsmenn Samherja, sem hafa líka ráðist í miklar hefndaraðgerðir gagnvart starfsfólki Seðlabankans vegna rannsókna þeirrar stofnunar á meintum gjaldeyrisbrotum Samherja í Hruninu. Viðbrögð annarra ráðherra hafa því miður ekki verið jafn eindregin og hjá Lilju. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherravar í sama fyrirspurnartíma spurð um afstöðu sína gagnvart orðum Seðlabankastjóra um framgöngu forsvarsmanna Samherja og svaraði með býsna almennum orðum um hagsmunaverði og hagsmunavörslu um leið og hún nefndi að Seðlabankastjóri hefði betur nefnt einhver dæmi máli sínu til stuðnings. Þau dæmi eru kunn flestum þeim sem á annað borð fylgjast með þjóðmálum. Að sjálfsögðu þarf forsætisráðherra landsins að stíga varlega til jarðar þegar rætt er um sakamál sem enn eru í rannsókn. En óneitanlega mætti það fólk sem sinnir eftirlitsskyldum fyrir samfélagið – í fjölmiðlum og fjármálaeftirliti – finna eindregnari stuðning á æðstu stöðum þegar að því er sótt af slíku offorsi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun