Af viðskiptum við eftirlitskerfi Matvælastofnunar – Fjórði hluti Valur Freyr Jónsson skrifar 6. maí 2021 15:00 Hér er fjórði kafli umfjöllunar minnar um það hvernig það er að eiga hross á höfuðborgarsvæðinu, bæði úti og inni og eiga þar allt undir sérkennilegri framgöngu eftirlistmanna MAST. Ég geri þetta í þeirri von að að vinnubrögðum á borð við þau sem ég hef hér lýst linni. Matvælastofnun er opinber stofnun og það hlýtur að vera réttmæt krafa að þar sé fagmennska og þekking látin ráða för í málum sem hún tekur sér fyrir hendur, en ekki hlaupið eftir sögusögnum og tilhæfulausum ásökunum. Sjálfskipaðir sérfræðingar Viku af apríl 2020 byrjar alveg ótrúleg atburðarás. Í skítaveðri undir kvöld hringir í mig kona að nafni Harpa Pétursdóttir í Hjaltabakka 2 í Reykjavík til þess að segja mér að hún hafi verið í girðingunni hjá mér að skoða hrossin, og þarna væri allt að deyja úr vesöld. Grasið væri gult og það væri frosið svo,væri rauð veðurviðvörun framundan. Þegar ég vildi ekki sinna þessu þá varð hún galin og sagðist myndu tala við Dýralækninn í Mosó. Og það gerði hún, en Tóta (Þórunn þórarinsdóttir)sagði henni að það þyrfti varla að hafa áhyggjur af hrossum þarna. Illmögulegt að vera með hross nálægt þjóðvegi á Suðvesturlandinu, og sjálfsagt víðar. Dýralæknir á Suðurlandinu sagði mér að það þyrfti helst að koma öllum hrossum úr augsýn strax að hausti nema þeim sem stæðu i heyi. Annars væri enginn friður. Sífelld klögumál og kvartanir frá sjálfskipuðum sérfræðingum sem fara um vegina. Viku af apríl fer ég með kerru upp í Dalsmynni til þess að ná í tvö hross sem átti að járna og skoða í leiðinni ástandið á hrossunum eins og venjan er um það bil vikulega, en ekki síst til að athuga ónýta 600 metra girðingu sem féll í roki stuttu áður þegar hjólhýsi fauk á hana. Niðurstaðan varð sú að færa hrossin sem fyrst svo þau færu ekki út þó svo að það væri nógur hagi. Það var byrjað að grænka og þá rása hross dálítið. Byrjað að grænka í sumargirðingunni en haglaust svo þá var ekki um annað að ræða en að gefa fram að því að gróður yrði nógur. Á þessum tíma eru fjögur hross farin að leggja af, sérstaklega einn 25 vetra klár sem ekki hafði verið hjá mér áður. Holdstig hans var um það bil 2. Eigandinn sagði mér að svona hefði hann verið á hverju vori í mörg ár. Önnur hross í lagi að mati manna sem hafa vit og þekkingu á. En þeim var gefið fram í miðjan maí, í haglausu girðingunni. Þá var gróður orðinn það mikill að þau voru hætt að koma í hey. Allur þessi leikþáttur var nokkuð sérstakur. Eftirlitsaðilarnir vaða þarna inn, án þess svo mikið sem að spyrja hvar barnið sé sem þau voru komin til að bjarga frá drukknun. Eitthvað skoðuðu þau af hrossum og lásu af en ekki öll, enda hrossin dreifð um girðinguna. Labba síðan niður að þessum dæmalausa kofa sem mikið er búið að skrifa um að sé of lítið skjól, þar snéru þau við. Það var fylgst með þeim úr nágrenninu, svo er þarna myndavél. Síðan gerist það að tveir af þeim sem áttu þarna hross hjá mér fá tölvupóst um það að hrossin séu farin að leggja af, séu á beitarlausu landi sem þau kalla alltaf spildu við Dalsmynni. Var þess krafist að heyi sé komið til þeirra strax. Það var eins og nöfn þessara tveggja hefðu verið dregin upp úr hatti. Aðrir eigendur fengu ekki tilkynningar, hvað þá ég girðingahaldarinn sá eini sem réði þarna öllu. Þessir tveir fengu líka alla reikninga, sem þeir áttu náttúrulega ekki að fá. Hikuðu ekki við að ljúga að vönum hestamanni Þau fullyrtu það að þau hefðu farið um alla girðinguna og hún væri alveg haglaus. Þau hikuðu ekki við að ljúga þessu að öðrum þeirra sem fékk fékk þessar skýrslur og reikninga, þó þar væri maður sem er þekktur fyrir að vita töluvert mikið meira um hross og aðbúnað þeirra en margir aðrir. Þennan mann fékk ég til að fara niður um alla girðinguna og taka myndir af gróðurfarinu sem meiningin var að birta með dagsetningum opinberlega. Svo má nefna ónauðsynlegar eftirlitsferðir starfsfólks MAST með viku til hálfsmánaðarlegu millibili. Þann 11. júní fer eftirlitsmaður frá Selfossi til þess að athuga hvort hrossunum hafi verið gefið. Á þeim tíma eru margir bændur búnir að sleppa lambfé af húsi. En þarna var jú um að ræða dýravelferðar eftirlit í fjárhagslegum tilgangi. Það er óásættanlegt að fólk sem ekki hefur vit á gróðurfari og grassprettu sé að þvælast í nafni dýravelferðar. Eitthvað sem stjórnsýslan þarf að taka til athugunar Hafandi farið yfir þessi blöð og skýrslur frá Matvælastofnun sem vitna um sífelldan eltingaleik stofnunarinnar við mig vegna óábyrgra ábendinga í mörg ár, er eitthvað sem stjórnsýslan þarf að taka til athugunar. Það er tekið fram í öllum skýrslum nema þeirri síðustu að ekkert sé athugavert við holdafar hrossanna. Í apríl síðastliðnum voru 4 hross af 23 farin að leggja af en ekki til vandræða sem eflaust hefur mátt rekja til stórviðra því hagi var nógur og töluvert farið að grænka. Í hverri skýrslu er jarmað um það að beitin sé nánast búin. Hrossin samt sögð í góðu standi, en ekki farið að gefa og það í janúarmánuði. Er þrýstingur samfélagsins, fólks sem ekki hefur vit á, að hrossum sé gefið strax að hausti, orðinn svo mikill að Mast verði að fara eftir því? Svo er búið að bæta því í tilskipunar regluverkið að hross megi ekki vera of feit. Það gæti gefið góðan pening að ryðjast inná og sekta þá sem taka hross í hagagöngu allan veturinn til þess að geta selt hey. Þar sem hross verða svo feit að þau fá aukamakka og sykursýki í framhaldinu. Það hefur þurft að drepa hross þess vegna. Þetta eftirlit hefur ekkert með dýravelferð að gera Hverju eða hverjum er verið að þjóna? Hvaða tilgangi þjónaði það að fara í girðinguna hjá mér um miðjan október 2020 ? Hrossin nýkomin í vetrar hagann, eftirlit sem ég átti ekki að vita um, fyrr en ég sagði Konráði að fylgst hefði verið með þeim úr nágrenninu og eftirlitsmyndavél. Það hefur margoft sýnt sig að þetta eftirlit hefur ekkert með dýravelferð að gera, ekki frekar en eltingaleikurinn við Ástu í Dalsmynni þegar barist var í því að loka hjá henni hundahaldinu. Sem þjónaði einungis hagsmunum Hundaræktarfélagsins. Það kom í ljós að hvorki yfirmaðurinn í Reykjavík né Yfirdýralæknir höfðu hugmynd um þær aðgerðir. En þau gátu ekki dregið neitt til baka því þau urðu að standa með sýnu fólki. Annars hefðu þau skapa ríkinu skaðabótaskyldu þó hvorugt sæi ástæðu til lokunar. Keypti sig frá málaferlum Það gekk heldur ekki svo lítið á þegar brúneggjamálið var á dagskrá. Þar sem einn eftirlitsdýralæknirinn furðaði sig á hægaganginum. Það mál var þaggað niður. Þá er vert þess að geta þegar Mast hjólaði í hrossin hans Póra í Laxnesi sem voru í Dalsmynni á þeim tíma (Þórarinn Jónasson, eiganda Laxness hestaleigu í Mosfellsdal). Fengnir voru 5 eða 6 dýralæknar til þess að endurskoða þá úttekt sem varð til þess að Mast keypti sig frá málaferlum fyrir eina milljón króna. Allt í lagi með hrossin en kært út af flækingsgæs Mér finnst það ekki til að gera grín að en sagan segir að einhver hafi tilkynnt illa meðferð á hrossum á Suðurlandinu og eftirlitið rokið á stað, en þá því miður allt í lagi með hrossin en þá voru þau svo heppin að finna flækingsgæs í hesthúsinu og gátu þá kært fólkið fyrir alifuglaeldi án leyfis. Eitthvert eftirlit verður að vera og það trúverðugt Mér finnst eðlilegt að gera kröfu um það að í þessu eftirliti sé fólk sem kann mannasiði og hefur vit og þekkingu á því sem það á að gera. Því eitthvert eftirlit verður að vera og það trúverðugt. Mast virðist hiklaust fara í málaferli þó það sé vitað að þau tapist, nú síðast við Matís forstjórann fyrrverandi. Eitthvað verða þrír eða fleiri lögfræðingar að hafa að gera. Það er af nógu að taka síðar þegar þessum skrifum hefur verið svarað. Það er búið að standa til í mörg ár að taka til athugunar störf og framkomu þessarar stofnunar sem af mörgum er kölluð Ófreskjan. Dýravelferð er alvörumál og lög og reglugerðir þar um nauðsyn. En þegar þau þjóna fyrst og fremst eftirlitsstofnuninni sem getur pantað lög og reglugerðir að vild þá er eitthvað að. Mikilsmetinn maður, kunnugur öllu þessu kerfi, sagði mér að yfirdýralæknir væri ekki fúskari. Þessi ummæli segja mér mikið meira. Það hefur sýnt sig að yfirmenn þessara mála hafa ekki hugmynd um hvað sjálfala eftirlitið aðhefst eins og sýndi sig best þegar lokað var í Dalsmynni fyrir þriðja aðila. Hverju þjónar það til dæmis þegar fáeinir mjög gamlir klárar aflagðir voru sendir frá sveitabæ í sláturhús? Þá var Mast með viðbúnað að taka á móti þeim. Átti að bjarga klárunum frá dauða eða refsa einhverjum? Svo vil ég í lokin benda fólki á prýðilegar nýlegar greinar um útigangshross eftir Hallgerði Hauksdóttir og Helgu hesta-dýralækni. Einnig útvarpsviðtal við Sigríði Björnsdóttir frá Úthlíð í Biskupstungum. Höfundur er rútubílstjóri. freyshestar@hotmail.com Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýraheilbrigði Stjórnsýsla Tengdar fréttir Af viðskiptum við eftirlitskerfi Matvælastofnunar – Fjórði hluti Hér er fjórði kafli umfjöllunar minnar um það hvernig það er að eiga hross á höfuðborgarsvæðinu, bæði úti og inni og eiga þar allt undir sérkennilegri framgöngu eftirlistmanna MAST. 6. maí 2021 15:00 Af viðskiptum við eftirlitskerfi Matvælastofnunar – Þriðji hluti Enn held ég áfram umfjöllun um hvernig það er að eiga hross á höfuðborgarsvæðinu, bæði úti og inni og eiga þar allt undir sérkennilegri framgöngu eftirlitsmanna MAST. 5. maí 2021 15:00 Af viðskiptum við eftirlitskerfi Matvælastofnunar – Annar hluti Ég held hér áfram umfjöllun um hvernig það er að eiga hross á höfuðborgarsvæðinu, bæði úti og inni og eiga þar allt undir sérkennilegri framgöngu eftirlitsmanna MAST. 4. maí 2021 15:00 Af viðskiptum við eftirlitskerfi Matvælastofnunar Ég ætla að fara hérna yfir það á gagnrýninn hátt hvernig það er að eiga hross á höfuðborgarsvæðinu, bæði úti og inni. Sérstaklega mun ég taka til umfjöllunar eltingaleik Matvælastofnunar og furðulega framkomu starfsfólks stofnunarinnar við mig og aðra. 3. maí 2021 15:00 Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Hér er fjórði kafli umfjöllunar minnar um það hvernig það er að eiga hross á höfuðborgarsvæðinu, bæði úti og inni og eiga þar allt undir sérkennilegri framgöngu eftirlistmanna MAST. Ég geri þetta í þeirri von að að vinnubrögðum á borð við þau sem ég hef hér lýst linni. Matvælastofnun er opinber stofnun og það hlýtur að vera réttmæt krafa að þar sé fagmennska og þekking látin ráða för í málum sem hún tekur sér fyrir hendur, en ekki hlaupið eftir sögusögnum og tilhæfulausum ásökunum. Sjálfskipaðir sérfræðingar Viku af apríl 2020 byrjar alveg ótrúleg atburðarás. Í skítaveðri undir kvöld hringir í mig kona að nafni Harpa Pétursdóttir í Hjaltabakka 2 í Reykjavík til þess að segja mér að hún hafi verið í girðingunni hjá mér að skoða hrossin, og þarna væri allt að deyja úr vesöld. Grasið væri gult og það væri frosið svo,væri rauð veðurviðvörun framundan. Þegar ég vildi ekki sinna þessu þá varð hún galin og sagðist myndu tala við Dýralækninn í Mosó. Og það gerði hún, en Tóta (Þórunn þórarinsdóttir)sagði henni að það þyrfti varla að hafa áhyggjur af hrossum þarna. Illmögulegt að vera með hross nálægt þjóðvegi á Suðvesturlandinu, og sjálfsagt víðar. Dýralæknir á Suðurlandinu sagði mér að það þyrfti helst að koma öllum hrossum úr augsýn strax að hausti nema þeim sem stæðu i heyi. Annars væri enginn friður. Sífelld klögumál og kvartanir frá sjálfskipuðum sérfræðingum sem fara um vegina. Viku af apríl fer ég með kerru upp í Dalsmynni til þess að ná í tvö hross sem átti að járna og skoða í leiðinni ástandið á hrossunum eins og venjan er um það bil vikulega, en ekki síst til að athuga ónýta 600 metra girðingu sem féll í roki stuttu áður þegar hjólhýsi fauk á hana. Niðurstaðan varð sú að færa hrossin sem fyrst svo þau færu ekki út þó svo að það væri nógur hagi. Það var byrjað að grænka og þá rása hross dálítið. Byrjað að grænka í sumargirðingunni en haglaust svo þá var ekki um annað að ræða en að gefa fram að því að gróður yrði nógur. Á þessum tíma eru fjögur hross farin að leggja af, sérstaklega einn 25 vetra klár sem ekki hafði verið hjá mér áður. Holdstig hans var um það bil 2. Eigandinn sagði mér að svona hefði hann verið á hverju vori í mörg ár. Önnur hross í lagi að mati manna sem hafa vit og þekkingu á. En þeim var gefið fram í miðjan maí, í haglausu girðingunni. Þá var gróður orðinn það mikill að þau voru hætt að koma í hey. Allur þessi leikþáttur var nokkuð sérstakur. Eftirlitsaðilarnir vaða þarna inn, án þess svo mikið sem að spyrja hvar barnið sé sem þau voru komin til að bjarga frá drukknun. Eitthvað skoðuðu þau af hrossum og lásu af en ekki öll, enda hrossin dreifð um girðinguna. Labba síðan niður að þessum dæmalausa kofa sem mikið er búið að skrifa um að sé of lítið skjól, þar snéru þau við. Það var fylgst með þeim úr nágrenninu, svo er þarna myndavél. Síðan gerist það að tveir af þeim sem áttu þarna hross hjá mér fá tölvupóst um það að hrossin séu farin að leggja af, séu á beitarlausu landi sem þau kalla alltaf spildu við Dalsmynni. Var þess krafist að heyi sé komið til þeirra strax. Það var eins og nöfn þessara tveggja hefðu verið dregin upp úr hatti. Aðrir eigendur fengu ekki tilkynningar, hvað þá ég girðingahaldarinn sá eini sem réði þarna öllu. Þessir tveir fengu líka alla reikninga, sem þeir áttu náttúrulega ekki að fá. Hikuðu ekki við að ljúga að vönum hestamanni Þau fullyrtu það að þau hefðu farið um alla girðinguna og hún væri alveg haglaus. Þau hikuðu ekki við að ljúga þessu að öðrum þeirra sem fékk fékk þessar skýrslur og reikninga, þó þar væri maður sem er þekktur fyrir að vita töluvert mikið meira um hross og aðbúnað þeirra en margir aðrir. Þennan mann fékk ég til að fara niður um alla girðinguna og taka myndir af gróðurfarinu sem meiningin var að birta með dagsetningum opinberlega. Svo má nefna ónauðsynlegar eftirlitsferðir starfsfólks MAST með viku til hálfsmánaðarlegu millibili. Þann 11. júní fer eftirlitsmaður frá Selfossi til þess að athuga hvort hrossunum hafi verið gefið. Á þeim tíma eru margir bændur búnir að sleppa lambfé af húsi. En þarna var jú um að ræða dýravelferðar eftirlit í fjárhagslegum tilgangi. Það er óásættanlegt að fólk sem ekki hefur vit á gróðurfari og grassprettu sé að þvælast í nafni dýravelferðar. Eitthvað sem stjórnsýslan þarf að taka til athugunar Hafandi farið yfir þessi blöð og skýrslur frá Matvælastofnun sem vitna um sífelldan eltingaleik stofnunarinnar við mig vegna óábyrgra ábendinga í mörg ár, er eitthvað sem stjórnsýslan þarf að taka til athugunar. Það er tekið fram í öllum skýrslum nema þeirri síðustu að ekkert sé athugavert við holdafar hrossanna. Í apríl síðastliðnum voru 4 hross af 23 farin að leggja af en ekki til vandræða sem eflaust hefur mátt rekja til stórviðra því hagi var nógur og töluvert farið að grænka. Í hverri skýrslu er jarmað um það að beitin sé nánast búin. Hrossin samt sögð í góðu standi, en ekki farið að gefa og það í janúarmánuði. Er þrýstingur samfélagsins, fólks sem ekki hefur vit á, að hrossum sé gefið strax að hausti, orðinn svo mikill að Mast verði að fara eftir því? Svo er búið að bæta því í tilskipunar regluverkið að hross megi ekki vera of feit. Það gæti gefið góðan pening að ryðjast inná og sekta þá sem taka hross í hagagöngu allan veturinn til þess að geta selt hey. Þar sem hross verða svo feit að þau fá aukamakka og sykursýki í framhaldinu. Það hefur þurft að drepa hross þess vegna. Þetta eftirlit hefur ekkert með dýravelferð að gera Hverju eða hverjum er verið að þjóna? Hvaða tilgangi þjónaði það að fara í girðinguna hjá mér um miðjan október 2020 ? Hrossin nýkomin í vetrar hagann, eftirlit sem ég átti ekki að vita um, fyrr en ég sagði Konráði að fylgst hefði verið með þeim úr nágrenninu og eftirlitsmyndavél. Það hefur margoft sýnt sig að þetta eftirlit hefur ekkert með dýravelferð að gera, ekki frekar en eltingaleikurinn við Ástu í Dalsmynni þegar barist var í því að loka hjá henni hundahaldinu. Sem þjónaði einungis hagsmunum Hundaræktarfélagsins. Það kom í ljós að hvorki yfirmaðurinn í Reykjavík né Yfirdýralæknir höfðu hugmynd um þær aðgerðir. En þau gátu ekki dregið neitt til baka því þau urðu að standa með sýnu fólki. Annars hefðu þau skapa ríkinu skaðabótaskyldu þó hvorugt sæi ástæðu til lokunar. Keypti sig frá málaferlum Það gekk heldur ekki svo lítið á þegar brúneggjamálið var á dagskrá. Þar sem einn eftirlitsdýralæknirinn furðaði sig á hægaganginum. Það mál var þaggað niður. Þá er vert þess að geta þegar Mast hjólaði í hrossin hans Póra í Laxnesi sem voru í Dalsmynni á þeim tíma (Þórarinn Jónasson, eiganda Laxness hestaleigu í Mosfellsdal). Fengnir voru 5 eða 6 dýralæknar til þess að endurskoða þá úttekt sem varð til þess að Mast keypti sig frá málaferlum fyrir eina milljón króna. Allt í lagi með hrossin en kært út af flækingsgæs Mér finnst það ekki til að gera grín að en sagan segir að einhver hafi tilkynnt illa meðferð á hrossum á Suðurlandinu og eftirlitið rokið á stað, en þá því miður allt í lagi með hrossin en þá voru þau svo heppin að finna flækingsgæs í hesthúsinu og gátu þá kært fólkið fyrir alifuglaeldi án leyfis. Eitthvert eftirlit verður að vera og það trúverðugt Mér finnst eðlilegt að gera kröfu um það að í þessu eftirliti sé fólk sem kann mannasiði og hefur vit og þekkingu á því sem það á að gera. Því eitthvert eftirlit verður að vera og það trúverðugt. Mast virðist hiklaust fara í málaferli þó það sé vitað að þau tapist, nú síðast við Matís forstjórann fyrrverandi. Eitthvað verða þrír eða fleiri lögfræðingar að hafa að gera. Það er af nógu að taka síðar þegar þessum skrifum hefur verið svarað. Það er búið að standa til í mörg ár að taka til athugunar störf og framkomu þessarar stofnunar sem af mörgum er kölluð Ófreskjan. Dýravelferð er alvörumál og lög og reglugerðir þar um nauðsyn. En þegar þau þjóna fyrst og fremst eftirlitsstofnuninni sem getur pantað lög og reglugerðir að vild þá er eitthvað að. Mikilsmetinn maður, kunnugur öllu þessu kerfi, sagði mér að yfirdýralæknir væri ekki fúskari. Þessi ummæli segja mér mikið meira. Það hefur sýnt sig að yfirmenn þessara mála hafa ekki hugmynd um hvað sjálfala eftirlitið aðhefst eins og sýndi sig best þegar lokað var í Dalsmynni fyrir þriðja aðila. Hverju þjónar það til dæmis þegar fáeinir mjög gamlir klárar aflagðir voru sendir frá sveitabæ í sláturhús? Þá var Mast með viðbúnað að taka á móti þeim. Átti að bjarga klárunum frá dauða eða refsa einhverjum? Svo vil ég í lokin benda fólki á prýðilegar nýlegar greinar um útigangshross eftir Hallgerði Hauksdóttir og Helgu hesta-dýralækni. Einnig útvarpsviðtal við Sigríði Björnsdóttir frá Úthlíð í Biskupstungum. Höfundur er rútubílstjóri. freyshestar@hotmail.com
Af viðskiptum við eftirlitskerfi Matvælastofnunar – Fjórði hluti Hér er fjórði kafli umfjöllunar minnar um það hvernig það er að eiga hross á höfuðborgarsvæðinu, bæði úti og inni og eiga þar allt undir sérkennilegri framgöngu eftirlistmanna MAST. 6. maí 2021 15:00
Af viðskiptum við eftirlitskerfi Matvælastofnunar – Þriðji hluti Enn held ég áfram umfjöllun um hvernig það er að eiga hross á höfuðborgarsvæðinu, bæði úti og inni og eiga þar allt undir sérkennilegri framgöngu eftirlitsmanna MAST. 5. maí 2021 15:00
Af viðskiptum við eftirlitskerfi Matvælastofnunar – Annar hluti Ég held hér áfram umfjöllun um hvernig það er að eiga hross á höfuðborgarsvæðinu, bæði úti og inni og eiga þar allt undir sérkennilegri framgöngu eftirlitsmanna MAST. 4. maí 2021 15:00
Af viðskiptum við eftirlitskerfi Matvælastofnunar Ég ætla að fara hérna yfir það á gagnrýninn hátt hvernig það er að eiga hross á höfuðborgarsvæðinu, bæði úti og inni. Sérstaklega mun ég taka til umfjöllunar eltingaleik Matvælastofnunar og furðulega framkomu starfsfólks stofnunarinnar við mig og aðra. 3. maí 2021 15:00
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun