Mörgum milljörðum komið undan: „Þetta er að gerast fyrir framan nefið á okkur“ Birgir Olgeirsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 5. maí 2021 13:49 Theodóra Emilsdóttir, settur skattrannsóknastjóri. Skattrannsóknarstjóri telur að einn milljarður hafi tapast í fyrra vegna nokkurra mála sem eru til rannsóknar sem tengjast skipulögðum glæpahópum. Talið sé að mörgum milljörðum sé komið undan á ári hverju með slíkri svikastarfsemi. Í Kompás er fjallað um skipulagða glæpastarfsemi og margvíslega áhrif hennar á íslenskt samfélag. Lögreglan er á því að þetta sé ein mesta ógn sem steðjar að samfélagi okkar. Skattrannsóknastjóri rannsakar brot sem tengjast skiplögðum glæpum og varða útgáfu tilhæfulausra reikninga þar sem fyrirtæki, jafnvel með engan rekstur á bak við sig, eru nýtt til að koma peningum undan skatti. Í mörgum tilfellum eru leppar hafðir sem eigendur fyrirtækjanna, þeir gefa út reikning á annað fyrirtæki sem greiðir upphæðina. Hún er tekin út í reiðufé og skilað til þeirra sem greiddu reikninginn. Tilhæfulausir reikningar Þegar búið er að þvætta peningana á bílaþvottastöðinni vilja glæpahóparnir koma þeim undan skattinum. Þá stofna þeir annað félag; segjum t.d. sápufyrirtæki, sem er þó með engan rekstur á bak við sig. Sápufyrirtækið er notað í þeim eina tilgangi að gefa út reikninga á bílaþvottastöðina fyrir háar fjárhæðir. Bílaþvottastöðin greiðir sápufyrirtækinu og eigandi sápufyrirtækisins fer í bankann, tekur út upphæðina í reiðufé og skilar henni aftur til eigenda bílaþvottastöðvarinnar. „Sem nota þá í þeim tilgangi að lækka sína skattbyrði. Að greiða út svört laun, til að ná út fjármunum úr rekstrinum. Þetta sjáum við mikið í auknum mæli síðustu árin," segir Theodóra Emilsdóttir, settur skattrannsóknastjóri. Varnaðaráhrifin hafi lítið að segja. „Í skattsvikamálum þá færðu skilorðsbundinn dóm og háar fésektir sem fást ekki greiddar og það er hægt að taka það út í samfélagsþjónustu. Þannig er verið að milda refsinguna til muna." Vilji er fyrir því innan embættisins að geta brugðist strax við grunsamlegu athæfi fyrirtækja en eins og sakir standa geta liðið mörg ár þar til eitthvað sé hægt að gera eins og lagaumhverfið er í dag. „Þetta er að gerast fyrir framan nefið á okkur, við sjáum þetta gerast og það þarf að grípa strax inn í," segir Theodóra Emilsdóttir. Kompás Skattar og tollar Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Í Kompás er fjallað um skipulagða glæpastarfsemi og margvíslega áhrif hennar á íslenskt samfélag. Lögreglan er á því að þetta sé ein mesta ógn sem steðjar að samfélagi okkar. Skattrannsóknastjóri rannsakar brot sem tengjast skiplögðum glæpum og varða útgáfu tilhæfulausra reikninga þar sem fyrirtæki, jafnvel með engan rekstur á bak við sig, eru nýtt til að koma peningum undan skatti. Í mörgum tilfellum eru leppar hafðir sem eigendur fyrirtækjanna, þeir gefa út reikning á annað fyrirtæki sem greiðir upphæðina. Hún er tekin út í reiðufé og skilað til þeirra sem greiddu reikninginn. Tilhæfulausir reikningar Þegar búið er að þvætta peningana á bílaþvottastöðinni vilja glæpahóparnir koma þeim undan skattinum. Þá stofna þeir annað félag; segjum t.d. sápufyrirtæki, sem er þó með engan rekstur á bak við sig. Sápufyrirtækið er notað í þeim eina tilgangi að gefa út reikninga á bílaþvottastöðina fyrir háar fjárhæðir. Bílaþvottastöðin greiðir sápufyrirtækinu og eigandi sápufyrirtækisins fer í bankann, tekur út upphæðina í reiðufé og skilar henni aftur til eigenda bílaþvottastöðvarinnar. „Sem nota þá í þeim tilgangi að lækka sína skattbyrði. Að greiða út svört laun, til að ná út fjármunum úr rekstrinum. Þetta sjáum við mikið í auknum mæli síðustu árin," segir Theodóra Emilsdóttir, settur skattrannsóknastjóri. Varnaðaráhrifin hafi lítið að segja. „Í skattsvikamálum þá færðu skilorðsbundinn dóm og háar fésektir sem fást ekki greiddar og það er hægt að taka það út í samfélagsþjónustu. Þannig er verið að milda refsinguna til muna." Vilji er fyrir því innan embættisins að geta brugðist strax við grunsamlegu athæfi fyrirtækja en eins og sakir standa geta liðið mörg ár þar til eitthvað sé hægt að gera eins og lagaumhverfið er í dag. „Þetta er að gerast fyrir framan nefið á okkur, við sjáum þetta gerast og það þarf að grípa strax inn í," segir Theodóra Emilsdóttir.
Tilhæfulausir reikningar Þegar búið er að þvætta peningana á bílaþvottastöðinni vilja glæpahóparnir koma þeim undan skattinum. Þá stofna þeir annað félag; segjum t.d. sápufyrirtæki, sem er þó með engan rekstur á bak við sig. Sápufyrirtækið er notað í þeim eina tilgangi að gefa út reikninga á bílaþvottastöðina fyrir háar fjárhæðir. Bílaþvottastöðin greiðir sápufyrirtækinu og eigandi sápufyrirtækisins fer í bankann, tekur út upphæðina í reiðufé og skilar henni aftur til eigenda bílaþvottastöðvarinnar.
Kompás Skattar og tollar Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira