Ferðamenn dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða lögregluþjón á Ítalíu Samúel Karl Ólason skrifar 5. maí 2021 23:47 Finnegan Lee Elder hlustar á dómara kveða upp dóm sinni. Hægra megin við hann, með ljósa grímu, er Gabriel Natale-Hjorth. AP/Gregorio Borgia Tveir bandarískir ferðamenn voru í dag dæmdir fyrir að myrða ítalskan lögregluþjón nærri hóteli þeirra í Róm árið 2019. Mennirnir voru dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir morðið en þeir héldu því fram að um sjálfsvörn hefði verið að ræða. Þeir voru einnig fundnir sekir um tilraun til fjárkúgunar, mótþróa gegn valdstjórn og að bera stóran hníf án tilefnis. Í júlí 2019 voru þeir Finnegan Lee Elder (19) og Gabriel Christian Natale-Hjorth (18) staddir í Róm í fríi. Eftir deilur við fíkniefnasala stakk Elder lögregluþjóninn Mario Cerciello Rega ellefu sinnum. Elder viðurkenndi að hafa stungið Rega, samkvæmt frétt Reuters, en Bandaríkjamennirnir sögðust hafa talið Rega og starfsfélaga hans vera þrjóta sem hafi ætlað að ræna þá. Skömmu áður höfðu þeir reynt að kaupa fíkniefni af fíkniefnasala en sá mun hafa reynt að stinga af. Elder og Natale-Hjorth náðu að grípa tösku úr höndunum á manni sem var með fíkniefnasalanum og komust seinna að samkomulagi um að hitta þá og láta þá fá töskuna aftur í skiptum fyrir peningana þeirra. Frá dómsuppkvaðningunni í dag. Í stað fíkniefnasala mættu Rega og lögregluþjónninn Andra Varriale. Báðir voru óeinkennisklæddir og sagði Elder fyrir dómi að lögregluþjónarnir hefðu ráðist á sig og Natale-Hjorth. Því neitaði Varriale. Hann sagði þá hafa greinilega tilkynnt að þeir væru lögregluþjónar. Í ryskingum þeirra stakk Elder Rega ellefu sinnum með 18 sentímetra löngum hníf sem hann hafði flutt með sér frá Bandaríkjunum. Natale-Hjorth hélt því fram að hann hefði ekki vitað af því að Rega hefði tekið hníf með sér en fingrafar hans fannst þó á felustað hnífsins á hótelherbergi þeirra. Reuters segir fjölmiðla á Ítalíu hafa sagt frá því að fíkniefnasalinn hafi verið uppljóstrari lögreglunnar og hann hafi beðið um hjálp við að ná töskunni aftur. Dómarar höfnuðu málflutningi Bandaríkjamannanna alfarið og var þeim veitt þyngsta refsing sem mögulegt var. Með góðri hegðun gæti þeim verið sleppt á skilorð eftir 21 ár. Þeir geta þó áfrýjað dómnum. Francesco Petrelli, lögmaður Natale-Hjorth, segir dóminn vera rangan og sláandi. Ítalía Bandaríkin Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Sjá meira
Þeir voru einnig fundnir sekir um tilraun til fjárkúgunar, mótþróa gegn valdstjórn og að bera stóran hníf án tilefnis. Í júlí 2019 voru þeir Finnegan Lee Elder (19) og Gabriel Christian Natale-Hjorth (18) staddir í Róm í fríi. Eftir deilur við fíkniefnasala stakk Elder lögregluþjóninn Mario Cerciello Rega ellefu sinnum. Elder viðurkenndi að hafa stungið Rega, samkvæmt frétt Reuters, en Bandaríkjamennirnir sögðust hafa talið Rega og starfsfélaga hans vera þrjóta sem hafi ætlað að ræna þá. Skömmu áður höfðu þeir reynt að kaupa fíkniefni af fíkniefnasala en sá mun hafa reynt að stinga af. Elder og Natale-Hjorth náðu að grípa tösku úr höndunum á manni sem var með fíkniefnasalanum og komust seinna að samkomulagi um að hitta þá og láta þá fá töskuna aftur í skiptum fyrir peningana þeirra. Frá dómsuppkvaðningunni í dag. Í stað fíkniefnasala mættu Rega og lögregluþjónninn Andra Varriale. Báðir voru óeinkennisklæddir og sagði Elder fyrir dómi að lögregluþjónarnir hefðu ráðist á sig og Natale-Hjorth. Því neitaði Varriale. Hann sagði þá hafa greinilega tilkynnt að þeir væru lögregluþjónar. Í ryskingum þeirra stakk Elder Rega ellefu sinnum með 18 sentímetra löngum hníf sem hann hafði flutt með sér frá Bandaríkjunum. Natale-Hjorth hélt því fram að hann hefði ekki vitað af því að Rega hefði tekið hníf með sér en fingrafar hans fannst þó á felustað hnífsins á hótelherbergi þeirra. Reuters segir fjölmiðla á Ítalíu hafa sagt frá því að fíkniefnasalinn hafi verið uppljóstrari lögreglunnar og hann hafi beðið um hjálp við að ná töskunni aftur. Dómarar höfnuðu málflutningi Bandaríkjamannanna alfarið og var þeim veitt þyngsta refsing sem mögulegt var. Með góðri hegðun gæti þeim verið sleppt á skilorð eftir 21 ár. Þeir geta þó áfrýjað dómnum. Francesco Petrelli, lögmaður Natale-Hjorth, segir dóminn vera rangan og sláandi.
Ítalía Bandaríkin Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Sjá meira