Methelgi í komu ferðamanna og hraðpróf til skoðunar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. maí 2021 21:02 Heilbrigðisráðherra segir að unnið sé að því að draga úr því álagi sem mun skapast vegna fjölgunar ferðamanna. Vísir/Vilhelm Búist er við methelgi í komu farþegaflugvéla um helgina og gætu ferðamenn þurft að bíða klukkustundunum saman á meðan landamæraverðir fara yfir vottorð þeirra allra. Heilbrigðisráðherra segir svokölluð hraðpróf vera til skoðunar til að flýta fyrir ferlinu. Sautján farþegaflugvélar eru væntanlegar til landsins um helgina og hefur slíkur fjöldi ekki sést það sem af er ári í það minnsta. Þar af er búist við hátt í þúsund farþegum á morgun, meðal annars um þrjú hundruð manns frá Bandaríkjunum á milli klukkan sex og átta í fyrramálið. Óttast er að sóttvarnarhótelin muni sprengja utan af sér en þau eru þrjú talsins í dag. „Ég veit að það erverið að gera ráðstafanir til að fjölga plássum og svo verðum við bara að sjá í hversu langan tíma til viðbótar við þurfum að viðhafa þetta úrræði þegar okkur gengur svona vel,” segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra. Hún fagnar því að ferðamenn séu að koma til landsins. „Mér líst vel á þessa þróun. Við sjáum að hlutfall bólusettra farþega er að aukst mjög verulega af þeim sem eru að koma inn til landsins og af þessu millibilsástandi þar sem við erum að bólusetja alla hér að þá er það jákvætt og við finnum bara að það hefur mjög jákvæð áhrif að sjálfsögðu. Fólk er að koma hérna og dvelja í lengri tíma og er að bæði styðja þannig við fyrirtækin og þannig líka við ríkissjóð,” segir hún. Þá hefur veirudeild Landspítala lýst áhyggjum af því að ráða ekki við álagið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að unnið sé að því að leysa það. „Það eru ýmsar leiðir sem við erum með til skoðunar þar. Bæði af því er varðar sýnatöku á þeim sem eru komin með bólusetningavottorð og hafa farið í eina sýnatöku. Við þurfum að hafa hraðar hendur, ég ræddi þetta líka á ríkisstjórnarfundi með sérstöku minnisblaði, hvernig við gætum komið til móts við þetta aukna álag á bæði sýnatökuna, vottorðaskoðun á landamærunum og greiningagetuna hér innanlands,” segir Svandís. Skyndiskimanir séu til skoðunar. „Það er eitt af því sem hefur verið skoðað, þá sérstaklega fyrir þau sem eru á leiðinni út, hvort sem það eru Íslendingar á leiðinni utan eða ferðamenn sem eru á leiðinni aftur heim, ef að hraðpróf duga til þess að uppfylla þær kröfur sem eru á hinum endanum, að þá kunni það að vera eitthvað sem við getum boðið upp á hér. Þetta er allt saman í mjög hraðri vinnslu í mínu ráðuneyti.” Viðbúið er að raðir muni myndast og að farþegar þurfi að bíða í einhverjar klukkustundir til þess að komast í gegnum flugvöllinn, að sögn Sigurgeirs Ómars Sigmundssonar, yfirlögregluþjóns á Keflavíkurflugvelli. „Það er algjörlega viðbúið að það verði mjög tafsamt með Bandaríkjaflugið í fyrramálið því þetta eru um 300 manns úr þremur vélum og þeir sem koma þaðan eru nánast allir bólusettir.Við höfum takmarkaðq aðstöðu, bara þrjú hlið til þess að skoða bólsuetningavottorð en við reynum,” segir Sigurgeir. Verkferlum hefur verið breytt þannig að sýnatökur og afgreiðslur vottorða verði færðar úr landamærasalnum. „Þá erum við að fara út í komusal fyrir utan tollinn og í gámaeiningar sem er verið að setja saman fyrir utan komusalinn, úti á bílastæði.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Sautján farþegaflugvélar eru væntanlegar til landsins um helgina og hefur slíkur fjöldi ekki sést það sem af er ári í það minnsta. Þar af er búist við hátt í þúsund farþegum á morgun, meðal annars um þrjú hundruð manns frá Bandaríkjunum á milli klukkan sex og átta í fyrramálið. Óttast er að sóttvarnarhótelin muni sprengja utan af sér en þau eru þrjú talsins í dag. „Ég veit að það erverið að gera ráðstafanir til að fjölga plássum og svo verðum við bara að sjá í hversu langan tíma til viðbótar við þurfum að viðhafa þetta úrræði þegar okkur gengur svona vel,” segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra. Hún fagnar því að ferðamenn séu að koma til landsins. „Mér líst vel á þessa þróun. Við sjáum að hlutfall bólusettra farþega er að aukst mjög verulega af þeim sem eru að koma inn til landsins og af þessu millibilsástandi þar sem við erum að bólusetja alla hér að þá er það jákvætt og við finnum bara að það hefur mjög jákvæð áhrif að sjálfsögðu. Fólk er að koma hérna og dvelja í lengri tíma og er að bæði styðja þannig við fyrirtækin og þannig líka við ríkissjóð,” segir hún. Þá hefur veirudeild Landspítala lýst áhyggjum af því að ráða ekki við álagið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að unnið sé að því að leysa það. „Það eru ýmsar leiðir sem við erum með til skoðunar þar. Bæði af því er varðar sýnatöku á þeim sem eru komin með bólusetningavottorð og hafa farið í eina sýnatöku. Við þurfum að hafa hraðar hendur, ég ræddi þetta líka á ríkisstjórnarfundi með sérstöku minnisblaði, hvernig við gætum komið til móts við þetta aukna álag á bæði sýnatökuna, vottorðaskoðun á landamærunum og greiningagetuna hér innanlands,” segir Svandís. Skyndiskimanir séu til skoðunar. „Það er eitt af því sem hefur verið skoðað, þá sérstaklega fyrir þau sem eru á leiðinni út, hvort sem það eru Íslendingar á leiðinni utan eða ferðamenn sem eru á leiðinni aftur heim, ef að hraðpróf duga til þess að uppfylla þær kröfur sem eru á hinum endanum, að þá kunni það að vera eitthvað sem við getum boðið upp á hér. Þetta er allt saman í mjög hraðri vinnslu í mínu ráðuneyti.” Viðbúið er að raðir muni myndast og að farþegar þurfi að bíða í einhverjar klukkustundir til þess að komast í gegnum flugvöllinn, að sögn Sigurgeirs Ómars Sigmundssonar, yfirlögregluþjóns á Keflavíkurflugvelli. „Það er algjörlega viðbúið að það verði mjög tafsamt með Bandaríkjaflugið í fyrramálið því þetta eru um 300 manns úr þremur vélum og þeir sem koma þaðan eru nánast allir bólusettir.Við höfum takmarkaðq aðstöðu, bara þrjú hlið til þess að skoða bólsuetningavottorð en við reynum,” segir Sigurgeir. Verkferlum hefur verið breytt þannig að sýnatökur og afgreiðslur vottorða verði færðar úr landamærasalnum. „Þá erum við að fara út í komusal fyrir utan tollinn og í gámaeiningar sem er verið að setja saman fyrir utan komusalinn, úti á bílastæði.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira