Kynhlutlaust mál bannað með lögum Snorri Másson skrifar 9. maí 2021 22:01 Jean-Michel Blanquer er menntamálaráðherra í ríkisstjórn Emmanuel Macron, sem er flokksbróðir hans. Vísir/EPA Menntamálaráðherra Frakka hefur lögfest við því blátt bann að í skólum landsins sé stuðst við kynhlutlaust mál í námsefni fyrir börn. Hann segir reglurnar of flóknar fyrir þau. Það hefur verið umdeilt um margra ára skeið í Frakklandi að nota punkta inni í miðju orði til þess að gefa sérstaklega til kynna að í orðinu felist allar útgáfur til dæmis tiltekins starfsheitis. Dæmi má taka úr þingheimi: „député“ er þingmaður. „Députée“ er þingkona. „Députés“ væri hin hefðbundna fleirtala, sem íhaldssamari Frakkar myndu segja að næði einnig yfir þingkonurnar. „Député.e.s“ er hins vegar nýja útgáfan, sem nú er óheimil í skólum samkvæmt lögum. Í henni áréttar punkturinn svo ekki verður um villst að þarna inni séu líka þingkonur. Mörgum Frökkum þykir punktinum ofaukið, eins og menntamálaráðherranum, Jean-Michel Blaquer. Er hann ræddi málið fyrir menntamálanefnd franska þingsins sagði hann punktakerfið of flókið og raunar svo flókið að það myndi aftra skilningi barna á tungumálinu. Ógerningur sé að miðla franskri tungu til ungu kynslóðarinnar ef punktarnir eru þarna að þvælast fyrir, svo ekki sé talað um fyrir lesblinda, hefur ráðherrann sagt. Alþjóðlegt deilumál Málið veldur verulegum titringi hjá Frökkum og margir eru ósáttir við menntamálaráðherrann. Feminískir stjórnmálamenn á vinstri væng segja þetta óhæfu og telja jafnréttismál að hátta málfræðinni á þennan veg. Klofningurinn er ekki ósvipaður þeim sem þegar er uppi í Þýskalandi, þar sem mörgum er í nöp við stjörnu (*) sem klýfur fjölda titla til þess að árétta að konur séu þar inni. Þar er „Student“ í fleirtölu ekki aðeins „Studenten“ heildur „Student*innen“ og raunar frekar „Studierenden“. Þetta er mjög útbreidd notkun í Þýskalandi. Í íslensku hefur hvorugkynsmynd ýmissa fornafna sótt mjög í sig veðrið á síðustu misserum, þar sem ekki er lengur talað um að „allir“ eða „margir“ hafi til dæmis farið í bólusetningu, heldur „öll“ eða „mörg.“ Frakkland Tengdar fréttir Uggandi Miðflokksmenn og tvístígandi Vinstri græn Þingmenn Miðflokksins eru uggandi yfir frumvarpi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um breytingar á mannanafnalögum. 13. október 2020 12:24 Núgildandi mannanafnalöggjöf feli í sér mannréttindabrot Fyrrverandi formaður mannanafnanefndar, fagnar frumvarpi dómsmálaráðherra sem meðal annars kveður á um að nefndin verði lögð niður. Íslenskufræðingur segir núgildandi lög fela í sér mannréttindabrot. 5. mars 2020 17:30 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Það hefur verið umdeilt um margra ára skeið í Frakklandi að nota punkta inni í miðju orði til þess að gefa sérstaklega til kynna að í orðinu felist allar útgáfur til dæmis tiltekins starfsheitis. Dæmi má taka úr þingheimi: „député“ er þingmaður. „Députée“ er þingkona. „Députés“ væri hin hefðbundna fleirtala, sem íhaldssamari Frakkar myndu segja að næði einnig yfir þingkonurnar. „Député.e.s“ er hins vegar nýja útgáfan, sem nú er óheimil í skólum samkvæmt lögum. Í henni áréttar punkturinn svo ekki verður um villst að þarna inni séu líka þingkonur. Mörgum Frökkum þykir punktinum ofaukið, eins og menntamálaráðherranum, Jean-Michel Blaquer. Er hann ræddi málið fyrir menntamálanefnd franska þingsins sagði hann punktakerfið of flókið og raunar svo flókið að það myndi aftra skilningi barna á tungumálinu. Ógerningur sé að miðla franskri tungu til ungu kynslóðarinnar ef punktarnir eru þarna að þvælast fyrir, svo ekki sé talað um fyrir lesblinda, hefur ráðherrann sagt. Alþjóðlegt deilumál Málið veldur verulegum titringi hjá Frökkum og margir eru ósáttir við menntamálaráðherrann. Feminískir stjórnmálamenn á vinstri væng segja þetta óhæfu og telja jafnréttismál að hátta málfræðinni á þennan veg. Klofningurinn er ekki ósvipaður þeim sem þegar er uppi í Þýskalandi, þar sem mörgum er í nöp við stjörnu (*) sem klýfur fjölda titla til þess að árétta að konur séu þar inni. Þar er „Student“ í fleirtölu ekki aðeins „Studenten“ heildur „Student*innen“ og raunar frekar „Studierenden“. Þetta er mjög útbreidd notkun í Þýskalandi. Í íslensku hefur hvorugkynsmynd ýmissa fornafna sótt mjög í sig veðrið á síðustu misserum, þar sem ekki er lengur talað um að „allir“ eða „margir“ hafi til dæmis farið í bólusetningu, heldur „öll“ eða „mörg.“
Frakkland Tengdar fréttir Uggandi Miðflokksmenn og tvístígandi Vinstri græn Þingmenn Miðflokksins eru uggandi yfir frumvarpi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um breytingar á mannanafnalögum. 13. október 2020 12:24 Núgildandi mannanafnalöggjöf feli í sér mannréttindabrot Fyrrverandi formaður mannanafnanefndar, fagnar frumvarpi dómsmálaráðherra sem meðal annars kveður á um að nefndin verði lögð niður. Íslenskufræðingur segir núgildandi lög fela í sér mannréttindabrot. 5. mars 2020 17:30 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Uggandi Miðflokksmenn og tvístígandi Vinstri græn Þingmenn Miðflokksins eru uggandi yfir frumvarpi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um breytingar á mannanafnalögum. 13. október 2020 12:24
Núgildandi mannanafnalöggjöf feli í sér mannréttindabrot Fyrrverandi formaður mannanafnanefndar, fagnar frumvarpi dómsmálaráðherra sem meðal annars kveður á um að nefndin verði lögð niður. Íslenskufræðingur segir núgildandi lög fela í sér mannréttindabrot. 5. mars 2020 17:30