Anníe Mist opnaði sig um sitt fæðingarþunglyndi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2021 09:00 Anníe Mist Þórisdóttir með Freyju Mist sinni. Instagram/@anniethorisdottir Opið bréf frá íslensku CrossFit konunni Anníe Mist Þórisdóttir fær stóran sess á Morning Chalk Up síðunni en þar segir hún frá sinni reynslu af því að eignast dóttur í ágúst. Morning Chalk Up fékk íþróttafólk til að opna sig um andlega þáttinn með það markmið að vekja athygli á vandamálum íþróttafólks sem leynast oft á bak við tjöldin. Anníe Mist hefur áður sagt frá reynslu sinni af fyrstu níu mánuðum eftir fæðingu dóttur sinnar en að þessu sinni opnaði hún sig alveg upp á gátt. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) „Eftir að ég eignaðist Freyju þá upplifði ég miklar hæðir og lægðir,“ skrifaði Anníe Mist og hélt áfram: „Já, ánægð, brosandi, fjörug, orkumikil, og ástfangin af lífinu Anníe sem var á sama tíma að glíma við fæðingarþunglyndi,“ skrifaði Anníe Mist. Instagram „Á meðan meðgöngunni stóð ég tók bumbunni fagnandi af því að það var eitthvað að vaxa inn í mér. Ég var stolt að sýna bumbuna og gat ekki beðið eftir því að hitta dóttur mína,“ skrifaði Anníe. „En eftir fæðinguna þá var hún þarna án nokkurrar ástæðu. Hún var ekki til neins. Hún var bara tóm,“ skrifaði Anníe. „Ég hef eytt öllu lífinu í að verða sterkari, hraustari og að vera tilbúin í öll þau líkamlegu próf ég gat ímyndað mér. Ég bjóst við því að fæðingin yrði eins og hver önnur æfing eða áskorun sem líkaminn minn myndi takast á við en svo var ekki,“ skrifaði Anníe. „Líkaminn brást mér,“ skrifaði Anníe hreinskilin. Anníe er sterk fyrirmynd og hún vill segja frá þessum vandamálum sínum til að hjálpa öðrum konum sem eru kannski að glíma við svipaða hluti. „Ég horfði í spegilinn en þekkti ekki það sem ég sá þar. Kannski þekkja einhverjar það sem ég er að tala um. Stór, mjúkur og holdugur belgur. Þetta var ekki minn líkami,“ skrifaði Anníe. Anníe Mist sagði líka frá mjög erfiðri fæðingu sem tók þrjá daga og reyndi gríðarlega mikið á hana. Það má lesa allt bréfið hennar með því að smella hér. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Börn og uppeldi Geðheilbrigði Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Sjá meira
Morning Chalk Up fékk íþróttafólk til að opna sig um andlega þáttinn með það markmið að vekja athygli á vandamálum íþróttafólks sem leynast oft á bak við tjöldin. Anníe Mist hefur áður sagt frá reynslu sinni af fyrstu níu mánuðum eftir fæðingu dóttur sinnar en að þessu sinni opnaði hún sig alveg upp á gátt. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) „Eftir að ég eignaðist Freyju þá upplifði ég miklar hæðir og lægðir,“ skrifaði Anníe Mist og hélt áfram: „Já, ánægð, brosandi, fjörug, orkumikil, og ástfangin af lífinu Anníe sem var á sama tíma að glíma við fæðingarþunglyndi,“ skrifaði Anníe Mist. Instagram „Á meðan meðgöngunni stóð ég tók bumbunni fagnandi af því að það var eitthvað að vaxa inn í mér. Ég var stolt að sýna bumbuna og gat ekki beðið eftir því að hitta dóttur mína,“ skrifaði Anníe. „En eftir fæðinguna þá var hún þarna án nokkurrar ástæðu. Hún var ekki til neins. Hún var bara tóm,“ skrifaði Anníe. „Ég hef eytt öllu lífinu í að verða sterkari, hraustari og að vera tilbúin í öll þau líkamlegu próf ég gat ímyndað mér. Ég bjóst við því að fæðingin yrði eins og hver önnur æfing eða áskorun sem líkaminn minn myndi takast á við en svo var ekki,“ skrifaði Anníe. „Líkaminn brást mér,“ skrifaði Anníe hreinskilin. Anníe er sterk fyrirmynd og hún vill segja frá þessum vandamálum sínum til að hjálpa öðrum konum sem eru kannski að glíma við svipaða hluti. „Ég horfði í spegilinn en þekkti ekki það sem ég sá þar. Kannski þekkja einhverjar það sem ég er að tala um. Stór, mjúkur og holdugur belgur. Þetta var ekki minn líkami,“ skrifaði Anníe. Anníe Mist sagði líka frá mjög erfiðri fæðingu sem tók þrjá daga og reyndi gríðarlega mikið á hana. Það má lesa allt bréfið hennar með því að smella hér. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Börn og uppeldi Geðheilbrigði Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Sjá meira