Tími til aðgerða - Ofbeldiseftirlitið María Pétursdóttir, Katrín Baldursdóttir, Guðmundur Auðunsson, Arna Þórdís Árnadóttir og Atli Antonsson skrifa 14. maí 2021 12:30 Samfélagið hefur logað síðustu daga og viku eftir að mál ákveðins fjölmiðlamanns og lögfræðings hans komst í hámæli og hann var í kjölfarið ákærður af tveimur konum. Konur stigu fram í annarri #MeToo bylgju og sögðu sögur sínar, flestar í gegnum samfélagsmiðilinn Twitter. Mikil óánægja stafaði af viðbrögðum almennings við viðtalinu sem fjölmiðlamaðurinn tók við sjálfan sig í samvinnu við lögmanninn. Hann lýsti sig saklausan fyrirfram af ásökunum um ofbeldi og sakaði konur um að dreifa um sig óhróðri og lygasögum, grét í móðurlegum faðmi lögfræðingsins sem steig þar með í djúpan drullupoll. Aðrir fjölmiðlamenn og áhrifavaldar grétu með honum og tóku undir það að konurnar sem segðu hluti um hann væru að ljúga til að mannorðsmyrða hann, þær væru hórur sem mættu fokka sér og fleira miður fallegt. Konum til sjávar og sveita var ofboðið við þessa gerendameðvirkni samfélagsins og önnur bylgja #Metoo reis, enda hefði sú fyrri augljóslega ekki læknað samfélagið okkar af meðvirkninni og þeirri sjálfvirku trú að karl segði sannar og betur frá en kona. Karlar ættu mannorð sem konur gætu tekið af þeim en konur væru augljóslega mannorðslausar svo það væri í lagi að kalla þær lygara og mellur. Það sem er athyglisvert við þessa seinni bylgju er að í ríkari mæli fóru karlmenn að rísa upp. Margir þeirra sem höfðu grenjað með fjölmiðlamanninum opinberlega báðust afsökunar og aðrir risu upp og báðust afsökunar á því að hafa ekki komið vel fram við konur í fortíðinni. Skiptar skoðanir eru um slíkar afsökunarbeiðnir en flestir eru augljóslega búnir að fá nóg af meðvirkni með ofbeldismenningu. Þegar sósíalistar komu saman í slembivöldum hóp í desember síðastliðnum til að setja saman stefnu um dómsmál fór fram fræðsla sem sem innt var af hendi af ýmsum aðilum, þar af sumum sem hafa sett fram athugasemdir við dómskerfið eða unnið að tillögugerð um hvernig hægt sé að betrumbæta það. Sumir hafa vakið athygli á aðstöðumun fólks, gjafsókn eða skort á henni en einnig var hlýtt á hugmyndir er varða réttarbætur til brotaþola kynferðisofbeldis. Í stefnu Sósíalistaflokksins um dómsmál er því sérstaklega tiltekin ákveðin atriði er það varðar svo sem að kynferðisbrotamál verði endurskoðuð í kjölinn með tilliti til þess að þau verði þolendavænni á allan máta. Þannig verði þolendur málsaðilar að málum sínum en ekki vitni, þeir fái úthlutaðan réttargæslumann og upplýsingar verði veittar á öllum stigum málsins auk þess sem þeir geti setið vitnaleiðslur kjósi þeir það. Þá skuli viðhafa sérstaka nærgætni í öllu ferli slíkra mála og þolendum boðin áfallahjálp. Einnig er lögð rík áhersla á gjafsókn til handa fólki undir tekjuviðmiðum auk þess sem ítrekað er mikilvægi þess að dómarar hafi fjölbreyttan bakgrunn.Nú sjáum við ástæðu til að skerpa á okkar áherslum og leggja fram úrræði þegar kemur að ofbeldi og ójafnrétti í samfélaginu enda grundvöllur sósíalisma jöfnuður manna á milli hvernig sem á hann er litið. Við getum ekki sætt okkur við samfélag sem þarf að há sömu byltinguna kannski á fjögurra ára fresti til þess að vinna gegn gengisfellingu á konum. Það er óásættanlegt og því hefur flokkurinn nú lagt fram tilboð til kjósenda okkar um að stofnað verði ofbeldiseftirlit. Ofbeldiseftirlit má hugsa á svipuðum nótum og vinnueftirlit eða heilbrigðiseftirlit. Við höfum gefið þeim stofnunum valdheimildir til að bregðast við málum af alvöru. Þar sem þolendur kynferðisofbeldis hafa fullkomið vantraust á lögreglunni og dómskerfinu þurfum við að eiga sterkt og gott verkfæri sem sér um að vernda fólk fyrir ofbeldi og styðja við þolendur kynbundis ofbeldis. Það er einnig óásættanlegt að mál eftir mál sé látið niður falla og ungt fólk taki jafnvel líf sitt í kjölfarið sökum þess að sönnunarbyrðin í kynferðisbrotamálum virðist vera yfir allt hafin. Það verður að vera rými til að sækja þessi erfiðu mál með sanngjarnri sönnunarbyrði og gjafsókn og bótarétti þannig að ákæra sé ekki sí og æ til einskis, orð gegn orði þrátt fyrir augljósan miska. Þá verður samfélagið að taka á þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir og lýsir sér í þessum faraldri kynbundins ofbeldis. Það skortir augljóslega verulega fræðslu. Samfélag og skólar hafa einnig sýnt skort á úrræðum þegar kemur að til dæmis eineltismálum. Það er því ekki vanþörf á því að stofna ofbeldiseftirlit sem sérhæfir sig í úrbótum, stuðningi og fræðslu í þessum málum. Sósíalistaflokkurinn leggur til í tilboðinu að sett verði á laggirnar sjálfstæð lögreglu- og ákærustofnun með hæfu starfsfólki sem sérhæfi sig í rannsókn og málsmeðferð kynbundinna ofbeldismála, þrói rannsóknaraðferðir sem henti brotaþolum og alvarleika málanna, styrki málarekstur fyrir dómstólum og stuðning við brotaþola fyrir og eftir málflutning og á meðan á honum stendur. Þróuð verði námskeið fyrir allt starfsfólk sem vinnur með börnum til að auka þekkingu á merkjum um ofbeldi gagnvart börnum og hvernig bregðast skuli við. Efnt verði til námskeiða fyrir starfsfólk heilbrigðisstofnana og þá sem vinna við persónulega aðstoð fatlaðs fólks auk þess sem námsefni um kynjafræði, kynferðisofbeldi og annað ofbeldi verði þróað og innleitt fyrir alla árganga leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Þá verði gerð sú sjálfsagða krafa að fólk sem starfi með börnum, yfirmenn stofnana og þeir sem starfa fyrir og með fötluðu fólki hafi staðfesta slíka uppfræðslu um ofbeldismál. Það er von okkar að tilboð Sósíalistaflokksins um að stöðva ofbeldisfaraldurinn verði til þess að breytingar verði gerðar á þessum málum sem allra fyrst. Við fordæmum ofbeldi og gerum þá kröfu að við getum lifað og starfað á ofbeldislausum heimilum, vinnustöðum, og skólum. Stöðvum þennan ofbeldisfaraldur saman! Veljum XJ í kosningunum þann 25. september 2021 Höfundar eru félagar í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 MeToo Mest lesið Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Sjá meira
Samfélagið hefur logað síðustu daga og viku eftir að mál ákveðins fjölmiðlamanns og lögfræðings hans komst í hámæli og hann var í kjölfarið ákærður af tveimur konum. Konur stigu fram í annarri #MeToo bylgju og sögðu sögur sínar, flestar í gegnum samfélagsmiðilinn Twitter. Mikil óánægja stafaði af viðbrögðum almennings við viðtalinu sem fjölmiðlamaðurinn tók við sjálfan sig í samvinnu við lögmanninn. Hann lýsti sig saklausan fyrirfram af ásökunum um ofbeldi og sakaði konur um að dreifa um sig óhróðri og lygasögum, grét í móðurlegum faðmi lögfræðingsins sem steig þar með í djúpan drullupoll. Aðrir fjölmiðlamenn og áhrifavaldar grétu með honum og tóku undir það að konurnar sem segðu hluti um hann væru að ljúga til að mannorðsmyrða hann, þær væru hórur sem mættu fokka sér og fleira miður fallegt. Konum til sjávar og sveita var ofboðið við þessa gerendameðvirkni samfélagsins og önnur bylgja #Metoo reis, enda hefði sú fyrri augljóslega ekki læknað samfélagið okkar af meðvirkninni og þeirri sjálfvirku trú að karl segði sannar og betur frá en kona. Karlar ættu mannorð sem konur gætu tekið af þeim en konur væru augljóslega mannorðslausar svo það væri í lagi að kalla þær lygara og mellur. Það sem er athyglisvert við þessa seinni bylgju er að í ríkari mæli fóru karlmenn að rísa upp. Margir þeirra sem höfðu grenjað með fjölmiðlamanninum opinberlega báðust afsökunar og aðrir risu upp og báðust afsökunar á því að hafa ekki komið vel fram við konur í fortíðinni. Skiptar skoðanir eru um slíkar afsökunarbeiðnir en flestir eru augljóslega búnir að fá nóg af meðvirkni með ofbeldismenningu. Þegar sósíalistar komu saman í slembivöldum hóp í desember síðastliðnum til að setja saman stefnu um dómsmál fór fram fræðsla sem sem innt var af hendi af ýmsum aðilum, þar af sumum sem hafa sett fram athugasemdir við dómskerfið eða unnið að tillögugerð um hvernig hægt sé að betrumbæta það. Sumir hafa vakið athygli á aðstöðumun fólks, gjafsókn eða skort á henni en einnig var hlýtt á hugmyndir er varða réttarbætur til brotaþola kynferðisofbeldis. Í stefnu Sósíalistaflokksins um dómsmál er því sérstaklega tiltekin ákveðin atriði er það varðar svo sem að kynferðisbrotamál verði endurskoðuð í kjölinn með tilliti til þess að þau verði þolendavænni á allan máta. Þannig verði þolendur málsaðilar að málum sínum en ekki vitni, þeir fái úthlutaðan réttargæslumann og upplýsingar verði veittar á öllum stigum málsins auk þess sem þeir geti setið vitnaleiðslur kjósi þeir það. Þá skuli viðhafa sérstaka nærgætni í öllu ferli slíkra mála og þolendum boðin áfallahjálp. Einnig er lögð rík áhersla á gjafsókn til handa fólki undir tekjuviðmiðum auk þess sem ítrekað er mikilvægi þess að dómarar hafi fjölbreyttan bakgrunn.Nú sjáum við ástæðu til að skerpa á okkar áherslum og leggja fram úrræði þegar kemur að ofbeldi og ójafnrétti í samfélaginu enda grundvöllur sósíalisma jöfnuður manna á milli hvernig sem á hann er litið. Við getum ekki sætt okkur við samfélag sem þarf að há sömu byltinguna kannski á fjögurra ára fresti til þess að vinna gegn gengisfellingu á konum. Það er óásættanlegt og því hefur flokkurinn nú lagt fram tilboð til kjósenda okkar um að stofnað verði ofbeldiseftirlit. Ofbeldiseftirlit má hugsa á svipuðum nótum og vinnueftirlit eða heilbrigðiseftirlit. Við höfum gefið þeim stofnunum valdheimildir til að bregðast við málum af alvöru. Þar sem þolendur kynferðisofbeldis hafa fullkomið vantraust á lögreglunni og dómskerfinu þurfum við að eiga sterkt og gott verkfæri sem sér um að vernda fólk fyrir ofbeldi og styðja við þolendur kynbundis ofbeldis. Það er einnig óásættanlegt að mál eftir mál sé látið niður falla og ungt fólk taki jafnvel líf sitt í kjölfarið sökum þess að sönnunarbyrðin í kynferðisbrotamálum virðist vera yfir allt hafin. Það verður að vera rými til að sækja þessi erfiðu mál með sanngjarnri sönnunarbyrði og gjafsókn og bótarétti þannig að ákæra sé ekki sí og æ til einskis, orð gegn orði þrátt fyrir augljósan miska. Þá verður samfélagið að taka á þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir og lýsir sér í þessum faraldri kynbundins ofbeldis. Það skortir augljóslega verulega fræðslu. Samfélag og skólar hafa einnig sýnt skort á úrræðum þegar kemur að til dæmis eineltismálum. Það er því ekki vanþörf á því að stofna ofbeldiseftirlit sem sérhæfir sig í úrbótum, stuðningi og fræðslu í þessum málum. Sósíalistaflokkurinn leggur til í tilboðinu að sett verði á laggirnar sjálfstæð lögreglu- og ákærustofnun með hæfu starfsfólki sem sérhæfi sig í rannsókn og málsmeðferð kynbundinna ofbeldismála, þrói rannsóknaraðferðir sem henti brotaþolum og alvarleika málanna, styrki málarekstur fyrir dómstólum og stuðning við brotaþola fyrir og eftir málflutning og á meðan á honum stendur. Þróuð verði námskeið fyrir allt starfsfólk sem vinnur með börnum til að auka þekkingu á merkjum um ofbeldi gagnvart börnum og hvernig bregðast skuli við. Efnt verði til námskeiða fyrir starfsfólk heilbrigðisstofnana og þá sem vinna við persónulega aðstoð fatlaðs fólks auk þess sem námsefni um kynjafræði, kynferðisofbeldi og annað ofbeldi verði þróað og innleitt fyrir alla árganga leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Þá verði gerð sú sjálfsagða krafa að fólk sem starfi með börnum, yfirmenn stofnana og þeir sem starfa fyrir og með fötluðu fólki hafi staðfesta slíka uppfræðslu um ofbeldismál. Það er von okkar að tilboð Sósíalistaflokksins um að stöðva ofbeldisfaraldurinn verði til þess að breytingar verði gerðar á þessum málum sem allra fyrst. Við fordæmum ofbeldi og gerum þá kröfu að við getum lifað og starfað á ofbeldislausum heimilum, vinnustöðum, og skólum. Stöðvum þennan ofbeldisfaraldur saman! Veljum XJ í kosningunum þann 25. september 2021 Höfundar eru félagar í Sósíalistaflokki Íslands.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun