Ekki mikil stemning fyrir sameiningu fimm sveitarfélaga Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. maí 2021 12:36 Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ekki er mikil stemming á meðal íbúa fimm sveitarfélaga í Rangárvallasýslu og Vestur Skaftafellssýslu um sameiningu sveitarfélaganna. Ef af sameiningunni verður þá verður til landstærsta sveitarfélag Íslands með 5.400 íbúum. Verkefnið „Sveitarfélagið“ Suðurland hófst í desember 2019 með það að markmiði að leggja mat á það hvort hag íbúa sveitarfélaganna sé betur borgið í sameinuðu sveitarfélagi en í núverandi sveitarfélagaskipan. Nú hafa sveitarstjórnir Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra og Ásahrepps samþykkt að ganga til formlegra viðræðna um sameiningu sveitarfélaganna en kosið verður um sameininguna samhliða Alþingiskosningunum í haust. En hvernig gengur starfið í kringum sameininguna? Lilja Einarsdóttir er sveitarstjóri Rangárþings eystra. „Það er bara góða vinna, sem er þar í gangi. Við erum bara í rauninni að kortleggja kosti og galla til þess að geta haldið íbúafund og lagt upp fyrir íbúa hvað er verið að kjósa um. Þetta eru fimm sveitarfélög og við erum ólík að mörgu leyti en eigum auðvitað ýmisleg sameiginlegt. En það verður auðvitað algjörlega ákvörðun íbúanna okkar og kjósenda hvort af því verður eða ekki,“ segir Lilja En hvernig metur hún stemminguna fyrir sameiningunni? „Því miður er hún of lítil. Það er svo mikil grundvallarforsenda að fólk kynni sér hvað er verið að kjósa um af því að það er ekki gott að mæta á kjörstað ef þú veist ekki hvað er verið að kjósa um og það verður auðvitað líka til þess að það verði minni kjörsókn, þannig að ég hvet fólk til að kynna sér kosti og galla.“ Lilja segir að samþykki íbúar tillöguna verður til landstærsta sveitarfélag Íslands og þar af leiðandi stærsta skipulagsumdæmi landsins. Innan marka sveitarfélagsins yrði stór hluti hálendisins, Vatnajökulsþjóðgarður, merkar náttúruminjar og margir af helstu ferðamannastöðum landsins. Íbúar sveitarfélagsins yrðu um 5400. En þú segir að það vanti svolítið upp á stemminguna? „Já, mér finnst að fólki þurfi aðeins að kynna sér málin betur, það eru mín orð.“ Rangárþing ytra Rangárþing eystra Ásahreppur Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira
Verkefnið „Sveitarfélagið“ Suðurland hófst í desember 2019 með það að markmiði að leggja mat á það hvort hag íbúa sveitarfélaganna sé betur borgið í sameinuðu sveitarfélagi en í núverandi sveitarfélagaskipan. Nú hafa sveitarstjórnir Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra og Ásahrepps samþykkt að ganga til formlegra viðræðna um sameiningu sveitarfélaganna en kosið verður um sameininguna samhliða Alþingiskosningunum í haust. En hvernig gengur starfið í kringum sameininguna? Lilja Einarsdóttir er sveitarstjóri Rangárþings eystra. „Það er bara góða vinna, sem er þar í gangi. Við erum bara í rauninni að kortleggja kosti og galla til þess að geta haldið íbúafund og lagt upp fyrir íbúa hvað er verið að kjósa um. Þetta eru fimm sveitarfélög og við erum ólík að mörgu leyti en eigum auðvitað ýmisleg sameiginlegt. En það verður auðvitað algjörlega ákvörðun íbúanna okkar og kjósenda hvort af því verður eða ekki,“ segir Lilja En hvernig metur hún stemminguna fyrir sameiningunni? „Því miður er hún of lítil. Það er svo mikil grundvallarforsenda að fólk kynni sér hvað er verið að kjósa um af því að það er ekki gott að mæta á kjörstað ef þú veist ekki hvað er verið að kjósa um og það verður auðvitað líka til þess að það verði minni kjörsókn, þannig að ég hvet fólk til að kynna sér kosti og galla.“ Lilja segir að samþykki íbúar tillöguna verður til landstærsta sveitarfélag Íslands og þar af leiðandi stærsta skipulagsumdæmi landsins. Innan marka sveitarfélagsins yrði stór hluti hálendisins, Vatnajökulsþjóðgarður, merkar náttúruminjar og margir af helstu ferðamannastöðum landsins. Íbúar sveitarfélagsins yrðu um 5400. En þú segir að það vanti svolítið upp á stemminguna? „Já, mér finnst að fólki þurfi aðeins að kynna sér málin betur, það eru mín orð.“
Rangárþing ytra Rangárþing eystra Ásahreppur Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira