Þrír af fjórum sem greindust með kórónuveiruna í sóttkví í gær, sem þó hafði staðið stutt. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að tekist hefði að rekja smit síðustu daga til smita í H&M og til landamæra.
Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að veiran hafi fengið að malla óáreitt í samfélginu.
„Hún er vissulega í lágmarki og það eru örugglega einhverjir sem fá hana mjög vægt, einkennalítið eða einkennalaust. En hún er enn þá þarna úti.“
Minnisblað Þórólfs verðu rætt á ríkisstjórnarfundi í fyrramálið. Núverandi reglugerð gildir til 27. maí en ráðherra reiknaði með því fyrr í vikunni að afléttingar tækju gildi strax eftir helgi.
Miðað við stöðu bólusetninga á landinu og afléttignaráætlun stjórnvalda mætti þannig gera ráð fyrir að þá taki gildi minnst hundrað manna samkomubann og eins metra regla. En Þórólfur heldur þétt að sér spilunum.
„Ég er í sjálfu sér ekkert endilega að hugsa um þessa stefnumörkun ráðherra og ríkisstjórnarinnar sérstaklega. Ég er að horfa á faraldurinn, stöðu hans, og ýmsa þætti,“ sagði Þórólfur í dag.