Forseti og forsætisráðherra Malí í haldi hersins Samúel Karl Ólason skrifar 25. maí 2021 16:01 Lögregluþjónar fylgjast með mótmælum vegna handtöku forsetans og forsætisráðherrans í Malí. Aðgerðir hersins hafa verið harðlega gagnrýndar víða. AP Her Malí hefur vikið forseta og forsætisráðherra ríkisins úr embættum og tekið völdin. Það er tíu mánuðum eftir að herinn tók síðast völd í Malí með því að velta forsetanum Ibrahim Boubacar Keïta úr sessi. Þá var því heitið að kosningar yrðu haldnar og lýðræði komið aftur á. Bráðabirgðastjórn var mynduð í september sem leidd var af forsetanum Bah Ndaw og forsætisráðherranum Moctar Ouane. Ofurstinn Assimi Goita, sem leiddi valdaránið í fyrra, hefur nú vikið þeim Ndaw og Ouane úr embætti, fangað þá og sakar ofurstinn þá um að hafa reynt að skemma lýðræðisferlið. Í ávarpi sem hann hélt í dag sagði Goita að enn stæði til að halda kosningar á næsta ári, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar. Malí hefur átt í miklum vandræðum undanfarin ár. Þar er mikil fátækt og þá hefur ríkisstjórn landsins átt í mannskæðri og kostnaðarsamri baráttu við vígamenn í austurhluta landsins. AFP segir Goita hafa orðið reiðan þegar þeir Ndaw og Ouane gerðu breytingar á bráðabirgðastjórninni, án þess að hafa rætt við Goita, sem er titlaður sem varaforseti í bráðabirgðastjórninni. Því voru þeir handsamaðir af hernum í gær. Vendingarnar hafa verið fordæmdar af Sameinuðu þjóðunum, Afríkubandalaginu, efnahagsráði Vestur-Afríkuríkja, Evrópusambandinu og Bandaríkjunum. Ráðamenn í Frakklandi, sem voru áður nýlenduherrar Malí, segja að um hreint og beint valdarán sér að ráða. Utanríkisráðherra Frakklands hefur krafist þess að forsetanum og forsætisráðherranum verði sleppt úr haldi hersins. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur kallað eftir því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman sem fyrst til að ræða valdaránið. Malí Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Þá var því heitið að kosningar yrðu haldnar og lýðræði komið aftur á. Bráðabirgðastjórn var mynduð í september sem leidd var af forsetanum Bah Ndaw og forsætisráðherranum Moctar Ouane. Ofurstinn Assimi Goita, sem leiddi valdaránið í fyrra, hefur nú vikið þeim Ndaw og Ouane úr embætti, fangað þá og sakar ofurstinn þá um að hafa reynt að skemma lýðræðisferlið. Í ávarpi sem hann hélt í dag sagði Goita að enn stæði til að halda kosningar á næsta ári, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar. Malí hefur átt í miklum vandræðum undanfarin ár. Þar er mikil fátækt og þá hefur ríkisstjórn landsins átt í mannskæðri og kostnaðarsamri baráttu við vígamenn í austurhluta landsins. AFP segir Goita hafa orðið reiðan þegar þeir Ndaw og Ouane gerðu breytingar á bráðabirgðastjórninni, án þess að hafa rætt við Goita, sem er titlaður sem varaforseti í bráðabirgðastjórninni. Því voru þeir handsamaðir af hernum í gær. Vendingarnar hafa verið fordæmdar af Sameinuðu þjóðunum, Afríkubandalaginu, efnahagsráði Vestur-Afríkuríkja, Evrópusambandinu og Bandaríkjunum. Ráðamenn í Frakklandi, sem voru áður nýlenduherrar Malí, segja að um hreint og beint valdarán sér að ráða. Utanríkisráðherra Frakklands hefur krafist þess að forsetanum og forsætisráðherranum verði sleppt úr haldi hersins. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur kallað eftir því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman sem fyrst til að ræða valdaránið.
Malí Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira