Fyrsta skráning sjávarútvegsfyrirtækis í 22 ár Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. maí 2021 19:30 Ekkert annað félag á markaði er með höfuðstöðvar utan höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Vilhelm Tímamót urðu í Kauphöllinni í morgun þegar viðskipti hófust með bréf í Síldarvinnslunni. Þetta er fyrsta skráning sjávarútvegsfyrirtækis á markaðítuttugu og tvö ár og fyrsta skráning í Kauphöllinni fráárinu 2019. Bjöllu Kauphallarinnar var hringt af togaranum Berki við Neskaupstað þegar fyrstu viðskipti með bréf í Síldarvinnslunni hófust. Aðeins um hálftíma síðar höfðu farið fram viðskipti fyrir rúmar 300 milljónir króna en rúmlega tvöföld eftirspurn var eftir bréfum Síldarvinnslunnar í hlutfjárútboði fyrr í þessum mánuði. „Áhugi á nýjum fjárfestingum og fjárfestingum almennt er talsvert mikill og sérstaklega áhugavert að fylgjast með hvað almenningur er að koma sterkt inn í útboðin og markaðinn almennt,” segir Baldur Thorlacius, framkvæmdastjóri hjá Kauphöll Íslands. Samherji og Kjálkanes voru og verða áfram stærstu hluthafar félagsins, með tæplega 52 prósenta hlut samanlagt og Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað verður áfram þriðji stærsti einstaki eigandi Síldarvinnslunnar, með 11 prósenta eignarhlut. Þá á Gildi lífeyrissjóður 9,9 prósenta hlut og Eignarhaldsfélagið Snæfugl 4,3 prósent. Hluthafarnir eru í heildina um 6500 talsins. „Þetta er þá með þeim félögum sem er með flesta hluthafa í dag, held í topp þrjú eða fjögur,” segir Baldur. Skráning Síldarvinnslunnar er að vissu leyti söguleg, því ekkert annað félag á markaði er með höfuðstöðvar utan höfuðborgarsvæðisins. Þá er aðeins eitt annað sjávarútvegsfyrirtæki skráð í Kauphöllina. Þá eru tvö ár síðan síðasta skráning í Kauphöll átti sér stað. „Þetta er nefnilega fyrsta skráning sjávarútvegsfyrirtækis hér frá árinu 1999. Þegar mest lét voru held ég nítján sjávarútvegsfyrirtæki, svo fækkaði þeim statt og stöðugt, þar til bara Brim var eftir. Þannig að í dag höfum við tvöfaldað fjöldann.” Sjávarútvegur Kauphöllin Fjarðabyggð Síldarvinnslan Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira
Bjöllu Kauphallarinnar var hringt af togaranum Berki við Neskaupstað þegar fyrstu viðskipti með bréf í Síldarvinnslunni hófust. Aðeins um hálftíma síðar höfðu farið fram viðskipti fyrir rúmar 300 milljónir króna en rúmlega tvöföld eftirspurn var eftir bréfum Síldarvinnslunnar í hlutfjárútboði fyrr í þessum mánuði. „Áhugi á nýjum fjárfestingum og fjárfestingum almennt er talsvert mikill og sérstaklega áhugavert að fylgjast með hvað almenningur er að koma sterkt inn í útboðin og markaðinn almennt,” segir Baldur Thorlacius, framkvæmdastjóri hjá Kauphöll Íslands. Samherji og Kjálkanes voru og verða áfram stærstu hluthafar félagsins, með tæplega 52 prósenta hlut samanlagt og Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað verður áfram þriðji stærsti einstaki eigandi Síldarvinnslunnar, með 11 prósenta eignarhlut. Þá á Gildi lífeyrissjóður 9,9 prósenta hlut og Eignarhaldsfélagið Snæfugl 4,3 prósent. Hluthafarnir eru í heildina um 6500 talsins. „Þetta er þá með þeim félögum sem er með flesta hluthafa í dag, held í topp þrjú eða fjögur,” segir Baldur. Skráning Síldarvinnslunnar er að vissu leyti söguleg, því ekkert annað félag á markaði er með höfuðstöðvar utan höfuðborgarsvæðisins. Þá er aðeins eitt annað sjávarútvegsfyrirtæki skráð í Kauphöllina. Þá eru tvö ár síðan síðasta skráning í Kauphöll átti sér stað. „Þetta er nefnilega fyrsta skráning sjávarútvegsfyrirtækis hér frá árinu 1999. Þegar mest lét voru held ég nítján sjávarútvegsfyrirtæki, svo fækkaði þeim statt og stöðugt, þar til bara Brim var eftir. Þannig að í dag höfum við tvöfaldað fjöldann.”
Sjávarútvegur Kauphöllin Fjarðabyggð Síldarvinnslan Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira