Ærslabelgur, vöfflur og flóamarkaður í Laugarási í sumar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. maí 2021 16:01 Til stendur að vera með flóamarkað alla Laugardaga í Varmagerði í sumar. Vísir/Aðsend Sumarvertíðin byrjaði með gestasprengju hjá Dýragarðinum í Slakka í Biskupstungum þegar garðurinn opnaði dyr sínar að nýju á dögunum. Meira en þúsund manns sóttu garðinn heim og svo mikil var aðsóknin að búa þurfti til fleiri bílastæði til þess að sinna gestaflóðinu. Undanfarin ár hefur dýragarðurinn opnað dyr sínar um páskana en vegna ástandsins í samfélaginu var því frestað þetta árið. Garðurinn opnaði dyr sínar þann 15. maí síðastliðinn og segir Gunnur Ösp Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Slakka, að meira en þúsund manns hafi komið í Slakka þá helgi. „Það eru allir svo spenntir fyrir að fá að gera eitthvað skemmtilegt og það varð sprengja. Þetta verður svona í allt sumar, sem er yndislegt. Ég held að það hafi komið svona þúsund manns fyrstu helgina. Í kjölfarið þurftum við að bæta við bílastæðum svo að allir sem vildu koma kæmust að,“ segir Gunnur í samtali við fréttastofu. Ýmis dýr eru í Slakka, meðal annars þessir fallegu hvolpar.Aðsend Laugardagar í Laugarási Hún segir að margt skemmtilegt sé í bígerð hjá dýragarðinum og stefnir hún að því, ásamt Sonju Magnúsdóttur, íbúa í Varmagerði í Laugarási, að vera með flóamarkað í Laugarási alla laugardaga í sumar. „Þá gefst öllum íbúum hverfisins tækifæri til þess að selja vörur sínar. Hér býr til dæmis mjög flottur listamaður sem er með gallerí og þrír bæir eru með grænmetisrækt og sölu. Svo erum við sjálf með veitingastað. Ég held að þetta verði alveg hrikalega skemmtilegt,“ segir Gunnur. Hugmyndin er að hafa flóamarkaðinn í Varmagerði, sem er gamalt garðyrkjubýli og heimili Sonju í sumar. „Við ætlum til dæmis að bjóða upp á jóga í Varmagerði, hafa lifandi tónlist á flóamarkaðnum, bjóða upp á vörur af svæðinu og mat. Svo er svo margt í boði hérna, það er listagallerí og grænmetisbændur og plöntusala og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Sonja. Helgi, stofnandi Slakka, réðst nýlega í endurbætur á dýrahúsunum í Slakka.Aðsend „Þá getur fólk komið úr sumarbústaðnum, lagt bílnum og bara gengið hérna um Laugarás. Það getur keypt sér grænmeti og plöntur, kíkt á flóamarkað og farið með krakkana í Slakka. Það er geggjaður laugardagur þegar þú ert í bústað.“ Býst við öðru góðu íslensku ferðasumri Nýlega var ráðist í miklar endurbætur á húsnæði Slakka en faðir Gunnar, Helgi Sveinbjörnsson, sem stofnaði Slakka árið 1993, smíðaði ný hús fyrir öll dýrin í garðinum. „Hann smíðar þetta allt saman sjálfur og fær allan efnivið úr skógræktinni í Þjórsárdal,“ segir Gunnur. Slakki er vinsæll fyrir fjölskyldufólk.Aðsend Slakki býður upp á fjölbreytta afþreyingu. Bæði er hægt að skoða og klappa öllum dýrunum sem búa þar en svo er fótbolta- og körfuboltavöllur á svæðinu, þrautabraut og ýmislegt fleira. „Við fáum líka ærslabelg til okkar í næstu viku. Það er mikil aukning á því að fjölskyldufólk komi með krakkana til okkar og verji meirihluta dags hjá okkur af því að afþreyingin er orðin svo fjölbreytt. Fólk er bara að njóta fjölskyldudags hjá okkur.“ Hún segist bjartsýn fyrir sumrinu. „Ó já, ég held að þetta verði frábært sumar. Síðasta sumar, þegar enginn fór til útlanda og allir voru að ferðast innanlands, fjölgaði gestum hjá okkur alveg rosalega. Ég held að við megum búast við því sama í ár,“ segir Gunnur. „Við erum ekki að stíla inn á ferðamenn og höfum aldrei gert. Íslendingar eru okkar markhópur og við sáum sannarlega síðasta sumar hvað fólk var spennt fyrir því að upplifa allt sem hægt er innanlands.“ Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Undanfarin ár hefur dýragarðurinn opnað dyr sínar um páskana en vegna ástandsins í samfélaginu var því frestað þetta árið. Garðurinn opnaði dyr sínar þann 15. maí síðastliðinn og segir Gunnur Ösp Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Slakka, að meira en þúsund manns hafi komið í Slakka þá helgi. „Það eru allir svo spenntir fyrir að fá að gera eitthvað skemmtilegt og það varð sprengja. Þetta verður svona í allt sumar, sem er yndislegt. Ég held að það hafi komið svona þúsund manns fyrstu helgina. Í kjölfarið þurftum við að bæta við bílastæðum svo að allir sem vildu koma kæmust að,“ segir Gunnur í samtali við fréttastofu. Ýmis dýr eru í Slakka, meðal annars þessir fallegu hvolpar.Aðsend Laugardagar í Laugarási Hún segir að margt skemmtilegt sé í bígerð hjá dýragarðinum og stefnir hún að því, ásamt Sonju Magnúsdóttur, íbúa í Varmagerði í Laugarási, að vera með flóamarkað í Laugarási alla laugardaga í sumar. „Þá gefst öllum íbúum hverfisins tækifæri til þess að selja vörur sínar. Hér býr til dæmis mjög flottur listamaður sem er með gallerí og þrír bæir eru með grænmetisrækt og sölu. Svo erum við sjálf með veitingastað. Ég held að þetta verði alveg hrikalega skemmtilegt,“ segir Gunnur. Hugmyndin er að hafa flóamarkaðinn í Varmagerði, sem er gamalt garðyrkjubýli og heimili Sonju í sumar. „Við ætlum til dæmis að bjóða upp á jóga í Varmagerði, hafa lifandi tónlist á flóamarkaðnum, bjóða upp á vörur af svæðinu og mat. Svo er svo margt í boði hérna, það er listagallerí og grænmetisbændur og plöntusala og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Sonja. Helgi, stofnandi Slakka, réðst nýlega í endurbætur á dýrahúsunum í Slakka.Aðsend „Þá getur fólk komið úr sumarbústaðnum, lagt bílnum og bara gengið hérna um Laugarás. Það getur keypt sér grænmeti og plöntur, kíkt á flóamarkað og farið með krakkana í Slakka. Það er geggjaður laugardagur þegar þú ert í bústað.“ Býst við öðru góðu íslensku ferðasumri Nýlega var ráðist í miklar endurbætur á húsnæði Slakka en faðir Gunnar, Helgi Sveinbjörnsson, sem stofnaði Slakka árið 1993, smíðaði ný hús fyrir öll dýrin í garðinum. „Hann smíðar þetta allt saman sjálfur og fær allan efnivið úr skógræktinni í Þjórsárdal,“ segir Gunnur. Slakki er vinsæll fyrir fjölskyldufólk.Aðsend Slakki býður upp á fjölbreytta afþreyingu. Bæði er hægt að skoða og klappa öllum dýrunum sem búa þar en svo er fótbolta- og körfuboltavöllur á svæðinu, þrautabraut og ýmislegt fleira. „Við fáum líka ærslabelg til okkar í næstu viku. Það er mikil aukning á því að fjölskyldufólk komi með krakkana til okkar og verji meirihluta dags hjá okkur af því að afþreyingin er orðin svo fjölbreytt. Fólk er bara að njóta fjölskyldudags hjá okkur.“ Hún segist bjartsýn fyrir sumrinu. „Ó já, ég held að þetta verði frábært sumar. Síðasta sumar, þegar enginn fór til útlanda og allir voru að ferðast innanlands, fjölgaði gestum hjá okkur alveg rosalega. Ég held að við megum búast við því sama í ár,“ segir Gunnur. „Við erum ekki að stíla inn á ferðamenn og höfum aldrei gert. Íslendingar eru okkar markhópur og við sáum sannarlega síðasta sumar hvað fólk var spennt fyrir því að upplifa allt sem hægt er innanlands.“
Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira