Kennsla og dómarastörf í beggja þágu Benedikt Bogason skrifar 31. maí 2021 09:49 Undanfarið hefur í fjölmiðlum verið fjallað nokkuð um aukastörf dómara og hefur sú umræða meðal annars tekið til kennslustarfa þeirra. Þar hefur komið fram gagnrýni á að ég gegni hlutastarfi sem prófessor við lagadeild Háskóla Íslands samhliða því að vera forseti Hæstaréttar. Í þágu háskóla og dómstóla Almennt er dómurum óheimilt að taka að sér aukastörf en frá því getur Nefnd um dómarastörf veitt undanþágu ef ljóst er að aukastarf er ekki ósamrýmanlegt stöðu dómara eða leiðir af sér hættu á að hann geti ekki sinnt embættisstarfi sínu sem skyldi. Til þessa hefur verið ágreiningslaust að kennsla sé aukastarf sem fyllilega samrýmist dómarastarfi enda verið bent á að þetta sé vel þekkt bæði hér á landi og víða í þeim löndum sem við helst berum okkur saman við. Af þessum sökum leiðir af reglum sem gilda um aukastörf dómara að dómari þarf ekki að sækja um sérstaka heimild til að taka að sér slíkt starf heldur nægir honum að tilkynna það. Hér má einnig vísa til viðtekinna skoðana um mikilvægi tengsla háskóla og atvinnulífs og ávinninginn af því að hluti kennara starfi á því sviði sem kennslan lýtur að. Framlag dómara við kennslu er því í þágu háskólanna. Með sanni má segja að hér gæti samlegðaráhrifa í senn til hagsbóta fyrir háskóla og dómstóla. Dómari sem sinnir fræðistörfum eflist í dómstörfum sínum á sama tíma og menntastofnun nýtur góðs af kennslu hans. Þetta þekki ég af eigin raun. Kennt síðan 1993 Ég hóf störf við lagadeild Háskóla Íslands árið 1993 og hef verið kennari við hana allar götur síðan. Fyrst var ég stundakennari en var ráðinn lektor árið 2002, dósent 2005 og fékk loks framgang í starf prófessors árið 2016. Frá upphafi hefur starfsframlag mitt verið svipað en það hefur nú í nærri 20 ár verið 49%. Ég var skipaður héraðsdómari 2001 og síðan hæstaréttardómari árið 2012. Ég hef því verið kennari við lagadeildina allan þann tíma sem ég hef gegnt embætti dómara. Ég gerði áðurgreindri Nefnd um dómarastörf grein fyrir þessu aukastarfi mínu þegar ég var skipaður héraðsdómari og einnig þegar ég var skipaður hæstaréttardómari. Nefndinni er því kunnugt um þessi störf mín og umfang þeirra og hefur aldrei gert athugasemdir við þau, en hún hefur eftirlit með þessu. Jafnframt hafa samstarfsmenn mínir hvorki meðan ég var héraðsdómari né eftir að ég var skipaður dómari við Hæstarétt gert athugasemdir við afköst mín í dómarastörfum. Kennslu minni hefur líka eftir því sem ég best veit verið vel tekið af nemendum mínum og lagadeildin ávallt sóst eftir starfskröftum mínum. Kennsla liðinn vetur og á næstunni Ég var kjörinn forseti Hæstaréttar frá 1. september 2020 og aðdragandinn að því var skammur. Þá var búið að skipuleggja kennslugreinar mínar allt kennsluárið og óhægt um vik að gera breytingu á. Ég hafði hins vegar ávallt og án tillits til þessarar umræðu gert ráð fyrir að draga úr starfsframlagi mínu á næsta kennsluári vegna starfa minna sem forseti réttarins. Þessu kom ég á framfæri við lagadeild Háskóla Íslands strax eftir að ég tók við embætti forseta og mun það ganga eftir. Höfundur er forseti Hæstaréttar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómstólar Háskólar Aukastörf dómara Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur í fjölmiðlum verið fjallað nokkuð um aukastörf dómara og hefur sú umræða meðal annars tekið til kennslustarfa þeirra. Þar hefur komið fram gagnrýni á að ég gegni hlutastarfi sem prófessor við lagadeild Háskóla Íslands samhliða því að vera forseti Hæstaréttar. Í þágu háskóla og dómstóla Almennt er dómurum óheimilt að taka að sér aukastörf en frá því getur Nefnd um dómarastörf veitt undanþágu ef ljóst er að aukastarf er ekki ósamrýmanlegt stöðu dómara eða leiðir af sér hættu á að hann geti ekki sinnt embættisstarfi sínu sem skyldi. Til þessa hefur verið ágreiningslaust að kennsla sé aukastarf sem fyllilega samrýmist dómarastarfi enda verið bent á að þetta sé vel þekkt bæði hér á landi og víða í þeim löndum sem við helst berum okkur saman við. Af þessum sökum leiðir af reglum sem gilda um aukastörf dómara að dómari þarf ekki að sækja um sérstaka heimild til að taka að sér slíkt starf heldur nægir honum að tilkynna það. Hér má einnig vísa til viðtekinna skoðana um mikilvægi tengsla háskóla og atvinnulífs og ávinninginn af því að hluti kennara starfi á því sviði sem kennslan lýtur að. Framlag dómara við kennslu er því í þágu háskólanna. Með sanni má segja að hér gæti samlegðaráhrifa í senn til hagsbóta fyrir háskóla og dómstóla. Dómari sem sinnir fræðistörfum eflist í dómstörfum sínum á sama tíma og menntastofnun nýtur góðs af kennslu hans. Þetta þekki ég af eigin raun. Kennt síðan 1993 Ég hóf störf við lagadeild Háskóla Íslands árið 1993 og hef verið kennari við hana allar götur síðan. Fyrst var ég stundakennari en var ráðinn lektor árið 2002, dósent 2005 og fékk loks framgang í starf prófessors árið 2016. Frá upphafi hefur starfsframlag mitt verið svipað en það hefur nú í nærri 20 ár verið 49%. Ég var skipaður héraðsdómari 2001 og síðan hæstaréttardómari árið 2012. Ég hef því verið kennari við lagadeildina allan þann tíma sem ég hef gegnt embætti dómara. Ég gerði áðurgreindri Nefnd um dómarastörf grein fyrir þessu aukastarfi mínu þegar ég var skipaður héraðsdómari og einnig þegar ég var skipaður hæstaréttardómari. Nefndinni er því kunnugt um þessi störf mín og umfang þeirra og hefur aldrei gert athugasemdir við þau, en hún hefur eftirlit með þessu. Jafnframt hafa samstarfsmenn mínir hvorki meðan ég var héraðsdómari né eftir að ég var skipaður dómari við Hæstarétt gert athugasemdir við afköst mín í dómarastörfum. Kennslu minni hefur líka eftir því sem ég best veit verið vel tekið af nemendum mínum og lagadeildin ávallt sóst eftir starfskröftum mínum. Kennsla liðinn vetur og á næstunni Ég var kjörinn forseti Hæstaréttar frá 1. september 2020 og aðdragandinn að því var skammur. Þá var búið að skipuleggja kennslugreinar mínar allt kennsluárið og óhægt um vik að gera breytingu á. Ég hafði hins vegar ávallt og án tillits til þessarar umræðu gert ráð fyrir að draga úr starfsframlagi mínu á næsta kennsluári vegna starfa minna sem forseti réttarins. Þessu kom ég á framfæri við lagadeild Háskóla Íslands strax eftir að ég tók við embætti forseta og mun það ganga eftir. Höfundur er forseti Hæstaréttar.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun