Talið að þúsundir barna hafi dáið í skammarlegum skólum í Kanada Samúel Karl Ólason skrifar 31. maí 2021 22:46 Fólk hefur verið að gera minnisvarða úr barnaskóm víðsvegar um Kanada. Hér má sjá konu leggja niður skópar á þrep ráðhússins í Kinsgston. AP/Lars Hagberg Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir fund líka 215 barna við gamlan heimavistarskóla fyrir fólk af frumbyggjaættum, ekki vera einsdæmi. Hann hefur heitið því að fólk sem var látið sækja þessa skóla muni fá aðstoð frá ríkinu. „Því miður var þetta ekki undantekning eða einangrað atvik. Við munum ekki hunsa það. Við verðum að horfast í augu við sannleikann,“ sagði Trudeau í dag. Hann sagði sögu þessara skóla vera skammarlega harmsögu og að Kanadamenn þurfi að taka ábyrgð á þeim, samkvæmt frétt CBC. Kamloops Indian skólinn í Bresku Kólumbíu rataði nýverið í fréttirnar vegna líkanna sem fundust þar. Honum var lokað árið 1977 en köll eftir því að ríkið fjármagni leit að líkum við fleiri skóla hafa orðið háværari um helgina. Sjá einnig: Fjöldagröf kanadískra barna fannst við skóla Skólar þessir kallast á ensku Residential schools. Þeir voru reknir af ríkinu og trúarstofnunum og voru börn af frumbyggjaættum skikkuð til að sækja þá. Markmiðið var að afmá menningu barnanna og aðlaga þau að innflytjendum frá Evrópu. Börnin voru þvinguð til að taka upp kristna siði og meinað að tala þeirra eigin tungumál. Eftirlit með skólunum var lítið sem ekkert og voru börn beitt ofbeldi og misnotuð kynferðislega. Auk þess sem mikið var um veikindi meðal nemenda. Frá um 1870 til loka síðustu aldar voru minnst 150 þúsund börn sendi í einhverja af minnst 139 skólum. Annar minnisvarði í Ottawa.AP/Adrian Wyld Aðgerðasinnar frumbyggja og vísindamenn í Kanada áætla að minnst 4.100 börn hafi dáið í þessum skólum og allt að sex þúsund. Í einum skólanum, sem nefndur er í frétt CBC segir að minnst sjötíu af um 350 nemendum hafi dáið í Red Deer Indian Industrial skólanum í Alberta, sem var starfræktur í 26 ár. Leiðtogar ættbálka frumbyggja hafa haldið því fram að mikla neyslu áfengis og fíkniefna meðal fólks af frumbyggjaættum í Kanada megi að miklu leyti rekja til þeirrar misnotkunar og ofbeldis sem fólk hafi gengið í gegnum í þessum skólum. Kanada Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Sjá meira
„Því miður var þetta ekki undantekning eða einangrað atvik. Við munum ekki hunsa það. Við verðum að horfast í augu við sannleikann,“ sagði Trudeau í dag. Hann sagði sögu þessara skóla vera skammarlega harmsögu og að Kanadamenn þurfi að taka ábyrgð á þeim, samkvæmt frétt CBC. Kamloops Indian skólinn í Bresku Kólumbíu rataði nýverið í fréttirnar vegna líkanna sem fundust þar. Honum var lokað árið 1977 en köll eftir því að ríkið fjármagni leit að líkum við fleiri skóla hafa orðið háværari um helgina. Sjá einnig: Fjöldagröf kanadískra barna fannst við skóla Skólar þessir kallast á ensku Residential schools. Þeir voru reknir af ríkinu og trúarstofnunum og voru börn af frumbyggjaættum skikkuð til að sækja þá. Markmiðið var að afmá menningu barnanna og aðlaga þau að innflytjendum frá Evrópu. Börnin voru þvinguð til að taka upp kristna siði og meinað að tala þeirra eigin tungumál. Eftirlit með skólunum var lítið sem ekkert og voru börn beitt ofbeldi og misnotuð kynferðislega. Auk þess sem mikið var um veikindi meðal nemenda. Frá um 1870 til loka síðustu aldar voru minnst 150 þúsund börn sendi í einhverja af minnst 139 skólum. Annar minnisvarði í Ottawa.AP/Adrian Wyld Aðgerðasinnar frumbyggja og vísindamenn í Kanada áætla að minnst 4.100 börn hafi dáið í þessum skólum og allt að sex þúsund. Í einum skólanum, sem nefndur er í frétt CBC segir að minnst sjötíu af um 350 nemendum hafi dáið í Red Deer Indian Industrial skólanum í Alberta, sem var starfræktur í 26 ár. Leiðtogar ættbálka frumbyggja hafa haldið því fram að mikla neyslu áfengis og fíkniefna meðal fólks af frumbyggjaættum í Kanada megi að miklu leyti rekja til þeirrar misnotkunar og ofbeldis sem fólk hafi gengið í gegnum í þessum skólum.
Kanada Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Sjá meira