Skólastjóraskipti í Melaskóla Atli Ísleifsson skrifar 1. júní 2021 12:32 Jón Pétur Zimsen hefur mikla reynslu í skólastjórn úr Réttarholtsskóla. Jón Pétur Zimsen hefur verið ráðinn skólastjóri í Melaskóla. Hann lætur af störfum sem aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla hvar hann hefur starfað um árabil, meðal annars sem skólastjóri. Þá var Jón Pétur aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra um tíma. Foreldrum og forráðamönnum barna við Melaskóla var tilkynnt um breytingar á stjórnun skólans í gær í tölvupósti frá Helga Grímssyni, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur. Þar kom fram að breytingarnar væru niðurstaðan af viðtölum ráðgjafa skóla- og frístundasviðs við stjórnendur og starfsmenn skólans undanfarin misseri. Segir Helgi í bréfinu að líkt og foreldrum sé kunnugt hafi ríkt óánægja með stjórnun skólans um nokkurt skeið. Björgvin Þór Þórhallsson skólastjóri lætur af störfum.Vísir/Vilhelm Björgvin Þór Þórhallsson hefur sagt upp starfi skólastjóra eftir fimm ára starf. Hann var valinn úr hópi tólf umsækjenda vorið 2016 eftir að Dagný Annasdóttir sagði upp störfum. Leitin að arftaka hennar gekk hægt og þurfti að framlengja umsóknarfrestinn því svo fáir sóttu um til að byrja með. Dagný hætti störfum vegna „óvæginnar umfjöllunar“ í sinn garð. Þá höfðu fjölmargir kennarar við skólann skrifað undir undirskriftarlista þar sem lýst var yfir vantrausti á hennar störf. Málið var til umfjöllunar í fjölmiðlum og var blaðamaður DV dæmdur til að greiða Dagnýju skaðabætur. Jón Pétur verður sem fyrr segir nýr skólastjóri og er honum lýst sem margreyndum og farsælum stjórnanda af Helga. „Með honum kemur nýr aðstoðarskólastjóri, Harpa Reynisdóttir, sem jafnframt verður staðgengill skólastjóra.“ Helga Jóna Pálmadóttir gegnir áfram stöðu aðstoðarskólastjóra Melaskóla. Þá verður auglýst eftir rekstarstjóra í fullt starf við skólann á sama tíma og staða skrifstofustjóra Melaskóla er lögð niður. Nemendur í Melaskóla á leiðinni í hádegismat.Vísir/vilhelm „Björn Ottesen Pétursson lætur því af störfum nú á þessu skólaári og eru honum þökkuð kærlega áratuga löng og farsæl störf við skólann. Einnig verður í þessum breytingum felld niður staða sérkennslustjóra. Því lætur Þóra Ársælsdóttir einnig af störfum og eru henni sömuleiðis færðar bestu þakkir fyrir sín störf í þágu nemenda og skólans.“ Nýja stjórnendateymið mun á komandi dögum skipta með sér verkum. Jón Pétur tók við stjórn skólans í dag en kemur ekki að fullu til starfa til að byrja með þar sem hann er enn að störfum í Réttarholtsskóla. Kringlan í Melaskóla þar sem fatahengi yngstu bekkinga er að finna.Vísir/Vilhelm „Með þessum er breytingum er vonast til að festa og samstaða skapist um stjórn skólans og nýtt stjórnendateymi og starfslið skólans sameinist um farsælt og metnaðarfullt skólastarf í Melaskóla til framtíðar. Mikilvægt er að nýtt stjórnendateymi fái skilning og stuðning foreldrasamfélagins á fyrstu vikum og mánuðum breytinganna. Teymið mun hitta stjórn foreldrafélagsins og foreldra svo fljótt sem auðið er til að kynna sig,“ segir í bréfi Helga Grímssonar til foreldra. Melaskóli er fyrir börn í 1. til 7. bekk en Réttarholtsskóli fyrir 8., 9. og 10. bekk. Grunnskólar Vistaskipti Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Foreldrum og forráðamönnum barna við Melaskóla var tilkynnt um breytingar á stjórnun skólans í gær í tölvupósti frá Helga Grímssyni, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur. Þar kom fram að breytingarnar væru niðurstaðan af viðtölum ráðgjafa skóla- og frístundasviðs við stjórnendur og starfsmenn skólans undanfarin misseri. Segir Helgi í bréfinu að líkt og foreldrum sé kunnugt hafi ríkt óánægja með stjórnun skólans um nokkurt skeið. Björgvin Þór Þórhallsson skólastjóri lætur af störfum.Vísir/Vilhelm Björgvin Þór Þórhallsson hefur sagt upp starfi skólastjóra eftir fimm ára starf. Hann var valinn úr hópi tólf umsækjenda vorið 2016 eftir að Dagný Annasdóttir sagði upp störfum. Leitin að arftaka hennar gekk hægt og þurfti að framlengja umsóknarfrestinn því svo fáir sóttu um til að byrja með. Dagný hætti störfum vegna „óvæginnar umfjöllunar“ í sinn garð. Þá höfðu fjölmargir kennarar við skólann skrifað undir undirskriftarlista þar sem lýst var yfir vantrausti á hennar störf. Málið var til umfjöllunar í fjölmiðlum og var blaðamaður DV dæmdur til að greiða Dagnýju skaðabætur. Jón Pétur verður sem fyrr segir nýr skólastjóri og er honum lýst sem margreyndum og farsælum stjórnanda af Helga. „Með honum kemur nýr aðstoðarskólastjóri, Harpa Reynisdóttir, sem jafnframt verður staðgengill skólastjóra.“ Helga Jóna Pálmadóttir gegnir áfram stöðu aðstoðarskólastjóra Melaskóla. Þá verður auglýst eftir rekstarstjóra í fullt starf við skólann á sama tíma og staða skrifstofustjóra Melaskóla er lögð niður. Nemendur í Melaskóla á leiðinni í hádegismat.Vísir/vilhelm „Björn Ottesen Pétursson lætur því af störfum nú á þessu skólaári og eru honum þökkuð kærlega áratuga löng og farsæl störf við skólann. Einnig verður í þessum breytingum felld niður staða sérkennslustjóra. Því lætur Þóra Ársælsdóttir einnig af störfum og eru henni sömuleiðis færðar bestu þakkir fyrir sín störf í þágu nemenda og skólans.“ Nýja stjórnendateymið mun á komandi dögum skipta með sér verkum. Jón Pétur tók við stjórn skólans í dag en kemur ekki að fullu til starfa til að byrja með þar sem hann er enn að störfum í Réttarholtsskóla. Kringlan í Melaskóla þar sem fatahengi yngstu bekkinga er að finna.Vísir/Vilhelm „Með þessum er breytingum er vonast til að festa og samstaða skapist um stjórn skólans og nýtt stjórnendateymi og starfslið skólans sameinist um farsælt og metnaðarfullt skólastarf í Melaskóla til framtíðar. Mikilvægt er að nýtt stjórnendateymi fái skilning og stuðning foreldrasamfélagins á fyrstu vikum og mánuðum breytinganna. Teymið mun hitta stjórn foreldrafélagsins og foreldra svo fljótt sem auðið er til að kynna sig,“ segir í bréfi Helga Grímssonar til foreldra. Melaskóli er fyrir börn í 1. til 7. bekk en Réttarholtsskóli fyrir 8., 9. og 10. bekk.
Grunnskólar Vistaskipti Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira