Segir leiðinlegt að fara einn á ÓL og kallar eftir metnaði hjá íslenskum stjórnvöldum Sindri Sverrisson skrifar 2. júní 2021 11:30 Anton Sveinn McKee hefur verið fremsti sundkarl Íslands um langt árabil og náði ólympíulágmarki á HM árið 2019. EPA/PATRICK B. KRAEMER Átta íþróttamenn kepptu fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016. Ísland hafði þá ekki átt færri fulltrúa á þessu stærsta sviði íþróttanna í hálfa öld. Aðeins einn íþróttamaður hefur tryggt sér farseðil á Ólympíuleikana í Tókýó sem verða settir 23. júlí. Anton Sveinn McKee synti sig inn á leikana í Tókýó í júlí 2019. Þeim var frestað um eitt ár vegna kórónuveirufaraldursins en eiga að fara fram í sumar. Anton er fullbólusettur, hefur lagt hart að sér við æfingar og ætlar sér stóra hluti á leikunum. Anton viðurkennir að það sé leiðinlegt að ekki skuli fleiri Íslendingar komnir með farseðil á Ólympíuleikana. Sú staða mun lagast að einhverju leyti fram að leikum en Anton kallar eftir því að íslensk stjórnvöld sýni meiri metnað til að ná árangri á íþróttasviðinu og styðji betur við sitt besta íþróttafólk. Kröfurnar aukast með hverjum Ólympíuleikum „Þessi staða er ekkert að fara að breytast nema að það komi meiri innspýting inn í afreksíþróttir á Íslandi. Kröfurnar aukast með hverjum Ólympíuleikum og ef við viljum skara fram úr þá þarf eitthvað að breytast varðandi aðhald og metnað sem lagður er í afreksíþróttirnar,“ segir Anton Sveinn. Anton Sveinn hefur keppt á sínu síðasta móti fyrir Ólympíuleikana. Hann er við æfingar í Bandaríkjunum en mun ferðast til Asíu 2-3 vikum fyrir ÓL og ljúka þar undirbúningi sínum.Getty/Andy Lyons „Maður hefur oft séð fólk, bæði í sundinu og öðrum íþróttum, sem hefur ekki getað komist á toppinn á sínum ferli því það getur ekki fengið dæmið til að ganga upp. Á meðan að kröfurnar í íþróttaheiminum aukast þá þarf stuðningurinn jafnframt að aukast. Það kostar peninga að búa til afreksíþróttafólk og þær þjóðir sem við berum okkur saman við leggja alvöru metnað í að gera það. Það sést í árangri,“ segir Anton. Þarf að gera íþróttafólki kleift að leggja allt í sölurnar Á meðal þeirra sem hafa freistað þess að komast á Ólympíuleikana er þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir, kærasta Antons. Einnig má nefna júdókappann Sveinbjörn Iura, frjálsíþróttafólkið Guðna Val Guðnason, Hilmar Örn Jónsson, Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttur og fleiri. Anton kveðst þess handviss að íslenskt íþróttafólk geti náð lengra fái það til þess stuðning. „Það er leiðinlegt að fara einn á Ólympíuleikana en vonandi bætast fleiri við og einhverjir boðsmiðar koma. Ég er sannfærður um að ef að stuðningurinn eykst þá muni íþróttafólkið okkar svara því um leið með því að þora að stefna lengra og leggja allt í sölurnar, og þá muni árangurinn fylgja. Þetta þarf að gerast strax, því ef það gerist ekkert nýtt núna þá er mjög hætt við því að þau sem voru nálægt því að komast inn á leikana núna bara hætti og fari að gera eitthvað annað. Það er rosalega mikil vinna sem fer í þetta. Auðvitað átta ég mig á því að við erum fámenn þjóð og höfum mikið minna fjármagn til að spila úr, en við erum líka með færra afreksíþróttafólk sem þarf að styðja við,“ segir Anton. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Sund Tengdar fréttir „Fer á leikana með gífurlega háar kröfur á sjálfan mig“ Anton Sveinn McKee ætlar sér að synda á næstbesta tíma sögunnar, í 200 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Tókýó. Það ætti að skila honum verðlaunum, jafnvel fyrsta ólympíugulli Íslendinga. 1. júní 2021 12:30 Verður gaman á Ólympíuleikunum með pabba með mér í lauginni Um leið og Anton Sveinn McKee syrgir föður sinn hefur hann reynt að undirbúa sig fyrir keppni á Ólympíuleikunum í Tókýó. Stærstu stund ferilsins hjá þessum 27 ára gamla sundmanni og eina íslenska íþróttamanni sem á sæti á leikunum. Það hefur reynst þrautin þyngri en Antoni líður betur í dag og ætlar að njóta leikanna með pabba sinn með sér í anda. 1. júní 2021 09:00 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Í beinni: Portúgal - Belgía | Lokaleikurinn hjá Belgunum hennar Betu Í beinni: Ítalía - Spánn | Spánverjar vilja vinna riðilinn Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Sjá meira
Anton Sveinn McKee synti sig inn á leikana í Tókýó í júlí 2019. Þeim var frestað um eitt ár vegna kórónuveirufaraldursins en eiga að fara fram í sumar. Anton er fullbólusettur, hefur lagt hart að sér við æfingar og ætlar sér stóra hluti á leikunum. Anton viðurkennir að það sé leiðinlegt að ekki skuli fleiri Íslendingar komnir með farseðil á Ólympíuleikana. Sú staða mun lagast að einhverju leyti fram að leikum en Anton kallar eftir því að íslensk stjórnvöld sýni meiri metnað til að ná árangri á íþróttasviðinu og styðji betur við sitt besta íþróttafólk. Kröfurnar aukast með hverjum Ólympíuleikum „Þessi staða er ekkert að fara að breytast nema að það komi meiri innspýting inn í afreksíþróttir á Íslandi. Kröfurnar aukast með hverjum Ólympíuleikum og ef við viljum skara fram úr þá þarf eitthvað að breytast varðandi aðhald og metnað sem lagður er í afreksíþróttirnar,“ segir Anton Sveinn. Anton Sveinn hefur keppt á sínu síðasta móti fyrir Ólympíuleikana. Hann er við æfingar í Bandaríkjunum en mun ferðast til Asíu 2-3 vikum fyrir ÓL og ljúka þar undirbúningi sínum.Getty/Andy Lyons „Maður hefur oft séð fólk, bæði í sundinu og öðrum íþróttum, sem hefur ekki getað komist á toppinn á sínum ferli því það getur ekki fengið dæmið til að ganga upp. Á meðan að kröfurnar í íþróttaheiminum aukast þá þarf stuðningurinn jafnframt að aukast. Það kostar peninga að búa til afreksíþróttafólk og þær þjóðir sem við berum okkur saman við leggja alvöru metnað í að gera það. Það sést í árangri,“ segir Anton. Þarf að gera íþróttafólki kleift að leggja allt í sölurnar Á meðal þeirra sem hafa freistað þess að komast á Ólympíuleikana er þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir, kærasta Antons. Einnig má nefna júdókappann Sveinbjörn Iura, frjálsíþróttafólkið Guðna Val Guðnason, Hilmar Örn Jónsson, Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttur og fleiri. Anton kveðst þess handviss að íslenskt íþróttafólk geti náð lengra fái það til þess stuðning. „Það er leiðinlegt að fara einn á Ólympíuleikana en vonandi bætast fleiri við og einhverjir boðsmiðar koma. Ég er sannfærður um að ef að stuðningurinn eykst þá muni íþróttafólkið okkar svara því um leið með því að þora að stefna lengra og leggja allt í sölurnar, og þá muni árangurinn fylgja. Þetta þarf að gerast strax, því ef það gerist ekkert nýtt núna þá er mjög hætt við því að þau sem voru nálægt því að komast inn á leikana núna bara hætti og fari að gera eitthvað annað. Það er rosalega mikil vinna sem fer í þetta. Auðvitað átta ég mig á því að við erum fámenn þjóð og höfum mikið minna fjármagn til að spila úr, en við erum líka með færra afreksíþróttafólk sem þarf að styðja við,“ segir Anton.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Sund Tengdar fréttir „Fer á leikana með gífurlega háar kröfur á sjálfan mig“ Anton Sveinn McKee ætlar sér að synda á næstbesta tíma sögunnar, í 200 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Tókýó. Það ætti að skila honum verðlaunum, jafnvel fyrsta ólympíugulli Íslendinga. 1. júní 2021 12:30 Verður gaman á Ólympíuleikunum með pabba með mér í lauginni Um leið og Anton Sveinn McKee syrgir föður sinn hefur hann reynt að undirbúa sig fyrir keppni á Ólympíuleikunum í Tókýó. Stærstu stund ferilsins hjá þessum 27 ára gamla sundmanni og eina íslenska íþróttamanni sem á sæti á leikunum. Það hefur reynst þrautin þyngri en Antoni líður betur í dag og ætlar að njóta leikanna með pabba sinn með sér í anda. 1. júní 2021 09:00 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Í beinni: Portúgal - Belgía | Lokaleikurinn hjá Belgunum hennar Betu Í beinni: Ítalía - Spánn | Spánverjar vilja vinna riðilinn Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Sjá meira
„Fer á leikana með gífurlega háar kröfur á sjálfan mig“ Anton Sveinn McKee ætlar sér að synda á næstbesta tíma sögunnar, í 200 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Tókýó. Það ætti að skila honum verðlaunum, jafnvel fyrsta ólympíugulli Íslendinga. 1. júní 2021 12:30
Verður gaman á Ólympíuleikunum með pabba með mér í lauginni Um leið og Anton Sveinn McKee syrgir föður sinn hefur hann reynt að undirbúa sig fyrir keppni á Ólympíuleikunum í Tókýó. Stærstu stund ferilsins hjá þessum 27 ára gamla sundmanni og eina íslenska íþróttamanni sem á sæti á leikunum. Það hefur reynst þrautin þyngri en Antoni líður betur í dag og ætlar að njóta leikanna með pabba sinn með sér í anda. 1. júní 2021 09:00