Áratugur síðan Keflavík vann síðast leik í úrslitakeppni í Vesturbænum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2021 16:00 Hörður Axel Vilhjálmsson er sá eini í Keflavíkurliðinu sem tók þátt í síðasta sigurleik liðsins í Frostaskjóli í úrslitakeppni. Vísir/Hulda Margrét Keflvíkingar heimsækja KR-inga i DHL-höllina í kvöld og geta þar komist í 2-0 í undanúrslitaeinvígi liðanna í Domino's deild. Keflavík vann fyrsta leikinn með átta stiga mun og sigur í kvöld þýddi að liðið yrði aðeins einum sigri frá sæti í úrslitaeinvíginu í fyrsta sinn í ellefu ár. KR-ingar hafa unnið síðustu sex Íslandsmeistaratitla en eru með pressuna á sér í kvöld því það væri nánast dauðadómur að lenda 2-0 undir á móti deildarmeisturum Keflavíkur. Keflavíkurliðið hefur aftur á móti ekki slegið KR út úr úrslitakeppni síðan 1997 og Keflvíkingar hafa ekki unnið leik í úrslitakeppni í Vesturbænum síðan 2011. Síðasti sigur Keflavíkur í úrslitakeppni í Frostaskjóli kom 1. apríl 2011 þegar Keflvíkingar unnu eftir framlengdan leik. Frá þeim leik hafa Keflvíkingar mætt fjórum sinnum í Vesturbæinn í úrslitakeppni og tapað í öll fjögur skiptin. Þessi síðasti sigurleikur Keflavíkur í Vesturbænum var mjög skrautlegur og spennandi leikur. Framlengingin var sérstaklega söguleg því liðin skoruðu 62 stig á fimm mínútum í henni en 27 þessara stiga komu reyndar á vítalínunni, úr 39 vítaskotum. Það eru leikmenn í liðunum í dag sem voru í aðalhlutverki í þessum leik fyrir rúmum tíu árum síðan en Brynjar Þór Björnsson var með 25 stig og Hörður Axel Vilhjálmsson var með 14 stig og 9 stoðsendingar í leiknum. Matthías Orri Sigurðarson var þarna kornungur aukaleikari en fékk að spila í 17 sekúndur. Leikur KR og Keflavíkur hefst klukkan 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Upphitun hefst klukkan 19.45 og strax á eftir verður farið yfir leikinn í Domino's Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport 4. Hér fyrir neðan má sjá síðustu heimsóknir Keflvíkingar í Vesturbæ Reykjavíkur í úrslitakeppni. Síðustu leikir KR og Keflavíkur í úrslitakeppni í Vesturbænum: Átta liða úrslit 2019: Leikur 2: KR vann með 9 stigum (86-77) Undanúrslit 2017 Leikur 3: KR vann með 3 stigum (91-88) Leikur 1: KR vann með 19 stigum (90-71) Undanúrslit 2011 Leikur 5: KR vann með 16 stigum (105-89) Leikur 3: Keflavík vann með 4 stigum í framlengingu (139-135) Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla Keflavík ÍF KR Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira
Keflavík vann fyrsta leikinn með átta stiga mun og sigur í kvöld þýddi að liðið yrði aðeins einum sigri frá sæti í úrslitaeinvíginu í fyrsta sinn í ellefu ár. KR-ingar hafa unnið síðustu sex Íslandsmeistaratitla en eru með pressuna á sér í kvöld því það væri nánast dauðadómur að lenda 2-0 undir á móti deildarmeisturum Keflavíkur. Keflavíkurliðið hefur aftur á móti ekki slegið KR út úr úrslitakeppni síðan 1997 og Keflvíkingar hafa ekki unnið leik í úrslitakeppni í Vesturbænum síðan 2011. Síðasti sigur Keflavíkur í úrslitakeppni í Frostaskjóli kom 1. apríl 2011 þegar Keflvíkingar unnu eftir framlengdan leik. Frá þeim leik hafa Keflvíkingar mætt fjórum sinnum í Vesturbæinn í úrslitakeppni og tapað í öll fjögur skiptin. Þessi síðasti sigurleikur Keflavíkur í Vesturbænum var mjög skrautlegur og spennandi leikur. Framlengingin var sérstaklega söguleg því liðin skoruðu 62 stig á fimm mínútum í henni en 27 þessara stiga komu reyndar á vítalínunni, úr 39 vítaskotum. Það eru leikmenn í liðunum í dag sem voru í aðalhlutverki í þessum leik fyrir rúmum tíu árum síðan en Brynjar Þór Björnsson var með 25 stig og Hörður Axel Vilhjálmsson var með 14 stig og 9 stoðsendingar í leiknum. Matthías Orri Sigurðarson var þarna kornungur aukaleikari en fékk að spila í 17 sekúndur. Leikur KR og Keflavíkur hefst klukkan 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Upphitun hefst klukkan 19.45 og strax á eftir verður farið yfir leikinn í Domino's Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport 4. Hér fyrir neðan má sjá síðustu heimsóknir Keflvíkingar í Vesturbæ Reykjavíkur í úrslitakeppni. Síðustu leikir KR og Keflavíkur í úrslitakeppni í Vesturbænum: Átta liða úrslit 2019: Leikur 2: KR vann með 9 stigum (86-77) Undanúrslit 2017 Leikur 3: KR vann með 3 stigum (91-88) Leikur 1: KR vann með 19 stigum (90-71) Undanúrslit 2011 Leikur 5: KR vann með 16 stigum (105-89) Leikur 3: Keflavík vann með 4 stigum í framlengingu (139-135) Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Síðustu leikir KR og Keflavíkur í úrslitakeppni í Vesturbænum: Átta liða úrslit 2019: Leikur 2: KR vann með 9 stigum (86-77) Undanúrslit 2017 Leikur 3: KR vann með 3 stigum (91-88) Leikur 1: KR vann með 19 stigum (90-71) Undanúrslit 2011 Leikur 5: KR vann með 16 stigum (105-89) Leikur 3: Keflavík vann með 4 stigum í framlengingu (139-135)
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla Keflavík ÍF KR Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn