Dushman er látinn, síðastur þeirra sem komu að því að frelsa eftirlifandi fórnarlömb nasista í útrýmingarbúðunum alræmdu, þar sem 1,1 milljón var myrt í seinni heimstyrjöldinni.
Hann var 98 ára.
Dushman var aðeins 21 árs þegar herdeildin hans kom að Auschwitz. Þá var hann einn af aðeins 69 af 12 þúsund hermönnum hersveitarinnar sem lifðu stríðið.
Dushman særðist alvarlega og missti lunga en varð engu að síður einn fremsti skylmingamaður Sovétríkjanna og einn besti þjálfari greinarinnar, samkvæmt Alþjóðlegu Ólympíunefndinni.
Dushman þjálfaði kvennalið Sovétríkjanna í meira en 30 ár og varð vitni að hryðjuverkaárásinni á Ólympíuleikunum í Munchen árið 1972.
„Við heyrðum byssuskot og nið frá þyrlum fyrir ofan okkur. Við bjuggum hinum megin frá ísraelska liðinu. Við og allt hitt íþróttafólkið vorum skelfingu lostin,“ sagði hann í samtali við Abendzeitung árið 2018.
„Þegar við kynntumst árið 1970 bauð hann mér strax vináttu og ráðgjöf, þrátt fyrir persónulega reynslu sína af seinni heimstyrjöldinni og Auschwitz og þá staðreynd að hann væri gyðingur,“ segir Thomas Bach, skylmingakappi og forseti Alþjóðlegu Ólympíunefndarinnar.
Dushman kenndi skylmingar þar til fyrir fjórum árum.