Segir bílstjóra hunsa göngugötuna, aka hratt og stofna börnum í hættu Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. júní 2021 21:00 Íbúi við göngugötuna á Laugavegi segir útfærslu á henni slæma og að ástandið hafi versnað upp á síðkastið. Bílstjórar virði lokun götunnar að vettugi, aki hratt og stofni jafnvel börnum í hættu. Göngugatan er ekki lokuð heldur er hún merkt með skiltum, eins og þekkt er. Heimild til að aka göngugötuna hafa þeir sem sjá um vöruflutninga á tilteknum tímum, íbúar sem þurfa að komast að baklóðum og hreyfihamlaðir. Göngugatan nær frá Bankastræti að Frakkastíg en allt frá opnun hennar hefur borið á því að gangandi vegfarendur telji bílstjóra virða lokunina að vettugi. Nú síðast sagði Kristján Hrannar Pálsson organisti frá því á Twitter í gær að litlu hefði mátt muna að keyrt hefði verið á fjögurra ára son hans á götunni, þar sem hann hoppaði í parís. Hey @logreglan og @reykjavik, það var næstum því keyrt á 4 ára son minn á "göngugötunni" Laugavegi þar sem hann var að hoppa í parís. Ætliði að bíða eftir að eitthvað barn slasist alvarlega eða hysja upp um ykkur núna? Endalaus bílaumferð upp og niður.— Kristján Hrannar (@KristjanHrannar) June 6, 2021 Elías Þórsson, íbúi við Laugaveg, sem einnig er meðstjórnandi í stjórn Samtaka um bíllausan lífsstíl, segir að útfærsla borgarinnar á göngugötunni sé slæm og merkingum sé verulega ábótavant. Hann vísar til samtals sem hann átti við varðstjóra hjá lögreglu. „Hann einmitt talaði um að annað hvort þyrfti að útfæra þetta betur eða þá bara sleppa þessu því eins og staðan er í dag er þetta að einhverju leyti verra en þetta var, því nú keyra bílarnir í báðar áttir, því þeir átta sig ekki á akstursstefnunni.“ Börn sem leiki sér á göngugötunni séu í sérstakri hættu. „Af því foreldrarnir hugsa, þetta er göngugata þannig að það hlýtur að vera að það sé í lagi að börnin séu að leika sér. Þannig að þetta verður verra, sérstaklega því maður hefur séð bíla keyra hérna á þrjátíu, fjörutíu [kílómetra hraða].“ Sjálfur hefur Elías lent í ýmsu. „Það hefur verið keyrt á mig hérna og það var meira að segja ráðist á mig þegar ég neitaði að færa mig fyrir bílstjóra, hann hoppaði út úr bílnum og reif í mig og henti mér til.“ Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur dregið úr kvörtunum vegna ólöglegs aksturs um göngugötuna síðustu mánuði. Ekki sé fylgst sérstaklega með akstri um hana en almennu eftirliti haldið úti. Göngugötur Reykjavík Skipulag Umferðaröryggi Tengdar fréttir Hámarkshraði rafhlaupahjóla gæti lækkað á vissum svæðum Höfundum skýrslunnar Rafskútur og umferðaröryggi sem gerð var fyrir Vegagerðina og Reykjavíkurborg telja æskilegt að hámarkshraði rafhlaupahjóla verði lækkaður á ákveðnum svæðum í borginni. Þeim þykir þá vel koma til greina að leyfa umferð hlaupahjólanna á götum þar sem hámarkshraðinn er 30 kílómetrar á klukkustund. 29. maí 2021 19:05 Margt annað að gera en að nýta lagalega smugu til að keyra á göngugötum Heimilt hefur verið samkvæmt lögum að keyra niður Laugaveginn á milli Frakkarstígs og Klapparstígs frá upphafi mánaðarins, eftir að tímabundin heimild til göngugötufyrirkomulags á umræddum kafla féll úr gildi. Þá heimild á að endurnýja á morgun. 3. maí 2021 19:05 Vesturbæingar ánægðastir með göngugötur en Grafarvogsbúar neikvæðastir Ánægja með göngugötur í miðborginni eykst á milli ára. Fólk sem nýtir sér göngugötur er almennt ánægðara með þær en fólk sem heimsækir þær sjaldnar. 7. október 2020 17:35 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Göngugatan er ekki lokuð heldur er hún merkt með skiltum, eins og þekkt er. Heimild til að aka göngugötuna hafa þeir sem sjá um vöruflutninga á tilteknum tímum, íbúar sem þurfa að komast að baklóðum og hreyfihamlaðir. Göngugatan nær frá Bankastræti að Frakkastíg en allt frá opnun hennar hefur borið á því að gangandi vegfarendur telji bílstjóra virða lokunina að vettugi. Nú síðast sagði Kristján Hrannar Pálsson organisti frá því á Twitter í gær að litlu hefði mátt muna að keyrt hefði verið á fjögurra ára son hans á götunni, þar sem hann hoppaði í parís. Hey @logreglan og @reykjavik, það var næstum því keyrt á 4 ára son minn á "göngugötunni" Laugavegi þar sem hann var að hoppa í parís. Ætliði að bíða eftir að eitthvað barn slasist alvarlega eða hysja upp um ykkur núna? Endalaus bílaumferð upp og niður.— Kristján Hrannar (@KristjanHrannar) June 6, 2021 Elías Þórsson, íbúi við Laugaveg, sem einnig er meðstjórnandi í stjórn Samtaka um bíllausan lífsstíl, segir að útfærsla borgarinnar á göngugötunni sé slæm og merkingum sé verulega ábótavant. Hann vísar til samtals sem hann átti við varðstjóra hjá lögreglu. „Hann einmitt talaði um að annað hvort þyrfti að útfæra þetta betur eða þá bara sleppa þessu því eins og staðan er í dag er þetta að einhverju leyti verra en þetta var, því nú keyra bílarnir í báðar áttir, því þeir átta sig ekki á akstursstefnunni.“ Börn sem leiki sér á göngugötunni séu í sérstakri hættu. „Af því foreldrarnir hugsa, þetta er göngugata þannig að það hlýtur að vera að það sé í lagi að börnin séu að leika sér. Þannig að þetta verður verra, sérstaklega því maður hefur séð bíla keyra hérna á þrjátíu, fjörutíu [kílómetra hraða].“ Sjálfur hefur Elías lent í ýmsu. „Það hefur verið keyrt á mig hérna og það var meira að segja ráðist á mig þegar ég neitaði að færa mig fyrir bílstjóra, hann hoppaði út úr bílnum og reif í mig og henti mér til.“ Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur dregið úr kvörtunum vegna ólöglegs aksturs um göngugötuna síðustu mánuði. Ekki sé fylgst sérstaklega með akstri um hana en almennu eftirliti haldið úti.
Göngugötur Reykjavík Skipulag Umferðaröryggi Tengdar fréttir Hámarkshraði rafhlaupahjóla gæti lækkað á vissum svæðum Höfundum skýrslunnar Rafskútur og umferðaröryggi sem gerð var fyrir Vegagerðina og Reykjavíkurborg telja æskilegt að hámarkshraði rafhlaupahjóla verði lækkaður á ákveðnum svæðum í borginni. Þeim þykir þá vel koma til greina að leyfa umferð hlaupahjólanna á götum þar sem hámarkshraðinn er 30 kílómetrar á klukkustund. 29. maí 2021 19:05 Margt annað að gera en að nýta lagalega smugu til að keyra á göngugötum Heimilt hefur verið samkvæmt lögum að keyra niður Laugaveginn á milli Frakkarstígs og Klapparstígs frá upphafi mánaðarins, eftir að tímabundin heimild til göngugötufyrirkomulags á umræddum kafla féll úr gildi. Þá heimild á að endurnýja á morgun. 3. maí 2021 19:05 Vesturbæingar ánægðastir með göngugötur en Grafarvogsbúar neikvæðastir Ánægja með göngugötur í miðborginni eykst á milli ára. Fólk sem nýtir sér göngugötur er almennt ánægðara með þær en fólk sem heimsækir þær sjaldnar. 7. október 2020 17:35 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Hámarkshraði rafhlaupahjóla gæti lækkað á vissum svæðum Höfundum skýrslunnar Rafskútur og umferðaröryggi sem gerð var fyrir Vegagerðina og Reykjavíkurborg telja æskilegt að hámarkshraði rafhlaupahjóla verði lækkaður á ákveðnum svæðum í borginni. Þeim þykir þá vel koma til greina að leyfa umferð hlaupahjólanna á götum þar sem hámarkshraðinn er 30 kílómetrar á klukkustund. 29. maí 2021 19:05
Margt annað að gera en að nýta lagalega smugu til að keyra á göngugötum Heimilt hefur verið samkvæmt lögum að keyra niður Laugaveginn á milli Frakkarstígs og Klapparstígs frá upphafi mánaðarins, eftir að tímabundin heimild til göngugötufyrirkomulags á umræddum kafla féll úr gildi. Þá heimild á að endurnýja á morgun. 3. maí 2021 19:05
Vesturbæingar ánægðastir með göngugötur en Grafarvogsbúar neikvæðastir Ánægja með göngugötur í miðborginni eykst á milli ára. Fólk sem nýtir sér göngugötur er almennt ánægðara með þær en fólk sem heimsækir þær sjaldnar. 7. október 2020 17:35