Ók Angjelin í Rauðagerði en segist ekkert hafa vitað um tilganginn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júní 2021 16:00 Fjöldi karla og ein kona voru handtekin og úrskurðuð í gæsluvarðhald í tengslum við rannsóknin á morðinu í Rauðagerði. Fjögur voru á endanum ákærð. Vísir/vilhelm Shpetim Qerimi, einn fjögurra sem ákærður er fyrir manndráp í Rauðagerðismálinu svokallaða, hefur verið úrskurðaður í farbann til 1. október. Aðalmeðferð í málinu er fyrirhuguð í september. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfu héraðssaksóknara um farbannið á dögunum. Shpetim er gefið að sök að hafa ekið Angjelin Sterkaj í Rauðagerði og hinkrað þar eftir honum. Angjelin er gefið að sök að hafa skotið Armando Bequiri níu skotum og svo gefa Shpetim merki um að sækja sig aftur. Óku þeir sem leið lá út úr bænum og norður í land þar sem Angjelin er sagður hafa losað sig við morðvopnið á leiðinni. Auk Shpetim og Angjelin eru Murat Selivrada og Claudia Sofia Coelho Carvahlo ákærð fyrir manndráp. Ákæruvaldið byggir á því að um verkskipta aðild fjögurra ákærðu hafi verið að ræða. Murat og Claudia hafi fylgst með ferðum bíls og komið skilaboðum áfram er varðaði ferðir Armando. Fjallað var um málið í Kompás í maí þar sem rætt var við ekkju Armando. Ótrúverðugur framburður Í kröfu sinni fyrir farbanni benti saksóknari á að framburður Shpetim hafi verið ótrúverðugur varðandi atburðarásina 13. febrúar. Hann viðurkenni að hafa ekið með Angjelin í Rauðagerði en ekki vita hver hafi búið þar eða hvað stæði til. Er þessi framburður að mati ákæruvaldsins ótrúverðugur sérstaklega í ljósi þess að ákærði hafði komið á heimili Armando auk þess sem hann ók með Murat fyrr um daginn áður en hann hitti Angjelin. Þeir Murat hafi gefið ótrúverðugar og ósamhljóða skýringar á þeirri samverustund. Þá liggi fyrir að 12. febrúar, degi fyrir morðið, hittust Shpetim og Angjelin þar sem Shpetim og Claudia tóku við tösku frá Angjelin sem í var byssa. Geymdi Shpetim töskuna til næsta dags. Shpetim hafi sagst ekki hafa vitað hvað var í töskunni en það telur ákæruvaldið ótrúverðugt. Byssa með hljóðdeyfi upp á 40 sentímetra Ákæruvaldið bendir einnig á að Angjelin fór úr bílnum sem ákærði ók vopnaður skammbyssu og hljóðdeyfi og kom til baka í bílinn með þetta samsett og setti á gólf bifreiðarinnar. Lengd byssunnar með hljóðdeyfi sé rúmir 40 sentímetrar. Því sé ekki mjög trúverðugt að Shpetim hafi ekki vitað hvað til stóð. Shpetim lauk afplánun vegna annars máls þann 3. júní. Saksóknari benti á að hann væri erlendur ríkisborgari og gefið að sök alvarlegt brot þar sem viðurlögin eru þung fangelsisvist. Mikil hætta sé á að hann hafi úr landi til að koma sér undan fangelsi. Því þurfi hann að sæta farbanni. Leó Daðason er verjandi Shpetim.Vísir/Vilhelm Héraðsdómur taldi framlögð gögn sýna ótvírætt að á ákærða hvíli rökstuddur grunur um aðild að þeim verknaði sem lögregla rannsakar. Þá gæti Shpetim torveldað rannsókn málsins eigi hann þess kost að komast úr landi á þessu stigi rannsóknarinnar. Því var fallist á beiðni saksóknara. Leó Daðason, lögmaður Shpetim, kærði úrskurðinn til Landsréttar sem féllst á niðurstöðu héraðsdóms. Shpetim þarf því að sæta farbanni til 1. október. Morð í Rauðagerði Dómsmál Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfu héraðssaksóknara um farbannið á dögunum. Shpetim er gefið að sök að hafa ekið Angjelin Sterkaj í Rauðagerði og hinkrað þar eftir honum. Angjelin er gefið að sök að hafa skotið Armando Bequiri níu skotum og svo gefa Shpetim merki um að sækja sig aftur. Óku þeir sem leið lá út úr bænum og norður í land þar sem Angjelin er sagður hafa losað sig við morðvopnið á leiðinni. Auk Shpetim og Angjelin eru Murat Selivrada og Claudia Sofia Coelho Carvahlo ákærð fyrir manndráp. Ákæruvaldið byggir á því að um verkskipta aðild fjögurra ákærðu hafi verið að ræða. Murat og Claudia hafi fylgst með ferðum bíls og komið skilaboðum áfram er varðaði ferðir Armando. Fjallað var um málið í Kompás í maí þar sem rætt var við ekkju Armando. Ótrúverðugur framburður Í kröfu sinni fyrir farbanni benti saksóknari á að framburður Shpetim hafi verið ótrúverðugur varðandi atburðarásina 13. febrúar. Hann viðurkenni að hafa ekið með Angjelin í Rauðagerði en ekki vita hver hafi búið þar eða hvað stæði til. Er þessi framburður að mati ákæruvaldsins ótrúverðugur sérstaklega í ljósi þess að ákærði hafði komið á heimili Armando auk þess sem hann ók með Murat fyrr um daginn áður en hann hitti Angjelin. Þeir Murat hafi gefið ótrúverðugar og ósamhljóða skýringar á þeirri samverustund. Þá liggi fyrir að 12. febrúar, degi fyrir morðið, hittust Shpetim og Angjelin þar sem Shpetim og Claudia tóku við tösku frá Angjelin sem í var byssa. Geymdi Shpetim töskuna til næsta dags. Shpetim hafi sagst ekki hafa vitað hvað var í töskunni en það telur ákæruvaldið ótrúverðugt. Byssa með hljóðdeyfi upp á 40 sentímetra Ákæruvaldið bendir einnig á að Angjelin fór úr bílnum sem ákærði ók vopnaður skammbyssu og hljóðdeyfi og kom til baka í bílinn með þetta samsett og setti á gólf bifreiðarinnar. Lengd byssunnar með hljóðdeyfi sé rúmir 40 sentímetrar. Því sé ekki mjög trúverðugt að Shpetim hafi ekki vitað hvað til stóð. Shpetim lauk afplánun vegna annars máls þann 3. júní. Saksóknari benti á að hann væri erlendur ríkisborgari og gefið að sök alvarlegt brot þar sem viðurlögin eru þung fangelsisvist. Mikil hætta sé á að hann hafi úr landi til að koma sér undan fangelsi. Því þurfi hann að sæta farbanni. Leó Daðason er verjandi Shpetim.Vísir/Vilhelm Héraðsdómur taldi framlögð gögn sýna ótvírætt að á ákærða hvíli rökstuddur grunur um aðild að þeim verknaði sem lögregla rannsakar. Þá gæti Shpetim torveldað rannsókn málsins eigi hann þess kost að komast úr landi á þessu stigi rannsóknarinnar. Því var fallist á beiðni saksóknara. Leó Daðason, lögmaður Shpetim, kærði úrskurðinn til Landsréttar sem féllst á niðurstöðu héraðsdóms. Shpetim þarf því að sæta farbanni til 1. október.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira