1 dagur í EM: Frakkar unnu EM síðast þegar þær mættu sem heimsmeistarar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2021 12:01 Frakkar fagna hér Evrópumeistaratitli sínum sumarið 2000 en þeir voru þá bæði heims- og Evrópumeistarar á sama tíma. Getty/Laurent Baheux Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst á morgun 11. júní. Frakkar mæta á EM sem ríkjandi heimsmeistarar og það boðar gott fyrir þá. Frakkar eru heimsmeistarar frá því á HM í Rússlandi fyrir þremur árum og þeir fóru líka í úrslitaleik EM sumarið 2016. Frakkar eiga góða reynslu frá því að mæta á Evrópumót sem ríkjandi heimsmeistarar. Sumarið 2000 unnu Frakkar Evrópumótið eftir að hafa unnið heimsmeistaratitilinn tveimur árum áður. Photo du jour EURO 2000 - L équipe de France avant la finale face à l Italie. pic.twitter.com/cTHrNa3UXa— Le Corner (@Le_Corner_) June 3, 2021 Frakkar unnu eftirminnilegan 3-0 sigur á Brasilíu í úrslitaleik HM í Frakklandi 1998 þar sem Zinedine Zidane skoraði tvívegis. Franska landsliðið hóf síðan undankeppni EM á því að gera 1-1 jafntefli á móti Íslandi á Laugardalsvellinum. Frakkar unnu samt riðilinn en lenti aftur á vandræðum með íslenska landsliðið í París þar sem Frakkar unnu á endanum nauman 3-2 sigur. Með þeim sigri tryggði franska landsliðið sig inn á EM ásamt því að Úkraínumenn náðu bara jafntefli á móti Rússum. Í úrslitakeppninni fóru Frakkar upp úr riðlinum þrátt fyrir tap á móti Hollendingum. Þeir unnu 2-1 sigur á Spánverjum í átta liða úrslitunum og svo 2-1 sigur á Portúgal í undanúrslitunum þar sem Zinedine Zidane skoraði gullmark í framlengingu. First EURO final you watched? David Trezeguet at EURO 2000 @FrenchTeam— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) March 10, 2021 Í úrslitaleiknum voru Frakkar undir á móti Ítölum fram á fjórðu mínútu í uppbótartíma en varamaðurinn Sylvain Wiltord tryggði liðinu framlengingu og þar skoraði varamaðurinn David Trezeguet Gullmark. Leikurinn var búinn um leið og boltinn þandi út netmöskvanna. Gullmörk í tveimur leikjum í röð færðu Frökkum þar sem Evrópumeistaratitilinn og fyrirliðinn Didier Deschamps lyfti EM-bikarnum aðeins tveimur árum eftir að hann lyfti HM-bikarnum. Zinedine Zidane var kosinn besti leikmaður keppninnar en Thierry Henry var markahæstur í franska liðinu á mótinu með þrjú mörk. Euro 2000 : et l'Italie reboucha le champagneVingt-et-un ans après la finale de l'Euro perdue sur le fil contre la France, les Italiens présents à Rotterdam, dont le sélectionneur Dino Zoff, racontent leur tragique soirée. Une cicatrice jamais refermée https://t.co/ZLgv947mmU pic.twitter.com/niT5u34SwN— L'ÉQUIPE (@lequipe) June 3, 2021 Markvörðurinn Fabien Barthez, varnarmennirnir Laurent Blanc, Marcel Desailly og Lilian Thuram sem og miðjumaðurinn Patrick Vieira voru einnig valdir í úrvalsliðið á mótinu ásamt þeim Zidane og Henry. Frakkar hafa ekki unnið Evrópumótið síðan en þeir unnu HM í fyrsta sinn síðan 1998 eftir að gamli fyrirliðinn Didier Deschamps tók við sem þjálfari. Deschamps á nú möguleika á að vinna bæði HM og EM gull sem bæði fyrirliði og þjálfari franska landsliðsins. Heimsmeistarar á EM í gegnum tíðina: England 1968 (Unnu HM 1966): 3. sæti Vestur-Þýskaland 1976 (HM 1974): Silfur Þýskaland 1992 (HM 1990): Silfur Frakkland 2000 (HM 1998): Evrópumeistari Ítalíu 2008 (HM 2006): Átta liða úrslit Spánn 2012 (HM 2010): Evrópumeistari Þýskaland 2016 (HM 2014): Undanúrslit Frakkland 2021 (Hm 2018): ???? EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. 2 dagar í EM: Danir þurftu bara tvo sigurleiki til að vinna EM í „sumarfríinu“ sínu 3 dagar í EM: Fimm þjóðir mæta taplausar til leiks á EM í sumar 4 dagar í EM: Ein frægasta vítaspyrna sögunnar vann EM fyrir 45 árum síðan 9 dagar í EM: Óvæntustu Evrópumeistarar sögunnar höfðu aldrei unnið leik á stórmóti áður EM 2020 í fótbolta Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Sjá meira
Frakkar eru heimsmeistarar frá því á HM í Rússlandi fyrir þremur árum og þeir fóru líka í úrslitaleik EM sumarið 2016. Frakkar eiga góða reynslu frá því að mæta á Evrópumót sem ríkjandi heimsmeistarar. Sumarið 2000 unnu Frakkar Evrópumótið eftir að hafa unnið heimsmeistaratitilinn tveimur árum áður. Photo du jour EURO 2000 - L équipe de France avant la finale face à l Italie. pic.twitter.com/cTHrNa3UXa— Le Corner (@Le_Corner_) June 3, 2021 Frakkar unnu eftirminnilegan 3-0 sigur á Brasilíu í úrslitaleik HM í Frakklandi 1998 þar sem Zinedine Zidane skoraði tvívegis. Franska landsliðið hóf síðan undankeppni EM á því að gera 1-1 jafntefli á móti Íslandi á Laugardalsvellinum. Frakkar unnu samt riðilinn en lenti aftur á vandræðum með íslenska landsliðið í París þar sem Frakkar unnu á endanum nauman 3-2 sigur. Með þeim sigri tryggði franska landsliðið sig inn á EM ásamt því að Úkraínumenn náðu bara jafntefli á móti Rússum. Í úrslitakeppninni fóru Frakkar upp úr riðlinum þrátt fyrir tap á móti Hollendingum. Þeir unnu 2-1 sigur á Spánverjum í átta liða úrslitunum og svo 2-1 sigur á Portúgal í undanúrslitunum þar sem Zinedine Zidane skoraði gullmark í framlengingu. First EURO final you watched? David Trezeguet at EURO 2000 @FrenchTeam— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) March 10, 2021 Í úrslitaleiknum voru Frakkar undir á móti Ítölum fram á fjórðu mínútu í uppbótartíma en varamaðurinn Sylvain Wiltord tryggði liðinu framlengingu og þar skoraði varamaðurinn David Trezeguet Gullmark. Leikurinn var búinn um leið og boltinn þandi út netmöskvanna. Gullmörk í tveimur leikjum í röð færðu Frökkum þar sem Evrópumeistaratitilinn og fyrirliðinn Didier Deschamps lyfti EM-bikarnum aðeins tveimur árum eftir að hann lyfti HM-bikarnum. Zinedine Zidane var kosinn besti leikmaður keppninnar en Thierry Henry var markahæstur í franska liðinu á mótinu með þrjú mörk. Euro 2000 : et l'Italie reboucha le champagneVingt-et-un ans après la finale de l'Euro perdue sur le fil contre la France, les Italiens présents à Rotterdam, dont le sélectionneur Dino Zoff, racontent leur tragique soirée. Une cicatrice jamais refermée https://t.co/ZLgv947mmU pic.twitter.com/niT5u34SwN— L'ÉQUIPE (@lequipe) June 3, 2021 Markvörðurinn Fabien Barthez, varnarmennirnir Laurent Blanc, Marcel Desailly og Lilian Thuram sem og miðjumaðurinn Patrick Vieira voru einnig valdir í úrvalsliðið á mótinu ásamt þeim Zidane og Henry. Frakkar hafa ekki unnið Evrópumótið síðan en þeir unnu HM í fyrsta sinn síðan 1998 eftir að gamli fyrirliðinn Didier Deschamps tók við sem þjálfari. Deschamps á nú möguleika á að vinna bæði HM og EM gull sem bæði fyrirliði og þjálfari franska landsliðsins. Heimsmeistarar á EM í gegnum tíðina: England 1968 (Unnu HM 1966): 3. sæti Vestur-Þýskaland 1976 (HM 1974): Silfur Þýskaland 1992 (HM 1990): Silfur Frakkland 2000 (HM 1998): Evrópumeistari Ítalíu 2008 (HM 2006): Átta liða úrslit Spánn 2012 (HM 2010): Evrópumeistari Þýskaland 2016 (HM 2014): Undanúrslit Frakkland 2021 (Hm 2018): ???? EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. 2 dagar í EM: Danir þurftu bara tvo sigurleiki til að vinna EM í „sumarfríinu“ sínu 3 dagar í EM: Fimm þjóðir mæta taplausar til leiks á EM í sumar 4 dagar í EM: Ein frægasta vítaspyrna sögunnar vann EM fyrir 45 árum síðan 9 dagar í EM: Óvæntustu Evrópumeistarar sögunnar höfðu aldrei unnið leik á stórmóti áður
Heimsmeistarar á EM í gegnum tíðina: England 1968 (Unnu HM 1966): 3. sæti Vestur-Þýskaland 1976 (HM 1974): Silfur Þýskaland 1992 (HM 1990): Silfur Frakkland 2000 (HM 1998): Evrópumeistari Ítalíu 2008 (HM 2006): Átta liða úrslit Spánn 2012 (HM 2010): Evrópumeistari Þýskaland 2016 (HM 2014): Undanúrslit Frakkland 2021 (Hm 2018): ????
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Sjá meira