30 ára fangelsi fyrir að hafa svelt, pyntað og drepið þernuna sína Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júní 2021 10:46 Konan hafði misst fimmtán kíló á fjórtán mánuðum þegar hún lést. Getty Kona frá Singapúr hefur verið dæmd í þrjátíu ára fangelsi fyrir að hafa svelt, pyntað og drepið mjanmarska þernu sína. Þernan vó aðeins 24 kíló þegar hún lést árið 2016. Gaiyathiri Murugayan,40 ára eiginkona lögreglumanns í Singapúr, hefur játað að hafa borið ábyrgð á morðinu á Piang Ngaih Don. Þá hefur hún játað ýmsa ákæruliði til viðbótar. Saksóknarar hafa lýst gjörðum hennar sem „illum og ómannúðlegum.“ Dómari í málinu sagði í réttarhöldunum að málið væri eitt það versta sem hann hefði séð og að engin orð gætu lýst ofbeldinu sem unga konan þurfti að þola mánuðina fyrir dauða sinn. Piang flutti til Singapúr um mitt ár 2015 en það var fyrsta skiptið sem hún vann erlendis. Stuttu eftir að hún hóf störf hjá Murugayan hófst ofbeldið gegn henni, eða í október 2015. Ofbeldið náðist oft á myndbandsupptökur en á heimilinu voru víða öryggismyndavélar. Samkvæmt myndbandsupptökunum beitti Murugayan Piang ofbeldi oft á dag. Murugayan er meðal annars sögð hafa brennt Piang með straujárni og á myndbandsupptökunum mátti oft sjá hana kasta Piang um íbúðina „eins og tuskudúkku.“ Piang fékk oft aðeins brauð, sem búið var að bleyta í vatni, að borða eða hrísgrjón. Hún missti 15 kíló, eða 38 prósent líkamsþyngdar sinnar, á aðeins 14 mánuðum. Piang var aðeins 24 ára þegar hún dó í júlí 2016. Fyrir dauða sinn höfðu Murugayan og móðir hennar veist að henni í marga klukkutíma. Samkvæmt skýrslu réttarmeinafræðings lést Piang af völdum súrefnisskorts til heila en þá höfðu mæðgurnar ítrekað kæft hana þennan dag. Eiginmanni Murugayan hefur verið sagt upp störfum sem lögreglumaður og er hann ákærður fyrir aðild í málinu. Sömuleiðis er móðir Murugayan ákærð fyrir aðild að málinu. Meira en 250 þúsund manns af erlendum uppruna vinna í Singapúr sem þjónustufólk. Flestir koma frá löndum eins og Indónesíu, Mjanmar og Filippseyjum. Ofbeldi gegn þjónustufólki í Singapúr er mjög algengt. Til að mynda var par dæmt árið 2017 fyrir að svelta þernu sína og árið 2018 var annað par dæmt fyrir að beita þernu sína frá Mjanmar ofbeldi. Singapúr Mjanmar Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Gaiyathiri Murugayan,40 ára eiginkona lögreglumanns í Singapúr, hefur játað að hafa borið ábyrgð á morðinu á Piang Ngaih Don. Þá hefur hún játað ýmsa ákæruliði til viðbótar. Saksóknarar hafa lýst gjörðum hennar sem „illum og ómannúðlegum.“ Dómari í málinu sagði í réttarhöldunum að málið væri eitt það versta sem hann hefði séð og að engin orð gætu lýst ofbeldinu sem unga konan þurfti að þola mánuðina fyrir dauða sinn. Piang flutti til Singapúr um mitt ár 2015 en það var fyrsta skiptið sem hún vann erlendis. Stuttu eftir að hún hóf störf hjá Murugayan hófst ofbeldið gegn henni, eða í október 2015. Ofbeldið náðist oft á myndbandsupptökur en á heimilinu voru víða öryggismyndavélar. Samkvæmt myndbandsupptökunum beitti Murugayan Piang ofbeldi oft á dag. Murugayan er meðal annars sögð hafa brennt Piang með straujárni og á myndbandsupptökunum mátti oft sjá hana kasta Piang um íbúðina „eins og tuskudúkku.“ Piang fékk oft aðeins brauð, sem búið var að bleyta í vatni, að borða eða hrísgrjón. Hún missti 15 kíló, eða 38 prósent líkamsþyngdar sinnar, á aðeins 14 mánuðum. Piang var aðeins 24 ára þegar hún dó í júlí 2016. Fyrir dauða sinn höfðu Murugayan og móðir hennar veist að henni í marga klukkutíma. Samkvæmt skýrslu réttarmeinafræðings lést Piang af völdum súrefnisskorts til heila en þá höfðu mæðgurnar ítrekað kæft hana þennan dag. Eiginmanni Murugayan hefur verið sagt upp störfum sem lögreglumaður og er hann ákærður fyrir aðild í málinu. Sömuleiðis er móðir Murugayan ákærð fyrir aðild að málinu. Meira en 250 þúsund manns af erlendum uppruna vinna í Singapúr sem þjónustufólk. Flestir koma frá löndum eins og Indónesíu, Mjanmar og Filippseyjum. Ofbeldi gegn þjónustufólki í Singapúr er mjög algengt. Til að mynda var par dæmt árið 2017 fyrir að svelta þernu sína og árið 2018 var annað par dæmt fyrir að beita þernu sína frá Mjanmar ofbeldi.
Singapúr Mjanmar Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira