Lærði í fjórtán tíma á dag og er núna dúxinn í Bónus Snorri Másson skrifar 26. júní 2021 08:01 Trausti Lúkas Adamsson, dúx Menntaskólans á Akureyri, var í hlutastarfi í Bónus alla menntaskólagöngu. Verslunin er stolt af sínum manni. Bónus Dúxar landsins raða sér inn á síður blaðanna þessa dagana og hvert Íslandsmetið rekur næsta. Fæstir dúxarnir stæra sig samt af því að hafa samhliða náminu unnið baki brotnu í áfyllingum í Bónus, eins og Trausti Lúkas Adamsson. Trausti útskrifaðist úr Menntaskólanum á Akureyri með 9,57 í meðaleinkunn á þjóðhátíðardaginn í síðustu viku. Að vonum eru hann og hans fólk stolt af árangrinum, en vinnuveitandi Trausta er það ekki síður. Trausti hefur unnið í fjögur ár í Bónus á Akureyri. Hann var í hlutastarfi þar alla menntaskólagönguna eftir að hafa hafið störf í grunnskóla. Þegar þau tíðindi spurðust að hann hefði dúxað MA með yfirburðum, hreykti verslunin sér af starfsmanninum á samfélagsmiðlum. Er hann ekki óumdeildur starfsmaður mánaðarins? „Ég þori nú ekki að segja það sjálfur, en ég er duglegur. Ég passa mig að vera alltaf duglegur í vinnunni,“ segir Trausti í samtali við Vísi. Dúx með 9,57.Aðsend mynd Trausti verður í áfyllingum í grænmeti og í mjólkurkælinum í Bónus í sumar, en er ekki mikið í afgreiðslu. Hann er að safna sér fyrir vetrinum en þá er stefnan strax að flytja suður í vélaverkfræði í Háskóla Íslands, nám sem nokkrir félagar hans úr MA eru einnig skráðir í í haust. Hvort Trausti haldi tryggð við Bónus þegar fram líða stundir, hvort hann verði verkfræðingur Bónuss, er óráðið. „Ég stefni nú á annað, en ég hef margt gott að segja um Bónus. Þetta er mjög sveigjanleg vinna og mínir góðu yfirmenn eru alltaf til í að hjálpa manni og gera vel við mann. Ég hef kunnað mjög vel við mig í þessum góða hópi,“ segir Trausti. Þegar greint var frá árangri Trausta á mbl.is um helgina, sem hann sagði í viðtali að hafi byggt á því að læra í fjórtán tíma á dag, fór tíst á flug á Twitter um að slíkt vinnulag ætti ekki að þykja eðlilegt. Dúxinn í MA lærði í 14 tíma á dag. IMO er ekkert eðlilegt við það og það á ekki að normalísera það.— Daníel Freyr (@danielfj91) June 19, 2021 Trausti telur að gagnrýni af þessum toga ætti betur við ef raunin væri ekki sú að hann nýtur þess að læra. „Mikið af þessum tíma hefur farið í efni sem ég hef áhuga á, eins og stærðfræði og eðlisfræði. Ég hafði bara gaman að tímanum sem ég lagði aukalega í þetta og mér gekk vel. Þetta er náttúrulega mikil vinna og maður var oft mjög þreyttur, ég ætla ekki að neita því. En það sem hjálpaði mér í gegnum þetta allt var áhuginn.“ Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Verslun Akureyri Dúxar Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira
Trausti útskrifaðist úr Menntaskólanum á Akureyri með 9,57 í meðaleinkunn á þjóðhátíðardaginn í síðustu viku. Að vonum eru hann og hans fólk stolt af árangrinum, en vinnuveitandi Trausta er það ekki síður. Trausti hefur unnið í fjögur ár í Bónus á Akureyri. Hann var í hlutastarfi þar alla menntaskólagönguna eftir að hafa hafið störf í grunnskóla. Þegar þau tíðindi spurðust að hann hefði dúxað MA með yfirburðum, hreykti verslunin sér af starfsmanninum á samfélagsmiðlum. Er hann ekki óumdeildur starfsmaður mánaðarins? „Ég þori nú ekki að segja það sjálfur, en ég er duglegur. Ég passa mig að vera alltaf duglegur í vinnunni,“ segir Trausti í samtali við Vísi. Dúx með 9,57.Aðsend mynd Trausti verður í áfyllingum í grænmeti og í mjólkurkælinum í Bónus í sumar, en er ekki mikið í afgreiðslu. Hann er að safna sér fyrir vetrinum en þá er stefnan strax að flytja suður í vélaverkfræði í Háskóla Íslands, nám sem nokkrir félagar hans úr MA eru einnig skráðir í í haust. Hvort Trausti haldi tryggð við Bónus þegar fram líða stundir, hvort hann verði verkfræðingur Bónuss, er óráðið. „Ég stefni nú á annað, en ég hef margt gott að segja um Bónus. Þetta er mjög sveigjanleg vinna og mínir góðu yfirmenn eru alltaf til í að hjálpa manni og gera vel við mann. Ég hef kunnað mjög vel við mig í þessum góða hópi,“ segir Trausti. Þegar greint var frá árangri Trausta á mbl.is um helgina, sem hann sagði í viðtali að hafi byggt á því að læra í fjórtán tíma á dag, fór tíst á flug á Twitter um að slíkt vinnulag ætti ekki að þykja eðlilegt. Dúxinn í MA lærði í 14 tíma á dag. IMO er ekkert eðlilegt við það og það á ekki að normalísera það.— Daníel Freyr (@danielfj91) June 19, 2021 Trausti telur að gagnrýni af þessum toga ætti betur við ef raunin væri ekki sú að hann nýtur þess að læra. „Mikið af þessum tíma hefur farið í efni sem ég hef áhuga á, eins og stærðfræði og eðlisfræði. Ég hafði bara gaman að tímanum sem ég lagði aukalega í þetta og mér gekk vel. Þetta er náttúrulega mikil vinna og maður var oft mjög þreyttur, ég ætla ekki að neita því. En það sem hjálpaði mér í gegnum þetta allt var áhuginn.“
Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Verslun Akureyri Dúxar Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira